Hrægammarnir koma

Á síðustu dögum sést það betur og betur að spillingartímabilið hið sjötta er hafið.  Spillingartímabilið númer 5 eyðilagði Íslenska efnahagskerfið og sverti svo nafnorð Íslensku þjóðarinnar erlendis að komið er fram við Íslendinga eins og holdsveikt fólk.  Nú sveifa nýir Hrægammar yfir þjóðinni og sumir eru þegar sestir að snæðingi.

SpillingIngibjörg Sólrún Gísladóttir skar niður utanríkisþjónustuna á dögunum um ca 2,2 milljarða.  Sem er gott og blessað enda var mikið að þeim fjármunum tilkomnir vegna fáránlegs draums um setu í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna.  En að auki gerði Ingibjörg vinkonu sína  Kristínu Árnadóttur að sendiherra. 

Á sama tíma heldur Geir H Haarde Hlífskyldi yfir Davíð Oddssyni vini sínum í Seðlabankanum.  Sumir af nýju hrægömmunum eru gamlir hrægammar.  Hann hefur einnig ráðið sér spunameistara að nafni Kristján Kristjánsson.

Árni M. Mathiesen viðskiparáðherra segir þjóðinni að herða sultarólina (í orðsins fyllstu merkingu) og er um leið að byggja sér s180 fermetra sumarhús.

Það er vaninn á Íslandi að heyra einungis um 1% af þeirri spillingu sem í raun er í gangi.  Fjölmiðlarnir eru nefnilega líka fullir af "einkavinafélagi" valdastéttarinnar.  Þeir fara seint að segja sannleikann.

Þetta nýja spillingarskeið verður líklega eitt það versta enda sýnir sagan að hvert tímabilið er verra en það næsta :

1181-1262 Sturlungaöldin - Valdabarátta ættarhöfðingja
1602 - 1787 Einokunarskeiðið - Einokun verslunar á Íslandi
1787 - 1946 Embættismannaskeiðið - Valdamisnotkun Íslenskra embættismanna Konungs
1970 - 1994 Kolkrabba- og Smokkfiskaskeiðið - sambland stjórnmála og verslunar
1994 - 2008 Innherjaskeiðið - frelsi verslunar misnotað í þágu fárra fjárglæframanna
2008 - ?  Spillingarskeið 6.

Það er óþarfi að smyrja, enda er Íslenska þjóðin orðin það vön að hún ber sjálf vaselín túbu í vasanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband