Fyrir þá sem vilja flýja land

Ástandið á einungis eftir að versna á Íslandi næstu mánuði og árin, ef fólk hefur nokkra möguleika á því þá ættu þeir sem geta að koma sér úr landi áður en það verður of seint.

Flestir Íslendingar telja að Geir H Haarde sé sá maður sem mest sé á treystandi.  Íslendingum verður auðsjáanlega ekki viðbjargandi, og nú er því komið að koma sér í burt.

Ástralía, eins og ég hef nefnt hér áður er góður valkostur.  Landið hefur nýverið opnað innflytjendastefnu sína og þarf á iðnmenntuðu og langskólamenntuðu fólki að halda.  Þó að efnahagsástandið sé slæmt á flestum stöðum þá er staða ríkisins það góð að Ástralska ríkisstjórnin telur að landið komist nokkuð auðveldlega í gengum kreppuna.  Ástralía er stór landmassi með fáa Íbúa.  Þar eru því góðir möguleikar á að stofna Íslendingabyggðir.

Upplýsingar fyrir innflytjendur til Ástralíu finnst hér http://www.immi.gov.au/ 

 

 Kanada er annað ríki sem hefur haft frekar opna innflytjendastefnu og hefur sögulega tekið á móti Íslendingum.  Stórar byggðir Vestur Íslendingar eru þar virkar og ekkert því til fyrirstöðu að styrkja þær með annarri öldu innflutnings.

Upplýsingar fyrir innflytjendur til Kanada finnst hér http://www.cic.gc.ca/english/index.asp

 

Tvennt er það sem gerir búsetuflutninga erfiða, en það er kostnaður og fjarlægð frá vinum og fjölskyldu.  Fyrri landflótti frá landinu leysti þau vandamál með flutningi heilu sveitanna.   Þar sýndi það sig að það getur gert hlutina auðveldari að gera þetta í stærri hópum.  Ef stór hópur tekur sig saman er jafnvel hægt að semja við viðkomanda ríki að hópurinn flytji á sama landssvæðið (hér er Ástralía líklega auðveldari) og stór hópur getur leigt saman flugvél og skip til flutningsins og þar með skorið verulega á kostnað hvers einstaklings.

Um 1/3 Íslendinga hefur sagst ætla að flytja úr landi ef það er m0gulegt.  Það er um 100.000 manns.  Sterkur hópur ef satt er.  100.000 manns getur stofnað eigið bæjarfélag í Ástralíu.  En tíminn er skammur, brátt verður það fjárhagslega ekki hægt.  Það þarf því að byrja að skipuleggja þetta núna.

Gangi ykkur vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hef einmitt verið að hugsa þetta..hvort það verði fær leið úr landi eftir nokkra mánuði miðað við þá haftastefnu sem hér er komin á. Það kostar peninga að fara með sítt fók úr landi...og úff hvað ég treysti ekki Geir og co fyrir framtíðinni. Eða því fólki sem enn er því miður steinsofandi og styður bullið. Jæks!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Upprétti Apinn

Vandamálið er að eftir nokkra mánuði verður það ennþá erfiðara að komast úr landi.  Þegar sá litli sparisjóður sem fólk á er uppurinn, en ekki í nein horn að líta.  Það þarf að byrja að kanna þetta strax.

Upprétti Apinn, 1.12.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Svo er Tasmanía mjög áhugaverður kostur (ríki í Ástralíu).

Eyja suður af meginlandi Ástralíu. um 69þ ferkílómetrar (70% af stærð Íslands) íbúar tæp hálf milljón.

Meðalhiti við sjávarmál að sumri 21°C og 12°C á veturna. Það er hægt að fara til fjalla og finna frost á veturnir og eyjan er í vindbeltinu við Suðurskautið og því má finna þar rok og rigningu!

Svona eins og enskumælandi Ísland með vetrarhita eins og sumarhitinn er í Reykjavík og Sumarhita eins og hann er í Danmörku eða Hollandi. Fjalllent og ekki nokkur hætta á að ríkið gangi í Evrópusambandið!

Júlíus Sigurþórsson, 1.12.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Upprétti Apinn

Tasmanía er einnig það fámenn að ef nógu margir Íslendingar flytja þangað væri auðveldara að halda í menningu og tungu samfélagsins.  Það gæti jafnvel verið að Ástralska ríkisstjórnin myndi einfaldlega senda skip eftir þeim sem langar að fara...

Hljómar betur og betur.

Upprétti Apinn, 2.12.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband