Kommúnisminn er dauður, lengi lifi Kommúnisminn!

Marxískir samfélagssinnar ganga um göturnar með vissa reisn og smá hopp í spori þessa dagana.  Ástæðan er án efa seindregin uppgangur Marxískra vinstrisinna þetta misserið í ríkjum Suður-Ameríku ásamt vinsældum Marxismans, eða er það hatur á Ameríku, meðal ungra kjósenda á Vesturlöndunum.  Von virðist kviknuð um að gamli Rauður sé kannski ekki jafn dauður og af var látið.

 

Eftir nánast hundrað ár sem önnur aðal alþjóðaheimspeki vestrænnar menningar, leið kommúnisminn undir lok sem efnahags og stjórnmálakenning þann 8. Desember 1991.  Sovétríkin voru lögð niður og skipt upp í frumeiningar sínar á meðan fylgjendur Kapítalísku hugsjónarinnar fögnuðu sjálfum sér sem sigurvegaranum í baráttunni um vestrænna heimspeki.  Það eru fáar heimspekihugmyndir sem hafa fengið jafn skýr endalok með dagstimpluðum dauðadegi.

 

Ástæða þessara endaloka fólst í innbyggðum veikleika kommúnismans, en draumaborg hins fullkomna samfélag var eyðilagt af mannlegum.

Bæði kapítalisminn og draumasamfélag Karls Marx byggðist á Decartesískri sýn á samfélagPýramídakerfi Iðnmenningarinnar; náttúrulegt form kerfa sem píramídakerfi.  Á meðan Kapítalisminn fylgdi píramídakerfinu sem hreinni stefnumótun, þá var markmið Marxismans að fjarlægja “topp” píramídans algjörlega til að skapa hið fullkomna samfélag.  Þetta var útskýrt á einfaldann hátt:

 

Tækniframfarir mannlegs iðnaðar þýða að verkamaðurinn framleiðir umfram þörf sína.  Samkvæmt því ætti verkamaðurinn því að geta annaðhvort unnið minna, eða selt umframframleiðsluna og aukið lífsgæði sín.  Með áframhaldandi tækniframförum í framleiðslu eykst umframframleiðslan og vinna verkamannsins getur minnkað eða lífsgæðin aukist.  Vandamálið við Iðnaðarsamfélagið var hins vegar að framleiðslan og afrakstur hennar er í öfugu hlutfalli við hvert annað.  Auðurinn fer í vasa Verksmiðjueigenda (Auðvaldið) en ekki Verkamannana.  Auðvaldið gerast því ríkari, en Verkamenn fá lítið í sinn skerf. 

Í útópíu Karls Marx var Auðvaldið fjarlægt og Verkamenn fengju völdin og afrakstur af vinnu sinni.  Enginn í Kommúnistakerfinu væru æðri öðrum, allir fengu jafnan skerf af afrakstri samfélagsins.  Læknar og Götusóparar, Dómarar og Kolanámumenn, allir með sömu lífsgæðin.

Þar í fellst þó einnig veikleiki paradíma Marx.  Ef vinnuframlag einstaklingsins hefur ekki áhrif á lífsgæði hans, ef menntun, uppfinningarsemi eða staða einstaklingsins skiptir engu máli, þá er til lítils að vinna.  Þessi feilleiki; vöntun á virkni í framleiðni var það sem drap Kommúnismann sem efnahagskerfi.

 

Jafnræðið í pólitísku skipulagi Marx var einnig fallvalt, en George Orwell lýsti þeim vanda í “Dýrabænum”.  Í öllum samfélögum eru einhverjir sem skrifa reglurnar, einhver sem skipuleggja reksturinn.  Líkt og önnur dýr er maðurinn sjálfselskur og óhjákvæmilega notar tækifæri sem gefast til að bæta lífskjör sjálfs sín.  Í ríkjum þar sem allir eru jafnir líkt og í "Dýrabænum" verða sumir alltaf jafnari en aðrir.  Þetta gerði það að verkum að yfirvöld kommúnistaríkjanna fór að haga sér nákvæmlega eins og Auðvaldið sem þeir þóttust berjast gegn.  Kommúnisminn sem pólitískt kerfi leið undir lok

 

Samfélagsheimspeki seinni ára hefur yfirgefið að mestu leiti pólitíska og efnahagslega heimspeki kommúnismans.  Megin stefna Samfélagssinnaðrar pólitíkur í dag samkvæmt fjölmennustu flokkunum er Skandinavískur Sósíalismi; stefna sem vinnur með efnahagslega krafta kapítalismans og skattlagningu til að skapa samfélagslegt velferðakerfi með jöfnum lífsgæða að markmiði.

 

En er Kapítalismi betra efnahagskerfi í raun?, og er of snemmt að grafa Kommúnismann?

 

Bók dagsins: Dýrabærinn eftir Gerge Orwell 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband