Veldi Kapítalismans

Kapítalismi er óvéfengilega ráðandi hugmyndafræði í efnahagskerfum heimsins í dag.  Kapítalismi er í grunn atriðum kerfi þar sem hagnaður er megin markmið frjáls markaðar einstaklinga.  Þessi hugmyndafræði er ekki gömul en hún byggist á paradíma Upplýsingaaldarinnar um rökhyggju og frelsi einstaklingsins.  Jú viðskipti sem slík hafa verið stunduð frá fyrstu tíð, en það er frelsið og einstaklingurinn sem gerði þetta að nýrri hugmyndafræði.  Fyrir Upplýsingaöldina gátu einstaklingar efnast og viðskiptatengsl náðu milli heimsálfa, en það var fallvalt vald og skoðun konunga og trúar sem stjórnaði markaðinum og efnum einstaklinga.  Kapítalisminn er því óaðskiljanleg hugmyndafræði Vestrænnar rökhyggju. 

Heimsbúar búa nú við bestu lífsgæði mannkynssögunar og eru fylgjendur Kapítalismans fljótir að benda á að það séu afleiðingar hins frjálsa markaðar Kapítalismans.  En það eru vandamál í þeirri skoðun, vandamál sem byggja á feillyndi frjáls markaðar.

Hagnaður er markmið hugmyndafræðinnar, markmið sem byggist á því að eyða sem minnsta auð í framleiðslu og selja sem mest á sem hæðsta verði sem mögulegt er.  Í hugmyndafræðinni hefur þetta innbyggð mörk sem byggist á samkeppni.  Samkeppni um hráefni og starfskraft setur mark á hve ódýr framleiðslan geti orðið, og samkeppni milli framleiðenda um kaupendur setur mark á hve mikið og hve dýrt hægt sé að selja.  Reynslan sýnir þó að þetta er frekar einfeldnisleg formúla.

Upphaf Kapítalismans í iðnbyltingunni umturnaði Vestrænu samfélagi.  Tæknivæðing í framleiðslu, rekin áfram af markmiðum Kapítalismans um lækkun framleiðslukostanaðar, rak almenning úr sveitunum í bæina þar sem lífsgæði og lífslíkur voru litlar.  Eigendastétt Kapítalista efnaðist sem aldrei fyrr, en almenningur lifði í fátækt.  Störf í iðnaðarframleiðslu krafðist lítillar eða engrar kunnáttu, svo samkeppnin um starfskraft var lítil sem engin.  Ef starfsmenn voru óánægir með laun sín, var nóg af tilvonandi starfskrafti á götunum.

Það var tilkoma Kommúnisma og verkalýðsfélaga hans sem breytti þessu ástandi.  “Starfsfólki er ekki greytt fyrir vinnu sína, heldur fyrir þá baráttu sem það leggur fyrir kaupi sínu”.

Framleiðslumagn og hagnaður er einnig fallbær.  Ef framleiðsla verður of mikil fyrir markaðinn lækkar vöruverð og um leið verðmæti fyrirtækja.  Offramleiðsla getur komið annaðhvort ef tæknivæðing í framleiðslu eykur framleiðsluna umfram vöntun á vörunni, eða minnkandi markaði, t.d. ef kaupendur hafa minna fé til eyðslu.

Ef fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að selja vöru sína og verðmæti þeirra lækka reyna þau að lækka kostnað.  Hæsti kostnaðurinn er yfirleitt laun.  Þetta skapar vítahring þar sem verðmætaaukning lækkar, fyrirtæki lækka laun og skera starfskraft, starfskraftur sem er líka kaupendur eyða minna, og verðmæti fyrirtækja lækka.  Þessi vítahringur endar með upplausn fyrirtækja og kreppu.  Þetta er það sem gerðist í kreppunni miklu.

Það var síðan ríkisvaldið sem náði tökum á þessu með reglugerðum sem settu tak á markaðinn ásamt skattlagningu og verkefnaframtak ríkisins sem gat tekið við af framleiðslu ef frjálsi markaðurinn var í lægð.

Vestræn ríki tókst því að ná tökum á Kapítalismanum.  Rökhyggja, ríkishyggja og Kommúnismi gerðu hugmyndafræðinni fært að umbreyta samfélaginu í lífsgæðasamfélagið sem við búum við í dag.

Tímabundið…
 

Bók dagsins:  Þrúgur Reiðinnar  eftir  John Steinbeck


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband