Eftir Nútímann: Nútíma nútími...

Póst Móðernisminn er framhald Móðernismans þar sem afneitun hugmynda fortíðarinnar náði hámarki.  Á meðan Móðernisminn notaði rökfræði vísindahugsunar til að finna uppbyggingu umheimsins, þá afneitar Póst Móðernisminn öllum lögmálum.  Póst Móðernisminn segir að enginn alsherjar sannleikur sé til, heldur einungis mismunandi sjónarhorn á hverjum tíma.  Sá sannleikur sem finnst sé bundin tímarúmi og breytist því.

Ég ræddi einu sinn við Prófessor Harald Sverdrup frá Háskólanum í Lundi um sannleikann í vísindum.  Upphaf samræðanna var sú skoðun mín að vissir hópar og einstaklingar innan vísindaheimsins litu á kenningar innan starfssviðs síns líkt og að um trúarbrögð sé að ræða frekar en vísindi.  Viðbrögð við gagnrýni á sumar kenningar væri svarað með samskonar ofsa og búast mætti við frá harðlínu skipulagðra trúarbragða.

Vísindi, í skilgreiningu Upplýsingaaldarinnar, leitar óendanlega eftir svörum við óendanlegum spurningu, og ekkert er heilagur sannleikur, allt er spurninga vert og fallt undir nýjan sannleika.  Vísindamenn sem koma fram við kenningar sem heilagan sannleika, séu ekki vísindamenn í þeim skilningi orðsins.

Prófessor Sverdrup var sammála þeirri útlestingu.  Hann sagði að einungis tvær kenningar í þekkingarheimi mannsins væru sannar; Kenning Darwins um þróun tegunda, og Afstæðiskenning Einsteins.

En meira að segja þessar kenningar eru ekki óvéfengjanlegar.  Afstæðiskenningin er einungis virk á jörðinni, í þessum hluta alheimsins; Rannsóknir stjarneðlisfræðinga hafa sýnt að í öðrum hlutum alheimsins virkar formúla Einsteins ekki.  Darwin kenningin á einnig undir höggi að sækja, þó að hún sé enn virk í grundvallar atriðum; Líf breytist og þróast úr einni tegund í aðra.  Hvernig sú breyting gerist, stökkbreytingar, hæg þróun, afkoma hæfileika o.s.frv. er umdeild.

Þessar Póst Módernísku samræður lýsa ágætlega paradíma nútíma Vestrænnar menningar.  Póst Móðernisminn er náttúruleg þróun Upplýsingaaðildarinnar, en um leið afneitun allra hugmynda um sannleikann.  Póst Móðernisminn er þó ekki Níhílismi, Níhílismi er einungis ein heimspeki Póst Móðernismans.  Níhílismi trúir á ekkert, en Póst Móðernisminn trúir á eitthvað, tímabundið.

Póst Móðernisminn er líklega alvarlegasta áskorun á lýðræði Vesturlandana, en meir um það síðar.

Bók Dagsins:  A Brief History of Time eftir Stephen Hawking

Mynd Dagsins:  Fightclub


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband