14.3.2007 | 20:55
Blairismi: Póst Módernískur Pragmatismi
Uppgangur Póst Móðernismanns á Vesturlöndunum hefur sett fram stórar spurningar í stjórnmálum. Allt frá upplýsingaöldinni og upphafi nútíma lýðræðis hafa flest lýðræðiskerfi Vesturlandana verið skipulögð eftir pólskiptum paradimmum . Konungssinnar gegn Lýðræðissinnum, Kristnir gegn Rökvísindasinnum, Kapítalistar gegn Kommúnistum. Þetta er ástæða flokkakerfisins: hver flokkur er fylgjandi ákveðnu paradíma á ákveðnum stað í pólskiptingunni. Fólk kýs síðan þann flokk sem fylgir þeirra hugmyndafræði.
Þessar pólskiptingar eru ekki við hendi í Póst Módern samfélagi sem snúið hefur baki við trú á hugmyndaræða, stjórnmálamenn hafa verið að glíma við þá staðreynd síðustu árin. Ein áhrifamesta útkoman kom frá Bretlandi í formi Blairisma hjá stóru stjórnmálaflokkunum og upprisu "einsmálefnaflokka".
Tony Blair í Bretlandi umbylti gamla (Vinstri) Verkamannaflokknum í fyrsta alvöru Póst Módern stjórnmálaflokkinn. Snúið var bakinu við gömlum paradimmum sem stefndu á útópískt samfélag. Nýja stjórnmálafræðin byggist á því að stefnumarkmið voru sett út frá "pragmatískum" ákvörðunum um hvert málefni fyrir sig. Markmiðatengd stjórnun sér síðan til að kerfið gengur, án mikillar ábyrgðar stjórnmálamanna. Miðja hinnar gömlu pólskiptingar er núna standard stjórnmálaflokka. Frjáls verslun er besta leiðin til efnahagsþenslu, sem síðan sér um velferðarkerfi þar fyrir grunn þarfir almennings; læknisaðstoð, öryggi og menntun. Efnahagskerfið hagnast síðan til baka á frískum og vel menntuðum almenning.
Þessi pragmatismi hefur haft yfir höfuð mjög jákvæð áhrif á Breskt samfélag þar sem bæði efnahagskerfið og velferðarkerfið eru virkari. Framtíðaráhrif þessarar stefnu eru minnkandi lýðræði og aukin völd minníhlutahópa.
"The price of freedom is eternal vigilance" Thomas Jefferson
Áhugi almennings á stjórnmálum hefur minnkað við hvarf pólitísks paradíma. "Til hvers að kjósa þegar allir flokkarnir eru með sömu stefnuskrána?". Þetta er í raun ekki vitlaus skoðun, en lýðræðið mun á endanum þjást. Lýðræðið er einungis virkt ef þjóðfélagsþegnarnir taka þátt í því. Ef einungis lítill hluti þjóðarinnar er virkur í lýðræðinu er mikil hætta á því að ólýðræðisleg öfl fái völdin í sínar hendur, og sú áhætta fer vaxandi. Ein áhrif þessa er aukin áhrif einsmálefna flokkar sem fylgja málum sem jafnvel minníhluti þjóðarinnar styður. Þessir flokkar og fylgismenn þeirra hafa yfirleitt mun meiri ástríðu fyrir sínu stjórnmáli en almennur borgari, og eru því líklegri til að kjósa. Almenningur hefur líka smekk fyrir ástríðufullum stjórnmálamönnum. Ekki er ólíklegt að t.d. flokkar, eða flokkur, minnihlutamálefna eins og Andinnflytjendastefnu, Trúarstefnu og Femínisma geti myndað ríkisstjórn og breytt lögum landsins þvert á vilja meirihluta landsins.
Sama breyting getur gerst innan gömlu stjórnmálaflokkana, en þar geta fylgjendur vissra málefna, eða t.d. landssvæða, náð völdum langt umfram fylgjendur markmiða þeirra.
Ofan á þetta koma síðan þrýstihópar sem eiga auðveldara að vinna málefna sinna forgang með minna aðhaldi almennings við stjórnmálamenn sína, aftur þvert á vilja þjóðarinnar. Þetta býður upp á spillingu. Dæmi um þetta er í Bandaríkjunum þar sem t.d. samtök sem í raun eru gervifrontar fyrirtækja koma á lögum sem vinna gegn velferð almennings. Dæmi á Íslandi er Klámmálið mikla sem upp kom um daginn. Þar gat þrýstihópur Femínisma haft áhrif á gang mála þvert á skoðun almennings.
Á tímum Pólskiptingar stjórnmálana höfðu stjórnmálamenn vel útlistaðar reglur til að starfa eftir, reglur sem bæði stjórnuðu ákvörðunum þeirra og um leið virkaði sem hlífiskjöldur yfir mistök stjórnmálamanna. Margrét Thatcher í Bretlandi gerði mörg mistök á sinni starfsævi, t.d. eyðilagði hún almenningssamgöngukerfið sem ennþá veldur miklum efnahagsskaða fyrir landið. En þetta er vel afsakað út frá stjórnmálaskoðun Kapítalískrar einstaklingshugsjónar sem hún fylgdi strangt eftir. Við hvarf Pólskiptingarinnar hefur þessi hlífiskjöldur hugsjónar horfið líka.
Þeir sem trúa engu, trúa öllu.
Blairisminn hefur ekki haft þær afleiðingar að stjórnmálamenn hætti að taka rangar ákvarðanir. Ákvarðanir eru þvert á móti oft vanhugsaðar og byggðar á skoðanakönnunum frekar en rökrænum langtímalausnum. Lausnin sem Blairistar hafa fundið á þessu er Spuni þar sem tungumálið er afbjagað í útskýringar á röngum ákvörðunum og vandamálum, svo hlustandi heldur á eftir að ákvörðunin sé rétt og vandamálið sé ekki til þrátt fyrir að raunveruleikinn sýni annað. Spuni er Póstmódernísk not á tungumálinu þar sem svart getur verið hvítt.
Ég hef ekki séð fullkomna lausn á þessum lýðræðispólitísku breytingum, en líklega er besta stefnan að yfirgefa flokkalýðræðið, þar sem heimurinn sem bjó það til er ekki til lengur. Lýðræðið þyrfti að vera byggt á einstaklingum, hvernig sem það er gert, í gegnum einmennings kosningar eða jafnvel Grísku leiðina. Á Grikklandi til forna var nöfnum kjörbærra manna stungið í hatt og tombóla skar úr um hver sat þingið. Þeir sem síðan sátu einu sinni, fóru ekki aftur í hattinn. Þetta olli því að þingmenn voru þverskurður kjörgengra manna og minna líklegir til að vinna gegn . Þetta er í raun ekki óvitlaus hugmynd og er starfandi stjórnmálaflokkur á Grikklandi sem hefur þessu líkt kerfi að stefnuskrá.
Breytingar í Lýðræðisátt eru frekar ólíklegar, en valdsvið og fjárfesting margra byggist á því flokkakerfi er við lýði. Stjórnmálaflokkar vinna því hart að gera kjósendur að áhangendum líkt og fótboltaáhangendur eða trúaða. Hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér verður áhugavert að fylgjast með.
Bók dagsins: 1984 eftir George Orwell
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.