30.6.2007 | 17:18
Samtök Einræðisþjóða
Engin þjóðfélagsmyndun er fullkomin, en lýðræði, þrátt fyrir alla sína galla er sú stjórnarmyndun sem gefur borgurum sínum bestu kosti á eigin réttindum, frelsi og lífsviðurværi. Andstæða lýðræðis er einræði, í sínum margvíslegum myndum. Í einræðislíkjum byggjast réttindi frelsi og lífsviðurværi borgarana á duttlungum ráðamanna, og almenningur hefur enga rödd í ákvörðunum. Það eru fáir sem búa í lýðræðisríkjum og vildu skipta um umhverfi og búa í einræðisríki.
En þegar einræðisríki hópa sig saman, fara hinir mestu lýðræðissinnar og frjálslyndissinnar að taka mark á skoðunum og gerðum þessara sömu einræðisríkja. Slík samtök eru t.d. Samtök Arabaríkja, og Afríkusambandið. En þetta eru hvorki stærstu, né valdamestu samtök einræðisríkja í heiminum í dag. Þar slær Sameinuðu Þjóðirnar metið. Sameinuðu Þjóðirnar eru séðar af lang flestum einstaklingum sem samtök lýðræðis, mannréttinda og frelsis, og það er án efa satt við stofnum samtakana. Samtökin voru stofnuð af sigurvegurum Seinna Stríðs 1945 uppúr Þjóðarráðinu sem ekki hafði tekist að koma í veg fyrir stríðið. Ein undirstaða samtakana er Mannréttindasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, sáttmáli sem átti að koma í veg fyrir endurtekningu þeirra atburða sem urðu í einræðisríkjum öxulveldana. Þetta þrátt fyrir aðild Sovétríkjanna og Kína að stofnun samtakana. En meirihluti samtakana voru lýðræðisríki við stofnun þeirra, og er skipulag samtakana byggt á þeirri staðreynd. Síðan þá hefur margt breyst og í dag er meirihluti meðlimalanda Sameinuðu Þjóðanna einræðisríki þar sem frelsi, réttindi og lýðræði eru einskis merk. Þetta útskýrir margt í stefnu og aðgerðum (eða aðgerðarleysi) samtakana síðustu árin, en það lifir þó vel í þeirri mítu að Sameinuðu Þjóðirnar séu æðstu samtök lýðræðisins í heiminum. Það að einræðisríki bindist samtökum gerir hóp ákvörðun þeirra í alþjóðamálum á engan hátt lýðræðislegri.
Bók dagsins: Persepolis eftir Marjane Satrapi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.