Að vera skotmark hryðjuverkamanna. Eða; Vill Ingibjörg Sólrún mig feigann?

Einu sinni, var ég vegna starfs míns persónulegt skotmark hryðjuverkamanna af Keltneskum uppruna.  Ég ásamt öðrum sem gegndu sama starfi áttum yfir höfði okkar nokkur þúsund punda verðlaun fyrir dráp á okkur í heimi þessara manna.  Þessu fylgdi viss breyting á hegðunarmunstri eins og gefur að skilja.  Eins og að segja ekki ókunnugum frá hvað ég gerði, að skoða póstinn minn vandlega, og kíkja vel undir alla bíla sem ég var að setjast uppí o.s.frv.  Á þeim tíma sem ég gegndi starfinu lenti ég aldrei í neinum vandamálum, en þarf þó enn þann dag í dag að passa mig á hvað ég segi við suma persónuleikum frá Keltlandi.

Ég bjó á þessum tíma í Uxnafurðu og daginn sem ég fluttist þaðan á brott fannst sprengja í einum að búðunum sem ég sótti reglulega.  Sprengjunni hafði verið komið þar fyrir um það leiti sem ég flutti í bæinn, en tímarofinn í henni brást af einhverjum ástæðum.  Við höfðum því búið þarna bæði í sátt og samlyndi, ég og sprengjan, í jafn langan tíma, en hvorugt sprungið.

Síðasta árásin á mig kom þann 7da Júlí 2005 þegar aðrir hryðjuverkamenn, í baráttu fyrir öðrum málstað, sprengdu sjálfan sig og aðra í loft up handan við hornið heima, rétt eftir að ég mætti í vinnuna.  Þessu tók ég og aðrir með stóískri ró, enda er lítið hægt að gera sem almennur borgari geng svona hálfvitum.  Það eina sem viðgetum treyst á er að yfirvöldin reyni það sem þau geta að ná öðrum hálfvitum áður en þeir framkvæma næstu hryðjuverk.  En við búum þó við grundvallar vitneskju:  Það eru manngerður hugarheimur og kenningar sem réttlæta ofbeldisverk hryðjuverkamanna.  Það mun annað hryðjuverk gerast, og jafnvel verr en síðast, sama hve margir hryðjuverkamenn nást eða hve mörgum hryðjuverkum eru afstýrt.  Einungis barátta við hugmyndafæði gerendana hefur möguleika á sigri.  En á tímum Pólitískrar Rétthugsunar er lítill möguleiki á slíku og ég og meðborgarar mínir verðum því skotmörk áfram um óséða framtíð.

Nú vill hún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fara í heimsókn til hryðjuverkasamtaka sem fylgja nákvæmlega sömu hugmyndafræði og þeir sem reglulega gera árásir á mig og meðborgara mína.  Utanríkisráðherra vill vera “fyrst” til að viðurkenna samtökin og stjórn þeirra á Gaza.  Viðurkenning á samtökunum getur ekki verið annað en viðurkenning á hugmyndafræði þeirra.  Ég get því einungis áætlað að Ingibjörg Sólrún vilji drepa mig, þó hún fari kannski langa leið að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband