Býttar spilling einhvern diff?

Það virðist nokkur sátt um það meðal landsmanna að líta framhjá og fyrirgefa fljótt þeim fyrirmönnum lýðveldisins sem misnota valds sitt og ábyrgðastöður.  Þessi landlægja spilling og fyrirgreiðslupólitík er svo inngreipt að ef einhver setur fram spurningu við hegðuninni, eru viðbrögð spillenda yfirleitt blanda af hroka og furðu yfir ágengdinni.   Þeir sem svo ólíklega eru dæmdir fyrir gerðir sínar í þessum málum, eiga síðan auðvelda leið aftur í greni valdhafans í gegnum fyrirgefningu kjósenda sinna og flokksfélaga.

Jú, af hverju ætti það að skipta einhverju máli þótt að stjórnmálamenn og æðstu embættismenn þjóðarinnar syndi í spillingasýki yfirstéttarinnar?

Ástæðan er í raun mjög einföld; því eftir höfðinu dansa limirnir.  Spilling æðstu ráðamanna, hefur bein áhrif á spillingu almennings.  Ef þeir sem setja, framkvæma og dæma lögin geta ekki fylgt almennri og lögtekinni siðsemi, sér almenningur enga ástæðu til að gera það heldur.  Af hverju ættu landsmenn að telja fram hvern einasta unna aur til skatts ef ráðamenn þjóðarinnar veltast um í Rómverskur svalli siðblindunnar.  Af hverju ættu menn að fara eftir boðorðum manna og kvenna ef þau sömu gefa fjölskyldu og vinum sínum fyrirgreiðslu yfir almenna borgara.  Fyrirmanna sem nota fé þjóðarinnar í einkanot og kampavínsveislur, gæluverkefni til góða örfárra hræða, og hunsa algjörlega skoðanir þjóðarinnar (eins og í þátttöku í Íraksstríðinu)?

Í Bretlandi í síðustu viku kom út rannsókn sem sýndi að miðstéttin, venjulega fyrirmynd löghlýðni, er reglulega farin að brjóta hin ýmsu lög.  meðvital brutu 62% lögin reglulega.  Ef litið er á hegðun ríkisstjórnar Tony Blairs síðustu árin, kemur þetta ekki á óvart.

Fyrir utan öll þau vandamál fyrir efnahaginn sem spilling skapar, þá er siðblinda ráðamanna sorgleg, og er krabbamein í samheldni þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Alveg sammála og eftir höfðiu dansa svo sannarlega limirnir!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband