Að drepa fólk með góðmennsku

Afríka er eina svæðið í heiminum sem hefur ekki aukið velmengun sína síðasta áratugi, í raun er velmögnun í Afríku minni en fyrir 20 árum síðan.  Þetta eftir 40 ára þróunaraðstoð og þrátt fyrir að ekkert landssvæði í heiminum fái jafn mikið fé og Afríka.

James Shikwati efnahagsfræðingur frá Kenía setur fram ástæðuna og lausnina í einföldu máli: “Í guðanna bænum hættið þróunaraðstoðinni!”  Raunin er nefnilega sú að það er hjálparstarf og Þróunaraðstoð sem heldur fólkinu í fátækt og eymd í Afríku.  Þróunaraðstoðin gerir tvennt, hún heldur uppi rammspilltu stjórnvaldi og stjórnarkerfi, og heldur um leið niðri allri sjálfbærri efnahagsþróun.  Bóndi einn frá einu grMuturóðursælasta héraði Vesturafríku útskýrði þetta á einfaldann hátt fyrir hjálparstarfsmönnum Sameinuðu-þjóðanna og Rauðakrossins “Ég hef ekki ræktað neitt svo árum skiptir.  Hvernig í ósköpunum get ég keppt við kornið sem hjálparstofnanir gefa hugsanlegum kúnum mínu?”.

Efnahagsfræðingar Vesturlandana sem skoðað hafa Afríku enda á sama máli, en þrátt fyrir það er ekkert lát á “þróunaraðstoðinni”.  Eins og með margt annað, þá liggur annað á baki þessu en illa upplýst góðmennska.  Afríka er mikið forðabúr hráefna; málma, olíu og steinefna.  Til að hafa aðgang að þeim hráefnum er það Vesturveldunum til góða að dæla óendanlegri “Þróunaraðstoð” til Afríkuríkja, vitandi að hún eyðileggur allan efnahag landana.  Eyðileggingin gerir íbúana háða þróunaraðstoð og “mjúka” í samningaviðræðum.  Að sömu ástæðum er auðvelt að horfa framhjá spillingunni sem fylgir í kjölfarið.  Einfaldasta efnahagsfræði segir að það sé öllum til heilla að sem flestir hafi sem mesta efnahagsstyrk, þar sem fleiri geti þá keypt framleiðslu, og allir græði.  Þetta ástand er því þvert á það kapítalíska kerfi sem Vesturveldin hafa búið til.  En þar kemur grunnástæðan: ef Vesturlöndin hættu þessari þróunaraðstoð, þá býður bæði Kína og Indland á hliðarlínunni eftir aðgangi að sömu hráefnum, þeim til góða, og Vestrinu til miska.

 

Það er Íslensku ríkisstjórninni til heiðurs að taka sem minnstan þátt í þessari vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband