4.7.2007 | 06:58
Fólk sem trúir engu, trúir öllu
Eins og ég hef komið inn á áður þá er afleiðing kenningar Póst Móðernismanns (að hafa engar kenningar) sú að fólk er meira ginkeypt fyrir órökrænum hugmyndum. Eins slíkra er Samsæriskenningin. Samsæriskenningar ganga út á að leynimakk standi fyrir aftan mikilvæga atburði og stjórnmál líðandi stundar. Fylgjendur samsæriskenninga trúa því að einhver hópur valdamikilli manna taki ákvarðanir fyrir aftan lokuð tjöld, en noti síðan hinar ýmsu aðferðir til að leyna raunveruleikanum, raunveruleika sem samsæriskenningasinnar telja sig vita. Flestar eiga þessar Samsæriskenningar það sameiginlegar að meðlimir leynihópsins eru valdameiri en bæði almennur borgari og þeir sem hópurinn vinnur makvíst gegn. Samsæriskenningar eru því náskyldar Pólitískri Rétthugsun; sá sterkasti hefur rangt fyrir sér.
Meðal frægra Samsæriskenninga er t.d. morðið á Kennedy, Leynifélag gyðinga um heimsyfirráð, árásirnar þann 9 September, og tilvist geimvera á jörðinni Samsæriskenningar er ekki gamalt hugtak, en rekja má það til efnahagsrökræðanna á 20sta áratug síðustu aldar, þar sem kenningar um leynifélög auðmanna komu upp. Hugmyndin um Samsæriskenningar er þó eldri, en hún er náskyld áróðursherferðum stríðandi landa.
Ein elsta Samsæriskenningin er Heimsyfirráð Gyðinga, byggt á bók sem út kom í Rússlandi um 1890: The Protocols of the Elders of Zion eða Reglur formanna Síonista. Bókin var gefið út af Matvei Golovinski, rithöfund og njósnara sem vann fyrir Keisaralegu Rússnesku Leyniþjónustuna. Bókin byggir á eldra verki eftir Maurice Joly Dialogue aux Enfers entre Machiavel et Montesquieu, þar sem hann gagnrýnir valdagræðgi Napóleons III. Golovinski snéri þessu verki við og bjó til leyniskýrslu sem hann eignar gyðingum í stað Napóleons og króa hans. Í leyniskýrslu þessari leggja gyðingar á ráðin um hvernig þeir ætli leynilega að ná heimsyfirráðum. Bókin var skrifuð sem áróðursaðferð á móti uppreistarmönnum í Rússlandi og notar fordóma Rússnesks almennings með því að tengja aðgerðir stjórnarandstæðinga við gyðinga. Bókin náði barst fljótlega um alla Evrópu með öldu gyðingahaturs sem þar ólgaði. Í dag er þetta ennþá, þrátt fyrir sannanir um fals, ein vinsælasta Samsæriskenning kynþátta- og gyðingahatara um allan heim.
Uppruni samsæriskenninga er þrennskonar: Þær geta sprottið upp þegar stórtækir atburðir eiga sér stað, atburðir sem brjóta upp mjög reglubundið líf almennings. Almenningur leggur vantrú á að eitthvað af þvílíku magni geti umbreytni geti gerst og reynir að finna aðrar, og skipulagðar, ástæður fyrir atburðinum.
Í öðru lagi eru einstaklingar sem þjást af sálrænum (paranoia) kvillum og búa ósjálfrátt til slíkar kenningar, eða kynda undir tilbúnar kenningar.
Í síðasta lagi eru það hópar eða einstaklingar sem vísvitandi búa til og kynda undir Samsæriskenningar sem hluti áróðursherferð eða stríði sínu.
Meðal leyniþjónustumanna gildir regla um meðferð leyndarmála: Ef einn veit málið, er leyndarmálið í hættu að tínast, ef tveir vita málið er því haldið leyndu, ef þrír vita málið, er það ekki lengur leyndarmál, það mun einn daginn koma út. Þeim stærra sem leyndarmáli er, þeim fljótara er það að koma upp á yfirborðið. Í heimi Samsæriskenninga er þetta banabiti, þar sem margar kenninganna byggja á því að fjöldi manna viti málið, en haldi því leyndu alla ævi.
Samsæriskenningar eru því í raun skyldari trúarbrögðum en rökrænni heimsspeki.
Bók dagsins: The Plot: The Secret Story of 'The Protocols of the Elders of Zion' eftir Will Eisner
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fatta ekki alveg tengslin á milli. PMistar geta að vísu kosið að nálgst veruleikann frá því sjónarhorni að átök egi sér stað o.s.frv. Hinsvegar veit ég ekki um marga samsærinskenningamenn sem eru sértaklega PMískir. Í öllu falli sýnist mér að samsæriskenningar séu ekkert útbreiddari en t.d á miðöldum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 16:14
Ég tengi blindna trúa á samsæriskenningar við þá stöðu Póst Módernismans afskrifa allar kenningar; Kommúnisma, módernisma, os.frv. Þetta tel ég að hafi leitt til þess að almenningur verður mjög meðtækilegur fyrir órökrænum hugmyndum. Í stuttu máli ef ekkert er algjör sannleikur, þá hlýtur allt að búa yfir einhverjum sannleika.
Upprétti Apinn, 4.7.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.