Að koma á ábyrgðarfullum stjórnmálum á Íslandi

Þar sem viss tegund spillingar virðist menga allt Íslenska stjórnarkerfið, hef ég velt fyrir mér hvernig hægt sé að koma á ábyrgðarfullri hegðun í Íslenskum stjórnmálum?

  1. Það er grundvallar atriði að í lýðræðisríki sé einn maður með eitt atkvæði, án tillits til kyns, kynþátts, kynhegðun, efnahags, búsetu, háralits, eða gáfna.  Á jafn litlu landi eins og Íslandi ætti þetta að vera lítið mál.  Á fjögurra ára fresti ljúga hins vegar Íslenskir þingmenn að þjóðinni þegar þeir þykjast jafna kosningaréttinn, en alltaf án mikils árangurs.  Þeim virðist ómöglegt að telja upp á einum.  Einn Maður á að vera Eitt Atkvæði. PUNKTUR.  Ein augljósansa aðferðin til að ná þessu á Íslandi er að gera allt landið að einu kjördæmi.  Þá geta einstaklingar og flokkar boðið fram á landsvísu eða eftir héröðum allt eftir þeim stefnumálum sem þeir vilja vinna eftir.  Þeir frambjóðendur með flest atkvæði fara á þing.
  2. Aðskilnaður Framkvæmda-, löggjafar- og dómsvalds er algjörlega nauðsynleg til að hafa tök á hegðun stjórnmálamanna.  Hér á landi er allt valdið í hendi þeirra þingflokka sem forma ríkisstjórn.  Íslenska stjórnarkerfið er í raun líkari þingbundnu konungsríki þar sem ríkisstjórn (og þing hennar) eru í hlutverki "ráðgjafa" konungs, sem er í raun valdslaus að mestu.  Á Íslandi er konungur kosinn og kallaður forseti.  Þessu þarf að breyta.  Ísland er lýðræðisríki og þetta kerfi er óþarft og úrelt.  Kjósa þarf til þings og ríkisstjórnar í aðskyldum kosningur, og halda þeim valdssviðum einnig aðskyldum að öðru leiti.  Þingmenn, handhafar löggjafarvaldsins eiga ekki að sitja í valdastöðum í framkvæmdavaldinu.  Dómsvaldið (hæstaréttardómarar) þyrfti að vera valið af þinginu og þurfa síðan staðfestingu framkvæmdarvaldsins.  Þetta er kerfi sem önnur lýðræðisvöld vinna eftir og ætti ekki að vera ofar getu Íslendinga.
  3. Íslenska þjóðin á að hafa vald til að stofna til þjóðaratkvæða vegna einstakra mála og að geta rekið stjórnmálamenn og embættismenn sína ef slíkt á við.  Fyrirmæli ákveðins hlutfalls þjóðarinnar ætti að vera nóg til að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvert einstækt mál.  Ef þetta hefði verið við lýði á síðustu árum væru Íslendingar t.d. ekki í hópi ofbeldisaðila í Írak.

Þetta eru einfaldar en stórtækar breytingar.  Það er ekkert því til fyrirstöðu, hvorki í uppsetningu né framkvæmd, að þessar breytingar séu teknar upp af ríkinu.  Það verður þó aldrei gert, þar sem þeir sem þyrftu að samþykja þær eru þeir sömu sem mest njóta núverandi kerfis. 

Það er spurning hvort þetta yrði gott próf fyrir núverandi stjórnmálamenn:  Myndu þeir sem mest væru á móti þessum breytingum vera þeir sem mest græða á spillingu núverandi kerfis.  Þeir sem mest eru sannfærandi í mótstöðu sinni við breytingum, eru þá einnig kannski þeir sem bestir eru að njóta kerfisins án þess að upp komist..

Í svona kerfi færu þingmenn ekki á eftirlaun í Seðlabankann eða Sendiráðum landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband