Abraham Lincoln sagði einusinni Fjárhirðirinn rekur úlfinn frá hálsi kindarinnar og fyrir það þakkar kindin frelsara sínum. Á meðan fordæmir úlfurinn Fjárhirðinn fyrir sömu aðgerð og segir hann andstæðing frelsisins. Þetta kemur upp í huga mér þegar fylgjendur einhverra hugmyndastefnu eða annarar fordæma eitthvað sem sagt eða ritað er og særir trú/blygðunarkennd o.s.frv. Þeirra. Þeir sem heimta heftingu á málfrelsi, eru bundnir í hugarheimi alræðisins og eru í eðli sínu andstæðingar málfrelsis, lýðræðis og frelsis annara. Hræðsla frjálsra manna við að særa aðra með málfrelsi sínu byggir á hálfvitaskap pólitískrar rétthugsunar. Í dag myndi kindin einnig fordæma fjárhirðinn fyrir að svívirða trú úlfsins á úlfslindi sitt. Úlfurinn hefur jafnan rétt á að vera úlfur og fylgja eðli sínu eins og kindin að fylgja kindeðli sínu.
Einungis það sem er svívirðakennt er hægt að svívirða og málfrelsið er til staðar nákvæmlega sem vopn gegn svívirðilegum hugmyndum.
Winston Churchill sagði Áttu óvini? Gott, það þýðir að þú hefur staðið fyrir eitthvað einhverstíman á lífleiðinni. Er málfrelsi ekki eitthvað þessi virði að eignast óvini fyrir?
Þetta kom upp í hug minn við lestur greinar eftir Andrés Magnússon. Ef bara fleiri hefðu gáfur til að segja sannleikann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.