8.7.2007 | 20:12
Þjóðarskipulag borga
Evrópuríkin gætu kennt Íslendingum margt um skipulagsmál, enda eru ríkisstjórnir þar með langtíma skipulagsstefnu byggðri á rökrænni stefnumörkun þar sem öll áhersla er lögð á að viðhalda eða auka efnahagsvald borgana í alþjóðavæddum heimi.
Í gegnum Evrópu gengur lína sem vanalega er talað um sem Evrópska V-ganginn, eða stundum Gullni þríhyrningurinn. Þetta er lína sem liggur frá Lundúnum til Parísar og þaðan til Frankfurðu í Þýskalandi (stundum teygð til Dortmundar). Þetta er Efnahags Innbygging kjarnvelda Evrópu. Þessi gangur tengir sama 3 stærstu fjármálaborgir Evrópu og er vísvitandi til þess gerður að styrkja þær allar. Gangurinn samanstendur af lestakerfi, gatnakerfi, upplýsinganets og annarar innbyggingar ásamt skipulagi staða innan og meðfram þessum gangi. Ermasundsgöngin eru hluti þessa skipulags.
Tilvist V-sins hefur síðan haft víðtækari áhrif á skipulag annara landa í Evrópu. Hollendingar t.d. komu upp með Hringborgin sem er kerfi almenningssamgangna sem tengir saman allar helstu borgir Hollands inn á hringlaga línu innbyggingar, sem síðan tengist inn á V-ganginn.
Danir tóku við sér snemma, og ákváðu að til að halda í efnahagslega stöð landsins þyrftu þeir að gera Kaupmannahöfn að mikilvægum hlekk í þessu kerfi. Eystrasaltsbrúin er hluti þessa stefnu, og verður grunn uppbyggingu þessa stefnu lokið með byggingu nýrrar brúar frá Sjálandi til Þýskalands á næstu árum. Með þessu áætla Danir að Kaupmannahöfn verði þungamiðja á gangi sem fari frá Skandinavíu, í gegnum Kaupmannahöfn, Frankfurðu, París og til Lundúna. Hafi Dönum þá tekist að breyta Evrópska V-inu í Evrópska J-ið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.