Áfengi og skattar

Nú ætla Bretar að auka skatt á áfengi, og halda þannig Skandinavísku leiðina í þeim Pete-Doherty6"áfengisvörnum".  Þeir eru allt í einu orðnir fullir þeirrar fávisku að með því að auka kostnað drykku, þá muni ölæðum fækka.  Þessi púritanska hyggja er ráðandi í Norðanverðri Evrópu, og sérstaklega á Norðurlöndunum.  Sú staðreynd að þar sem áfengi er ódýrt, og allstaðar á boðstólnum, er minna um áfengisvandamál, virðist algjörlega fara framhjá púrítönum templaraheimsins.

Það væri kannski gáfulegra að hætta að flytja hetjufréttir af uppdópuðum "celebrities" í slef-fjölmiðlum, svo unga fólkið taki sér þá ekki til fyrirmyndar.

Af hverju halda stjórnmálamenn að skattar séu til þess gerðir að stunda einhverslags útópíska samfélagsmótun, í stað þess að vera til þess gerð að safna peningum fyrir ríkið eins og upphaflega stóð til.  Þetta er nánast jafn "gáfulegt" og að banna bjórinn, eins og beerfestÍslendingar gerðu í fávisku sinni í marga áratugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband