Hamas; Palestínski armur Múslímska Bræðralagsins og vinir Íslendinga

Íslendingar hafa verið að gæla við þá hugmynd að sitjast Hamas_Leader_ismail_haniyeh_at_rallyniður til viðræðna við Arabísku samtökin Hamas, og viðurkenna tilverurétt og stjórn þeirra Gaza í Palestínu.  En fáir virðast vita hvað Hamas er, stefnu þeirra og uppruna.

Hamas er Palestínskur armur Múslímska Bræðralagsins; alþjóðlegra trúarpólitískra samtaka Súnni múslíma.  Múslímska Bræðralagið var stofnað árið 1928 í Egyptalandi af Hassan al-Banna og útleggst stefna þeirra: “Alla er markmið okkar, spámaðurinn er leiðtogi okkar, Kóraninn er lög okkar, heilagt stríð er aðferð okkar.  Að deyja í leið Alla er okkar helsta von”.  Uppgangur Þjóðerniskenninga í kringum aldamótin 1900 var kveikjan að stofnun samtakana.  Al-Banna var mikill aðdáandi Hitlers, og skrifaði honum reglulega en samband þeirra átti eftir að aukast eins og seinna mun koma fram. Í augum al-Banna var kynþátta og þjóðernisstefna Egypta bundin í Múhameðstrúnni, þar sem Egyptaland, ásamt flestum löndum Súnni múslíma voru byggð menningu og kynþætti múslímskra araba.  Aðferðir Bræðralagsins sátu amufti_hitlernnarsvegar í samfélagsþjónustu við Íslamskan almenning, og hins vegar hernaði gegn þeim sem ekki meðtóku trúna, bæði úr hópi innfæddra og séðum nýlenduherrum Íslamskra ríkja.  Þetta ber að skoða í ljósi þess að rétt undir helmingur Egypta á þessum tíma voru Kopti Kristnir, og stórir þjóðfélagshópar Kristinna og Gyðinga bjuggu víðsvegar um Mið-Austurlönd, í mun meira mæli en er þar í dag.  Rík Mið-Austurlanda voru á þessum tíma að ná sér eftir upplausn Ottómans Heimsveldisins sem til kom vegna sjálfsstjórnarbaráttu Araba gegn Tyrkjum.  Arabar nutu stuðnings Breta og Frakka og sátu meira eða minna undir áhrifum Frakka og Breta á þessum tíma eftir Fyrri Heimsstyrjöldina..

Múslímska Bræðralagið, líkt og Evrópskir þjóðernisflokkar, setti upp heilsugæslustöðvar, skóla og aðra samfélagsþjónustu, bæði til að útbreiða kenningar sínar, og einnig til að safna fjármunum til hernaðaraðgerða.  Einnig komu þessar stofnanir til góða í þjálfun og þjónustu við heilaga stríðsmenn samtakana.  Ofbeldisverkum Bræðralagsins var þó haldið í skefjum að miklu leiti fyrir íhlutun Breskra yfirvalda í Egyptalandi, en Stríðið átti eftir að opna aðrar leiðir fyrir Bræðralagið.grand_mufti_ss2

Einn helsti hugmyndaleiðtogi Bræðralagsins og leiðtogi þeirra í Palestínu var Æðsti Múftinn af Jerúsalem.  Múfti er einskonar Biskup Múhameðstrúarinnar, og gerði hann yfirráð Íslam yfir allri Ísrael að einu mikilvægasta markmiði samtakana.  En undir stjórn Breta höfðu gyðingar fengið aukna sjálfsstjórn á sínum svæðum í Ísrael.  Múftinn var lykilmaður í að kom á en nánara sambandi milli Múslímska Bræðralagsins og Þjóðernissósíalistaflokks Þýskalands á stríðsárunum.

Við upphaf Stríðsins vann bræðralagið að skæruhernaði gegn Bretum, ekki ósvipað því sem Franska andspyrnan gerði í Þýskalandi.  Skæruhernaðurinn var studdur af HamasÞýskalandi og átti að enda í alsherjar uppreisn í Egyptalandi í sameiginlegum aðgerður með Þýska Eyðimerkurher Rommels.  Bretar komust þó á snoðir um áætlunina og handtóku í einum svipan helstu leiðtoga samtakana í Egyptalandi, og gerðu þar með útaf við aðgerðina.  Ef uppreistin hefði tekist, hefði útkoman úr stríðinu orðið önnur, að minnsta kosti í Mið-Austurlöndum.

Í gegnum stríðsárin bjó Múftinn af Jerúsalem í Berlín, og í gegnum þau tengsl gengu margir meðlimir Bræðralagsins í Múslímsku SS sveitirnar, og fylltu tvö herfylki; hin svokölluðu “Handjar” Múslíma Herfylkin.  Herfylkin börðust aðalega í Júgóslavíu og á Austurvígstöðvunum, en endanlegt markmið þeirra var innrás í Mið-Austurlönd og Arabíuskagann.  Þetta rann þó út í sandinn við afhroð Þjóðverja.child_suicide_bomber

Örlög Bræðralagsins urðu önnur en annara Þjóðernissamfélagsflokka eftir Stríð.

Breska leyniþjónustan sá að Bræðralagið væri verðmæti og kom í veg fyrir að þeir væru dregnir fyrir alþjóðadómstóla.  Þeir komu því á tengslum við Bræðralagið, og unnu þeir sameiginlega að aðgerðum gegn fyrst sjálfsstæðisbaráttu gyðinga í Ísrael, og síðar (með CIA) gegn uppgangi Sósíalista og Kommúnista í Mið-Austurlöndum og Afganista.

Með þessari blöndu af samfélagþjónustu og ofbeldi náði Bræðralagið fljótlega fótfestu sem stórfelt pólitískt afl í Egyptalandi og nágrannaríkjunum, en völdin sköpuðu togstreitu milli þeirra og annara pólitískra afla þessara landa.  Á endanum voru samtökin bönnuð í Egyptalandi og mörgum öðrum ríkjum Miðausturlanda, en þau eru þó ennþá öflug, stundum í leyni en oft undir öðru nafni.  Baráttan gegn samtökunum ásamt viðurkenningin á Ísrael er ástæðan fyrir því að Sadat, forseti Egyptalands, var myrtur af meðlimi Bræðralagsins árið 1981.

Islamic_califateStefna samtakana er óbreytt í dag, og byggist á að endurreisa Íslamska heimsveldið (undir stjórn Araba) í öllum löndum sem Íslam hefur áður ráðið yfir (Íslamska kalífaveldið). Að koma á Íslamskri alræðisstjórn yfir svæðinu og útrýma öðrum trúarbrögðum frá því svæði.

Vilji Íslenskra stjórnmálamanna, sem teljast venjulega vinstramegin við miðju, að viðurkenna og hefja viðræður við Múslímska Bræðralagið virðist kannski einkennilegt við fyrstu sýn, en er í raun það sem almennt er að gerast í vestrænum stjórnmálum.  Gifting frjálslyndra vinstrimanna og öfgafullra múslíma byggist á hatri á Ísrael og Bandaríkjunum, og tekur fram öðrum skoðunum og stefnum sem eru algjör andstæða.  Þróun þessa sambands verður áhugavert að skoða á næstu árum.  Spurningin verður hvort hið Frjálslynda Vinstra færist í átt til Þjóðernissósíalismans, eða hvort uppúr slitni úr þessu sambandi, og þá hvað það taki til að slík slit gerist.

Til skamms tíma verður áhugavert að sjá hvort talsmenn Hamas taki í höndina á Utanríkisráðfrú, sem er bæði trúvillingur (infidel) og kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur alltaf þótt það furðulegur angi af vestrænni hugmyndafræði að líta svo á að þjóðir eigi að hafa vald en séu samt ekki gerendur. Hérna vilja sumir meina að við eigum að viðurkenna Hamas vegna þess að samtökin komust til valda lýðræðislega. Er ekki eðlilegt að þjóð taki afleiðingunum af því að kjósa yfir sig öfgamenn?

Ég man nú reyndar ekki eftir miklum mótmælum "frjálslyndra vinstrimanna" þegar Austurríki var einangrað á mörgum sviðum í kjölfar þess að Jurg Heider og hans lið fékk aðild að stjórn.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Upprétti Apinn

Ég mæli með bókinni The Retreat of Reason, eða bókinni What´s Left sem báðar koma með skýringu á þessu sambandi öfgamanna og frjálslyndra vinstrimanna.  Þær finnast báðar á listanum hér til vinstri.

Upprétti Apinn, 11.7.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband