Menntastefna Breta, eđa; ađ ala vitleysinga

Stefna Breska Verkamannaflokksins í menntamálum er einkennilegt fyrirbrigđi og ekki til eftirbreytni.  Hér áđur fyrr voru skólar á fjölbrautarskólastigi (til 18 ára aldurs) í Bretlandi ţrennskonar: Comprehensive school sem er einskonar fjölbrautarskóli, Grammar School sem er einskonar menntaskóli, og síđan Public School, sem eru einkaskólar.

Comprehensive skólarnir voru opnir öllum nemendum úr öllum stéttum, en upp úr ţeim, og neđri deildum skólana völdust bestu nemendurnir í Grammar skólana.  Ţeir sem síđan sátu í Grammar skólunum urđu ađ halda einkunnum sínum uppi til ađ falla ekki út og fara niđur í Comprehensive skólana.  Public skólarnir voru síđan fyrir ţá sem gátu borgađ skólagjöld og voru utan ţessa kerfis, ţađ er efstu stéttum landsins.  Nemendur ţar skiptust minna niđur eftir getu, ţó fór ţađ einna helst eftir einstćđum skólum.

Ţetta Grammar skólakerfi virkađi vel og margir helstu leiđtoga Breta á öllum sviđum komu úr ţeim skólum.  Ţetta var kerfi sem ýtti undir ţá sem best gátu.  Ţeir bestu úr Grammar skólunum fengu pláss í bestu háskólum landsins, óháđ stétt eđa fjármunum ţeirra og fjölskyldu ţeirra.  Ein versti ójafnađurinn var ţó ađ lélegri nemendur úr Public skólunum komust framar í röđina inn í góđa háskóla en góđir nemendur úr Grammar skólunum.  En ţví var ekki alsráđiđ.  Ţeir Public skóladrengir sem ekki sýndu sérstaklega góđar framfarir í menntun voru sendir í herskólann ađ Sandhurst og ţađan í herinn, og stúlkur voru sendar í giftingaleiđangra eđa annađ ţvíumlíkt.  Winston Churchill er einn ţeirra sem voru sendir til Sandhurst vegna lélegrar menntagetu.

Ţetta val og hćfnisbarátta nemenda hefur alltaf fariđ einkarlega illi í Verkamannaflokkinn, og hefur stór hluti ţess flokks fariđ fram á ađ öll próf, og val eftir hćfni í háskóla verđi afnumiđ.  Einkaskólar eru nú í mikilli afturför, og vinnur ríkisstjórn Verkamannaflokksins ađ ţví ađ gera útaf viđ ţá vegna stéttaskiptingarinnar sem ţeir eru hluti ađ.  Ţađ er gott og gilt, en sama árásin gengur á Grammar skólana sem eru nú orđnir fáir eftir.  Svar Verkamannaflokksins viđ menntamálum er ađ koma upp svokölluđum City Academy skólum, ţar sem allir nemendur fá menntun óháđ hćfni.  Háskólar verđa síđan ađ sanna ađ ţeir taki inn ţverskurđ af ţjóđfélaginu, en velji ekki eftir prófum eđa viđtölum...

Ný afhjúpuđ stefna hins nýja forsćtisráđherra gengur enn lengra og mun umbreyta öllum lćrdómi menntakerfisins.  Lestur, skriftir og reikningur verđa skyldufög, en allt annađ fer eftir vali hvađa kennarana sjálfra.  Ađ auki á ađ skera niđur magn lćrdóms yfir daginn um 1/3.  Sá tími sem síđan ávinnst eiga kennarar, og betur gefnir nemendur, ađ nota í ađ kenna ţeim sem hafa minnstu getuna, til ađ allir haldi sama menntunarhrađanum í kerfinu.

Í stuttu máli eiga allir ađ vera jafn menntađir eftir námiđ, og fer sú menntun eftir heimskasta nemandanum í kerfinu.  Og svo skilur enginn af hverju svona stórt hlutfall ungs fólks í Bretlandi lćtur eins og hálfvitar ađ menntun sinni lokinni.

Útópísk heimska hins gamla Kommúnisma (allir SKULU vera jafnir) er enn viđ lýđi.  Jöfnunin fellst í ađ allir séu jafnir á viđ mesta aumingjann í ţjóđfélaginu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband