13.7.2007 | 18:28
Gerum fleiri forganga fyrir vildarfarþega Efristéttarinnar!
Úr því að ríkið er farið að veita þeim efnameiri forgang í vopnaleit á alþjóðaflugvelli íslendinga er tilvalið að nota tækifærið og ganga alla leið í þeim málunum! Það eru nóg af tækifærum til að liðka til fyrir vildarfarþegum sem greiða fyrir það sérstaklega.
- Dómsmál: Um að gera að þeir sem hafi dýrari lögfræðinga fá forgang í dómskerfinu. Hraðari og vinalegri samskipti ætti að vera hluti af þjónustunni.
- Fangelsi: Þeir sem eru efnameiri í þjóðfélaginu, og eru svo óheppnir að lenda í fangelsi ættu náttúrulega að fá forgang og hraðari þjónustu í fangakerfinu. 20 mínútna bið fyrir almenning er 1 mínúta fyrir efristéttina. Það er því auðséð að 20 ár ættu að klárast á einu ári fyrir þá efnameiri.
- Lóðaúthlutanir: Þeir efnameiri ættu náttúrulega að ganga fyrir... ó
- Kosningar: Þeir sem eiga fleiri eignir borga hærri skatta. Þeir ættu því að fá fleiri atkvæði er það ekki. Þetta hefur reindar verið málsvörn landsbyggðarinnar sem vill halda atkvæðamuninum spurning hvort þau gefi það eftir.
- Umferðin: Það er augljóst mál að hinir efnameiri eiga ekki að þurfa að sitja í umferðarteppu með skítugrum almúganum. Það ætti því að taka frá sérstaka akgrein bara fyrir þá.
- Hraðatakmarkanir: Ættu því einnig að gilda bara fyrir almúgan en ekki fína fólkið sem þarf að flýta sér.
Auðvitað er hægt að einkavæða eitthvað af þessu fyrst til að Þetta (sé) ekki stjórnsýsla, eins og hinn ágæti Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir. Svo almúginn gjammi ekki um þetta.
Þetta eru eingöngu fá dæmi, en það hljóta að vera fleiri. Það gengur náttúrulega engan vegin upp að fólk sem eignast hefur peninga þurfi að fá sömu meðferð í þjóðfélaginu eins og illa lyktandi almúginn sem á bara skuldir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.