Tinni Nasisti

Rödd pólitískrar rétthugsunar er í hávegi höfđ í landi Elísabetu frćnku.  Nýjasta herferđin sem hópur Guardian lesandi frjálslyndra vinstrimanna er ađ kljást viđ er gegn kynţáttahattaranum Belgans Herge og sköpunarverki hans Tinna.Tintin-au-Cogo

Tinni er sagnabálkur samnefnds fréttasnáps frá Belgíu sem ferđast um hin ýmsu menningarsvćđi međ ţađ helst ađ markmiđi ađ leysa glćpi og bjarga ţeim sem er bjargarţurfi.  Oftast einn síns liđs, eđa stundum međ hjálp Kolbeins Kafteins vinar síns (og hugsanlegt ástmanns).  Tinnabćkurnar eru óvéfengjanlega barn síns tíma, og lýsa heimi sem til var milli stríđa árana og til loka sjöunda áratugarins.  Tinni byrjar ţví sem tvíddklćddur millistéttamađur og endar sem gallabuxnaklćddur bítnikk.

Tinni er teiknimyndapersóna og eru teikningar af ţeim kynţáttum og ţjóđum sem hann fyrirhittir teiknađir sem í ţeim absúrd teiknimyndastíl sem ćttađur var frá blöđum eins og Speglinum eđa Punch.  Kínverjar eru Kínverjalegir, Indjánar indjánalegir, Skotar allir í pilsi og Austur-Evrópumenn allir međ sítt yfirvaraskegg. 

pohori_futa_dzalon11Ţetta fer ofbođslega fyrir brjóstiđ á Pólitískum Rétthugsuđum.  Viđ eigum jú öll ađ vera jöfn, öll ađ vera eins.  Ţar á ofan er Tinni pólitískur.  Ţađ er ađ segja međ ranga pólitík, hann fylgir ekki pólitískri rétthugsun, sem í dag er eina pólitíkin leift í barnaefni og fjölmiđlum Vestrćnna ríkja.  Öll dýrin í skóginum eiga ađ vera vinir, og lifa í Alţjóđasamfélagi sem er kynlaust, menningarlaust, og ţar sem allir eru sammála (á pólitísk rétthugsandi máta).  Ţeir einu sem gera eitthvađ rangt eru bara misskyldir, áttu erfiđa barnćsku, tja eđa jú eru hvítir og Amerískir.

Herge var mikill andkommúnisti og skrifađi fyrir mjög hćgrisinnađ blađ á milli stríđa og á međan Seinni Heimstyrjöldinni stóđ.  Fyrsta Tinna bókin, sem ekki hefur komiđ út á Íslandi svo ég viti, er “Tinni í Sovétríkjunum” mikill andkommúnískur áróđur.  En hann var reyndar jafn mikiđ á móti fasistum og Öxulveldum ţeirra ţó hann hafi fariđ varlegar í ţađ ađ gagnrýna ţá opinberlega; “Tinni og Blái Lotusinn” er skrifuđ 1934 gegn Jöpunskum hernađaríhlutunum í Kína.  “Veldissproti Ottókars Konungs” 1938 er leynd gagnrýni á Nasistaríki Ţýskalands og önnur fasistaríki Evrópu, en Bordúría í ţeirri bók og fleirum, er fantasíuland byggt á Ţýskalandi og slíkum ríkjum á 3ja áratugnum.

Í gegnum bćkurnar koma upp gagnrýni á sérvitra auđmenn, Suđurameríska pólitískusa, feitar óperusöngkonur, Englendinga, mafíaósa, nasista, kommúnista, slćvísa vísindamenn, Ítalska ökumenn og Gríska auđjöfar svo fátt eitt sé nefnt.

Bókin sem verst fer í taugarnar á Pólitískum Rétthugsuđum međ blćđandi frjálslyndishjarta erherge4 auđvitađ Tinni í Afríku, ţar sem Tinni ferđast um Belgísku Afríku á Nýlendutímanum og bjargar öllum sem hann hittir líkt og vanalega.  Afríkumenn, svartir međ stórar varir (ó guđ!) eru ţar sýndir í kímnum múnderingum sem blandast af afrískum búningum og illa förnum notuđum Evrópskum fatnađi.  “Slíkt er náttúrulega niđurlćgjandi og óhugsandi eins og viđ vitum sjálf“ kveđa viđ talsmenn réttlćtisins á leiđinni sinni međ notuđu fötin í söfnun Rauđakrossins...

Tinni er reyndar vinsćll í fyrrum lýđveldum Belgíu, og vinsćlasta bókin ţar er...  “Tinni í Kongó.”


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband