Bókabrenna Pólitískrar Rétthugsunar

Ef bækurnar um Tinna verða bannaðar vegna fordóma sem þar finnast, þá gengur ekki að láta þar við sitja.  Ég setti því samann uppkast af öðrum bókum sem þyrfti að brenna:

 

  1. Shakespear.  Kvenfólk þar er undirgefið manni sínum, og gefur "Hristispjót" ranga hugmynd um getu kvenfólk og jafna stöðu þess við karlmenn.  Geðsjúklingum er lýst sem illmennum og gyðingahatur er augljóst t.d. í Verslunarmanninum frá Feneyjum.
  2. Allar Norrænar Sögur:  Aftur fullar af kvenfyrirlitningu, og fólki af Keltneskum ættum er lýst sem þrælum.  Þrælar eru þar líka drepnir reglulega fyrir engar sakir.
  3. Grískar fornbókmenntir: kvenfyrirlitning og kynþáttahatur.  Persum er t.d. lýst sem hommum.  Já!; og fordómar gegn samkynhneigðum.
  4. Klassískar rómverskar bókmenntir:  Kynþáttafordómar, stríðsást, kynjafyrirlitning o.s.frv.
  5. Biblíuna:  Fordómar gegn þeim sem ekki fylgja trúnni, kynjamisrétti, fordómar gagnvart Faríseum og Rómverjum.
  6. Kóraninn:  Pedófílía, Kynþáttafordómar, Trúarfordómar, kynjafordómar... í raun Hatur á öllum sem ekki eru karlmenn og fylgjendur Íslam.
  7. Símaskráin: fordómar gagnvart þeim sem eru með eftirnöfn (þau koma síðast) og fordómar gegn fólki sem ber nafn sem kemur aftar í stafrófsröðinni.
  8. Og á meðan við erum á því sviði; Stafrófið.
  9. Strumparnir: Ein sagan segir fá því þegar Strumparnir fá sjúkdóm sem gerir þá svarta.  Þeir verða líka illir í leiðinni.  Í strumpinn með þessa strumpuðu fordóma!
  10. Allt um fjölskyldu jólasveinana: fordómar gegn Þéttvöxnum og háum konum sem búa í hellum.
  11. 1001 Nótt:  Þrælar, kvenfyrirlitning o.s.frv.
  12. Halldór Laxnes:  Skrifar ekki um alþjóðasamfélagið.  Útlendingahatur í Atómstöðinni (það eru samt Ameríkanar, svo það er kannski í lagi)
  13. Orðið Svart: lýsingarorð sem ber með sér fordóma.  Ætti að breyta í “andstæðahvítssemsamterjafnrétthárlitur”, ja eða bara “nýhvítur”
  14. Hringadróttinssagan:  Kynþætti Orka er lýst sem alillum og engin tilraun gerð til að skilja lögmætar kröfur þeirra og væntingar.  Engin kona heldur í Félagsskap Hringsins.
  15. Faðirvorið:  FAÐIRvorið...
  16. Allar bækur frá miðöldum:  trúarfordómar, kynjafordómar, kynþáttafordómar.
  17. Ég gæti haldið áfram.  Þetta verður rosaleg brenna!

 

"Þetta er bara forleikur.  Þar sem þeir brenna bækur, þar enda þeir á að brenna manneskur."

 (þýska: “Das war Vorspiel nur. Dort, wo man Bücher verbrennt, verbrennt man am Ende auch Menschen.”)
- Heinrich Heine, Almansor (1821)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband