15.7.2007 | 10:54
Írak og Sagnfræðin
Irwin Stelzer rithöfundur segir frá því í The Sunday Times fyrir nokkra þegar hann snæddi hádegisverð með George Bush Bandaríkjaforseta. Með þeim snæddu Andrew Roberts sagnfræðing, Dick Cheney, Gertrude Himmelfarb sagnræðing, Norman Podhoretz Ný-Íhaldsinna, og guðfræðingnum Michael Novak. Tilgangur Hádegisverðarins var að ræða um hvað sagan gæti kennt Bandaríkjastjórn varðandi Stríðið í Írak. Eitthvað sem Bush hefði kannski átt að kanna áður en hann hóf þetta vanhugsaða stríð. Lexíurnar sem sagnfræðingarnir voru sammála um voru á endanum þessar:
- Ekki dagsetja lok hersetunnar. Bretar gerðu það í Indlandi, og einni mínútu eftir miðnætti, og fráhvarf Breta, hófst ofbeldisalda sem lauk með 700.000 mannsdrápum. Svipaða sögu má segja um Algeirsborg við fráhvarf Frakka. Lönd eins og Malasía og Kórea sem bjuggu við áralanga hersetu sem fjaraði smátt og smátt út héldust friðsæl þrátt fyrir ofbeldisfullt upphaf hersetunnar.
- Vilji vinnur auð. Rómverjar, Keisarar Rússa og fleiri féllu fyrir fátækari öflum þar sem staðfesta yfirvaldana var ekki nógu öflug, en óvinurinn var viljasterkur.
- Ekki vera hræddur við að fangelsa óvininn í langan tíma. Þetta virkaði í Írlandi og í Seinni Heimsstyrjöldinni. Frelsi ætti einungis að koma eftir sigur.
- Haldið í samstöðu Ensku mælandi ríkja. Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland eru bakbein Bandalagsríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Söguleg samstaða þessa menningarheims er óvéfengjanleg.
Þó þetta sé byggt á sögulegum staðreyndum, þá held ég að það sé einnig litað Íhaldslegum formerkjum. Þeir loka augunum fyrir menningarlegum breytum í dæminu. Írak er múslímaríki, og er trúin, undirstaða menningarinnar, uppbyggð á ofbeldisfullri baráttu við trúvillinga. Það er mjög ótrúlegt að andspyrnan gegn Amerískum og Breskum trúvillingum fjari út til langs tíma. Þolinmæði lýðræðisríkja er mjög takmörkuð í stríðum sem eru utan beinna heimavarna. Bandaríkjamenn voru t.d. búnir að vinna Víetnam stríðið (með sigrinum í Tet-orustunni), þegar þolinmæði Bandarísku þjóðarinnar rann út. Þeir því í raun unnu stríðið, en töpuðu friðnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.