15.7.2007 | 17:33
Einhæfur áróður “frjálsra” fjölmiðla.
Það eru sterk rök fyrir því að vestrænir fjölmiðlar, og þá sérstaklega þeir Evrópsku, séu fylgjando mjög einhæfri og inngróinni pólitískri hugmyndarfæði. Þeir eru yfir höfuð andstofnanasinnar, frjálslyndir, vinstrisinnaðir og pólitískt rétthugsandi. Það er með undantekningum að það heyrist aðrar skoðanir í þeim. Fremstir í þessari stefnu á Bretlandseyjum eru Guardian dagblaðið og stórveldi BBC.
Þetta væri ekkert athugunarvert við þetta ef þetta væru skoðanir mikils meirihluta almennings, enda hafa fjölmiðlar ávalt unnið undir samfélagsvitund hvers tíma. En nútíma fjölmiðlar eru undantekning, og hafa fjölmiðlamenn oftar en einusinni orðið agndofa yfir þeirri staðreynd að almenningur er ekki á sömu skoðun og þeir eru. Antony vill ekki kalla þessa hugmyndafræði "frjálslyndi" í eiginlegri meiningu þess hugtaks, heldur "fjölmiðlafrjálslyndi".
Upphaf þessa hugmyndafræða er barátta eftirstríðskynslóðarinnar á 5da og 6da áratugnum, barátta gegn öllu sem taldist kapítalískt og stofnanalegt af háskólanemendum þess tíma. Þessi hugmynd hefur síðan orðið algjörlega ráðandi í fjölmiðla- og listakúrsum vestrænna háskóla. Fjölmiðlafrjálslyndi er mantra þeirra sem útskrifast úr fjölmiðlakúrsum og þar af leiðandi óvéfengjanleg trúfesta nútíma fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir nútímans eru framleiddir af og skrifaðir fyrir stétt Borgaralegu-fjölmiðla-listabrautar-stúdenta, sem hittast á kaffihúsum eða í matarboðum hjá hverjum öðrum. Þar sem þeir njóta sín í endalausum kjaftagangi til uppörfunar á eigin trúfestu. Tilfinningarök og Pólitísk Rétthugsun eiga meira gildi en sú rökhyggja sem Vestræn menning hefur byggst á síðan á upplýsingaöldinni. Mér voru sýndir ljótir hlutir af Palestínumönnum í Palestínu, og því eru allir Ísraelsmenn illmenni.
Íslenskir frétta og fréttaskýringamenn eru engir aukbitar þeirra erlendu.
Þessi einhæfa staðfesta grefur á endanum undan trúverðugleika fjölmiðla, og almenningur fer að leita annað til að finna það sem hann trúir að sé rökrænni sjónarhorn t.d. á netið (sem seint telst vetfangur staðreynda). Traust almennings, byggt á staðreyndum og trúverðugleika, er það sem vald fjölmiðla byggir á. Án þess eru þeir úreltir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2009 kl. 11:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.