17.7.2007 | 19:29
Nútíma Herfræði: Stríðið gegn Hryðjuverkum er rangnefni
Bandaríkjamenn eru óvéfengilega í forystu Vestrænar þjóða, og viljandi eða óviljandi, meira eða minna eru Vesturveldin í stríði sem Bandaríkin kalla Stríðið gegn Hryðjuverkum. Sem er mjög furðuleg stríðsyfirlýsing í augum allra sem lært hafa eitthvað um herfræði. Hryðjuverk er ekki land, hópur eða hugmyndafræði, hryðjuverk er aðferð notuð í hertækni sem í dag er kölluð Fjórða Kynslóðar Stríð (Fourth generation warfare (4GW)).
Skilgreiningin á þessari Hertækni var sett fram af herforingjum í Bandaríska Hernum árið 1989, og byggðist á útkomu stríðanna í Víetnam og Afganistan. Fjórðu Kynslóðar Stríð (FKS) er samt ekki ný aðferð í stríðstækni þó hún sé á síðustu áratugum orðið ráðandi aðferð í stríðsrekstri, en hún hafði ekki áður verið skilgreind sem sérstök hernaðartækni sem getur unnið stríð.
Fyrsta kynslóðin: Hertækni þar sem herflokkar berjast og hreyfast til í skipulögðum línum eða röðum. T.d. Rómversku skjaldborgirnar og skotlínur á tímum Napóleonsstríðanna.
Önnur kynslóðin: Hertækni þar sem Herflokkar nota skotfæri til að yfirbuga óvininn, og færa sig þannig smátt of smátt fram á vígvöllinn. Fallbyssur og önnur óbein skothríð er mikilvægasta vopnið í orrustum. Seinni Heimstyrjöldin var byggð á þessari hertækni að mestu.
Þriðja Kynslóðin: Hertækni þar sem hermenn færa sig leynt inn í víglínu óvinarins til að eyðileggja víglínuna, frekar en að eyða herafla óvinarins með beinum árásum. Djúpar víglínur skapast til að verjast þessari tækni. Falklandseyjarstríðið var barist með þessari aðferð.
Fjórða kynslóðin er hertækni þar sem hópar (en stundum ríki) nota ýmsar aðferðir til að skapa glundraða, óvild og raunverulega eða tilgerða lögleysu í hegðun óvinarríkisins. Eitt megin markmiðið er að fá ríkið til að eyða mannafla og fjármunum í stríðsrekstur án samsvarandi útkomu og um leið til að koma af stað svo hörðum reglum innan óvinarríkisins að það eykur óreglu hjá óvininum. Þangað til óvinarríkið gefst upp.
Hernaður Fjórðu Kynslóðarinnar er tilbúinn til að eyða öllum gæðum landsins sem barist er um þar til óvinurinn missir áhugan á landinu. Þessi hertækni er jafn gömul þrælauppreistnum og borgarastríðum, en sigur Norður-Víetnama á Bandaríkjamönnum á sjöunda áratugnum sýndi í fyrsta skiptið hve áhrifarík þessi aðferð er gegn ráðandi og staðföstum herstyrk og að hægt sé að vinna fyrri kynslóðir hernaðartækna eingöngu með þessari aðferð.
Fjórða Kynslóð Stríðs byggir ekki minna á Áróðri en Hernaðaraðgerðum, en áróður þarf að vera óaðskiljanlegur hluti heildar stefnunar til að Hernaðartæknin gangi upp.
Hernaðaraðgerðir
Skæruhernaður: Beinar hernaðaraðgerðir sem notaðar eru gegn her, lögreglu, öðrum valdastofnunum eða efnahagsskotmörkum til að skapa glundraða í baráttumöguleikum óvinarins. Skæruliðar eru þjálfaðir, útbúnir og skipulagðir líkt og reglulegir hermenn.
Andspyrna: Er barátta valdalítils hóps þjóðfélagsins gegn valdamiklum hóp þjóðfélagsins. Getur innihaldið sömu skotmörk og Skæruhernaður en eru oft víðtækari og ráðast einnig á pólitískar stofnanir og einstaklinga. Andspyrnumenn eru yfirleitt óbreyttir borgarar og/eða leyniþjónustumenn óvinaríkja.
Hryðjuverkahernaður: Er ekki bundin við valdabaráttu innan eins þjóðfélags, en getur verið tengd einum þjóðfélagshóp eða verið algjörlega alþjóðleg. Hryðjuverk eru stunduð gegn öllum mögulegum skotmörkum innan samfélagsins, óháð afstöðu þeirra til málefnisins sem barist er fyrir eða tengsla við valdastöðu eða valdagetu óvinarins. Allir sem ekki eru hluti hryðjuverkahópsins og/eða hugmyndafræðinnar eru lögmæt skotmörk.
Áróður:
Að brjóta vilja óvinarins til að berjast: Vilji til ótakmarkaðs ofbeldis, séð geta til ofbeldisverka og getuleysi til varnar er margfölduð í áróðrinum, til að brjóta niður baráttuvilja stjórnar óvinarins og stuðning almennings við stjórnina.
Að brjóta samfélagssamheldni óvinarins: Óvinurinn látinn trúa því að stríðið og ofbeldisverk þess sé þeim og samfélagi óvinarins að kenna fremur en stríðsaðilanum. Óvinurinn er fenginn til að trúa því að samfélagið hafi minna sameiginlegt innan þess, en hlutar þess hafi með stríðsaðilanum.
Friðarvilji stríðsaðilans: Óvinurinn látinn trúa á raunverulegann eða óraunverulegann friðarvilja stríðsaðilans.
Uppgjöf: Óvinurinn látinn trúa því að uppgjöf og eftirlátsemi við öllum kröfum stríðsaðilans sé eina leiðin út úr stríðsátökum.
Markmið Fjórðu Kynslóðar Stríðs er pólitísk og menningarleg uppgjöf óvinarins frekar en sigur á her óvinarins. Eins og áður gat um þá gáfust Bandaríkjamenn upp í stríðinu í Víetnam vegna þess að samfélag og stjórnmálin heima höfðu gefist upp. Herinn hafði í raun unnið fullnaðarsigur á bæði Norðurvíetnamska hernum og VíetKong skæruliðunum í Tet orrustunni. Ho Ci Min hafði þar veðjað öllum herstyrk sínum á eina alsherjar orrustu, og tapað gjörsamlega. En of seint fyrir Bandaríska herinn og baráttuvilja Bandaríkjamanna.
Í umræðunni um öryggisskipulag Íslendinga og varnarmál þarf að taka viðmið af öllum kynslóðum herfræði og skipuleggja varnir landsins út frá því, bæði í sóknar og varnarstöðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.