Rangur maður með Rangar skoðanir

Ég er einn þeirra sem nota þennan dagbókarvetfang til að skrifa niður hugsanir og málefnakrufning án sérstaks tilgangs eða markmiða til persónulegs ávinnings.  Það er í raun ástæða þess að ég skrifa ekki undir eigin nafni; ég er ekki að nota vetfanginn í eigin tilgangi.  Ef einhverjir vilja eiga við mig rökræður um einhver málefni yrði ég ánægður, en tilgangurinn er kannski frekar að festa hugmyndaheim þann sem ég skynja í hinum daglega umheimi á blað (svo að segja).  Ég veit að það eru margir með mikla andúð á nafnleysi í þessum tölvuheimi, en það ætti ekki að vera erfitt fyrir þá að finna persónuupplýsingar mínar ef þeim liggur svo á, þar sem ég skrifa undir kennitölu minni á þessum vef.

mban1758lKannski fullur af nautn nafnleysis míns, þá datt mér í hug að nota tækifærið og gera nákvæmlega það sem andstæðingar nafnleysis býður við hvað mest.  Ég ætla að koma fram með vondar skoðanir.  (Eða kannski hef ég gaman af því að stríða  fólki?)

Prófessor Harald sagði einusinni við mig að einungis tvær rökvísur væru viðurkenndar sem staðreyndir, Darwin kenningin um Þróun Tegunda og Afstæðiskenning Einsteins.  Það þýðir því að allar aðrar hugmyndir hafa einhver rök með sér, hversu vondar sem þær skoðanir eru.

Ég ætla því að nota tækifærið og reyna að setja saman 10 hugmyndir sem flestir telja vondar eða rangar skoðanir.  Ég er ekki búinn að gera upp við mig hverjar þessar hugmyndir eru nákvæmlega, en mun reyna að setja þær fram á næstu dögum. 

Ástæða þessa er afskaplga einföld: vetfangur netsins er fordæma lýðræðislegur, málfrelsi; fullur af fordómum og lýðræði.  Þeirri staðreynd ber að fagna, og vetfangurinn notaður til að byggja upp rök með nýjum hugmyndum og gegn vondum hugmyndum.

Í von um að einhver skilji hvert ég er að fara með þennan hugarheim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.7.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband