29.7.2007 | 19:07
Vond skoðun 1: Á móti innflutningi á flóttamönnum
Við skiptingu Indlands árið 1946 urðu 14,5 milljónir manna landflótta frá Indlandi og hinu nýja Pakistan. Þetta fólk bjó við mjög mikla erfiðleika í byrjun en settist fljótlega að í hinu nýja heimalandi. Engir íbúar álfunar búa í dag sem flóttamenn.
Gyðingar hafa flúið hin ýmsu lönd síðustu 2000 árin, en flóttamannabúðir gyðingar eru fátíðar og endast stutt. Í Seinni Heimsstyrjöldin var stærsta flóttamannasamfélag gyðinga í heiminum í Kína, sérstaklega í Sanghæ.
Í Evrópu eftir Seinni Heimstyrjöldina voru milljónir flóttamanna víðsvegar að úr álfunni, en sérstaklega frá Austur Evrópu. Innan nokkurra ára voru þessir flóttamenn annaðhvort fluttir til baka til heimalandsins eða orðnir fullgildir meðlimir þeirra nágrannaþjóða sem þeir flúðu til.
Í Alsír og Máritaníu búa flóttamenn frá Vestur-Sahara í flóttamannabúðum enn þann dag í dag en Vestur-Sahara var hertekin af Marokkó 1975. Það er hagstæðara í pólitískum tilgangi Polisario (sjálfsstæðishreyfingu Vestur-Sahara) að halda því ástandi gangandi, þrátt fyrir það að Alsír, Máritanía og Marokkó tali sama tungumálið, sé sami kynþáttablandan og í raun sama menningarsamfélagið og Vestur-Sahara.
Palestínskir arabar eru einu flóttamennirnir þar sem afkomendur flóttamanna hefur verið gefið flóttamannastatus. Þrátt fyrir að löndin sem þeir búa í séu byggð af sama fólkinu og í raun að 99% af Mið-Austurlöndum séu nákvæmlega sama samfélagið. Þar á ofan var Jórdan áður hluti þess svæðis sem kallað er Palestína, og samkvæmt skilgreiningunni ættu þessir flóttamenn að fá fullan bústaðarétt í Jórdani.
Í dag eru um 55 milljónir flóttamanna í heiminum. Af þeim eru stærsti hlutinn fólk sem verður tímabundið í flóttamannabúðunum en mun á endann flytja til síns heima eftir að ástandið þar hefur batnað. Aðrir munu setjast að í þeim nágrannasvæðum sem þeir flúðu til og byggja upp nýtt líf á þeim svæðum. Annar hluti flóttamanna verður háður flóttamannahjálp, og enda sem eilífðar flóttamenn í búðum sínum, sem þó mun smátt og smátt líkist föstu bæjarfélagi. Einnig munu einhverjir verða fastir í ástandi flóttamanna í búðum sínum þar sem það er betra fyrir pólitískan áróður eða markmið stríðsaðila.
Pínulítill hluti þessara flóttamanna eru síðan fluttir, eða flytjast á laun til þróaðri ríkja. Þetta er líklega versta form flóttamannaaðstoðar. Um 4.2 milljónir Íraka eru flóttamenn samkvæmt tölum Sameinuðu Þjóðanna. Á sjö mánaða tímabili tóku t.d. Bandaríkjamenn 69 Íraka inn til Bandaríkjanna sem hluti flóttamannaaðstoðar. Fyrir utan þau örsmáu áhrif sem þetta hefur á raunverulega ástandið, þá er kostnaðurinn við hvern inntekinn flóttamann margfallt hærri en kostnaðurinn við að hjálpa þeim sem eftir sitja. Þeir sem sitja eftir fá því þeim minni hjálp sem afleiðing þessa.
Ef Íslendingar æta raunverulega að hjálpa Írönskum flóttamönnum ætti Utanríkisráðfrú landsins að bjóða þeim öllum búsetu á Íslandi. 4.2 Milljónir Íraka gætu þá flutt til Íslands, og með hjálp annar Vestrænna ríkja ætti flutningur að vera lítið mál. Húsnæði yrði náttúrulega vandamál til að byrja með, en hægt væri að setja upp bráðabirgðaíbúðir og innflytjendurnir gætu hjálpað við að byggja upp framtíðarbyggðir. Þarna væri í raun hægt að leysa allt landsbyggðavandamál landsins í einum rykk. Hægt væri að skipta fjöldanum niður í milljón íbúa á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Og landið væri komið með 4 milljónaborgir í einum rykk.
Íslendingar yrðu 4,5 milljónir og ekki lengur örþjóð. Jú Arabíska yrði ríkismálið, og Íslenskan annaðhvort jaðartunga eða hyrfi fljótlega alveg. Múhameðstrú yrði ríkistrúin og kjósendur væru nánast allir þeirra trúar. Skiljanlega yrði Ísland því fljótlega Íslamska Lýðveldi Ísistan og stjórnarskráinni yrði umbreytt og Sharia lögin sett sem æðstu lög ríkisins. Konur yrðu líklega að bera höfuðklúta og myndu missa flest réttindi, en tegund höfuðklútanna myndi velta á hlutfalli Súnnía og Shía Múhameðstrúarmanna sem flytust til landsins. Gyðingatrú og Kristinn trú yrði hugsanlega leift, en Ásatrúarmenn og aðrir slíkir trúvillingar yrðu að flýja land eða taka upp Múhameðstrú. Svínabændur yrðu að finna annað starf. Bannárin kæmu aftur og allt alkohól bannað. Það ásamt svipuhöggum, afhandasniðum, grjótkasti og hengingum myndi gera útaf við ofbeldisástandið í miðborginni um helgar.
Ef þessi hugsun vekur upp vanþóknun, þá ert þú á móti raunverulegri flóttamannahjálp. En skiljanlega svo.
Það eru ekki allir eins, hvorki einstaklingar né samfélagshópar. Og er það bæði svo á yfirborðinu og einnig á allra dýpstu skoðunum og gildismati. Þetta er staðreynd sem erfitt er fyrir marga að gleypa, en sönn þó. Gildismat samfélaga getur verið á andstæðum pólum, í sumum er rétt að drepa konur sem snerta karlmann, en í öðrum er ætlast til að konur fái sömu laun or karlar. Í sumum þjóðfélögum er einungis leyfilegt að stunda ein trúarbrögð, en í öðrum má stunda öll trúarbrögð. Í sumum þjóðfélögum stendur lýðræði fyrir öllu illu, en í öðrum stendur einræði fyrir öllu illu. Innflutningur á fólki frá ólíku samfélagi, með allt annað gildismat skapar óteljandi vandamál í landinu sem hýsir flóttamennina, en auðveldara er að reyna að aðlaga flóttamennina nýju samfélagi og gildismati þeirra ef flóttamennirnir eru fáir, en sum menningarsamfélög eiga erfiðara með að aðlagast enn önnur.
Með stórum hópum flóttafólks skapast annað samfélag með allt annað gildismat samfélag heimamanna og vandamálin margfaldast. Þetta er t.d. reynsla nágrannaríkja Íslands.
Einnig er auðveldara að finna störf og samastað fyrir minni hóp, og að kenna þeim tungumál landsins.
En raunveruleg ástæða flóttamannainnflutnings er sjálfsánægja, það er klapp á bakið á hýsisþjóðinni. Í stað þess að leyst raunverulega vandamálið sem skapar flótta fólksins, eða að aðstoða fjöldann á þeim svæðum sem flóttamennirnir flýja til, þá eru innfluttir flóttamenn lifandi minnismerki um hve góðhjarta hýsissamfélagið er.
Ef Alþjóðasamfélagið telur það á sinni ábyrgð að aðstoða flóttamenn þá þyrfti það að gera slíkt á ábyrgðafylltri hátt, en ekki til eigin sjálfsánægjuþarfar:
<!--[if !supportLists]-->· <!--[endif]-->þarf að taka betur á þeim ástæðum sem standa fyrir aftan flóttamannavandamálið. Hvort sem það þýðir að drepa einræðisherra, byggja upp heimili og innibyggingu, ganga á milli stríðandi fylkinga eða finna lausn á umhverfisvandamálum. Þetta kostar mannfórna og fjármuna úr hendi Alþjóðasamfélagsins án lifandi sjálfsdýrkunar.
<!--[if !supportLists]-->· <!--[endif]-->Á meðan lausn málsins er ekki fyrir hendi, þarf að búa að flóttamönnum á þeim stað sem þeir eru staddir. Það þarf skammtímalausnir (mat, vatn, skjól), meðal tíma lausnir (hjúkrunaraðstoð, sjálfsþurftar þjálfun) og langtímalausnir (vegi, húsnæði, skóla, sjúkrahús).
<!--[if !supportLists]-->· <!--[endif]-->Flóttamannastaða á að vera tímabundin. Eftir 20 ár er enginn flóttamaður, heldur er fólk orðið búsett. Flóttamannastaða á að vera tekin af fólki sem þar sem slíkt er notað í pólitískum tilgangi. Þeir pólitísku hópar sem gera slíkt eiga að vera úthýstir.
<!--[if !supportLists]-->· <!--[endif]-->Innflutningur á flóttafólki á að leggjast niður. Það leysir engin vandamál, það skapar óvild meðal þeirra fjöldamörgu sem ekki eru valdir, menntað fólk er frekar valið en ómenntað sem dregur úr getu þeirra sem eftir sitja, og það gerir þróunarríki að draumaheimili meðal þróunarríkja. Sem eykur aftur líkurnar á að menntað fólk flytji til þeirra, aftur til óheilla fyrir heimalandið.
Síðasta dæmið um sjálfselsku Íslenska ríkisins er boð þess um að taka til sín Íraska flóttamenn. Án efa verða múhameðstrúarmenn valdir frekar en kristnir (sem eru verst setti flóttamannahópurinn meðal Íraka), með allt annað gildismat en samfélagið sem þau flytjast til. Og ástæðan fyrir þessum vilja: jú til að veiða atkvæði meðal Mið-Austurlandanna fyrir framboð Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
En af hverju ekki að bjóða þeim öllum? Írökum, og Palestínumönnum, ef við erum svo staðráðin í að hjálpa þeim. Palestínskir flóttamenn eru um 4 milljónir. Er fjöldinn kannski vandamál, eða er það menningarheimur og gildismat þess sem hrellir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2007 kl. 08:27 | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.7.2007 kl. 19:46
En þeir sem eiga bágt hljóta að vera góðir...
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.