Það er eitt aðal mál vinstrimanna þessi árin að gefa öllum börnum sömu möguleikana á menntun. Þetta er eitthvað sem hljómar vel; allir fá menntun sama hve vel eða illa fjáðir þeir eru. En þetta er ekki meining stefnunar. Það sem stefnan gerir í raun er að setja alla á sama skólabekkinn, hvort sem þeir séu fluggáfaðir eða tregir, andlega fatlaðir eða fullfrískir. Það má semsagt ekki dæma börn eftir getu þeirra, heldur skulu þau öll hljóta sömu menntunina, sem er sú menntun sem tregasti nemandinn getur meðtekið. Gamli Sovíethugsjónarhátturinn er ekki dauður enn. Í rósrauðum heimi Vinstrisins eru öll dýrin í skóginum ekki bara vinir, þau eru í raun alveg eins.
Sannleikurinn er samt sá að það eru sumir mjög vel gefnir, og sumir einfaldlega naut heimskir. Það þekkja allir einstaklinga sem þeir myndu ekki treysta til að leysa einföldustu hluti, einstaklingar sem hafa ekki getu til mjög flóðkinnar hugsunar. Einusinni voru þessir einstaklingar börn, sem þýðir að það eru til heimsk börn. Og heimsk börn koma frá bæði fátækum og ríkjum fjölskyldum án tillits til kyns, kynþáttar eða stjórnmálaskoðunar foreldrana.
Þegar ég var í barnaskóla þá voru tveir einstaklingar í bekknum mínum sem nánast héldu ekki munnvatni af heimsku. Þeir voru varla læsir þegar þeir útskrifuðust úr gagnfræðiskóla þrátt fyrir endalausar tilraunir skólayfirvalda til að kenna þeim eitthvað.
Afleiðing þessara stefnum er að lærdómshraði og magn efnis fer eftir getu hæfileikalausasta vilteysingsins í bekknum. Með fötluðum einstaklingum í ofanálag fer lengri og lengri tími kennara í að hjálpa þeim sem minnstu getuna hefur, og þeir sem hafa getuna sitja eftir og láta sér leiðast. Nú er það að verða jafnvel stefna sumra skóla að gáfuðustu nemendurnir þurfa að eyða menntatíma sínum í að aðstoða kennarana við að reyna að troða einhverjum lærdómi í mestu vitleysingana.
Samfélagið ætti ekki að láta sér koma á óvart ef að útkoman yrði frekar illa menntaðir og frústreraðir unglingar.
Menntun hefur í raun einungis einn tilgang fyrir samfélagið. Menntakerfið reynir að búa til betur menntaða einstaklinga vegna þess að þeir auka efnahag landsins mun meir en illa eða ómenntaðir einstaklingar. Menntakerfið er ekki til staðar til að heilaþvo skólafólk í einhverjum blautum kommúnistadraumi um útópíu algjörs jafnræðis.
Það ætti því að hafa sérstaka skóla fyrir þá sem betur eru að sér, almenna skóla fyrir þá sem eru með meðal gáfnafar, og sérstaka skóla fyrir þá sem hafa aðra hæfileika en gáfur. Sérstakir skólar ættu einnig að vera fyrir þá sem hafa skerta andlega eða líkamlega getu.
Þetta ætti að vera opið kerfi þar sem skólafólk er metið í áframhaldandi prófum og fært á milli bekkja/skóla byggt á getu og árangri. Með þessu fengju nemendur bestu menntun fyrir getu sína, og samfélagið græðir á betur menntuðum einstaklingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.