Vond hugmynd 3. Diplómatar eru ekki alltaf lausnin.

Líbía framdi mannrán á sex Búlgörskum hjúkrunarkonum og einum Palestínskum lækni árið 1999.  Tilgangur mannránsins var að neyða Evrópusambandið til að borga fyrir ýmsa uppbyggingu í Líbíu og opna viðskiptasambönd, sem höfðu lokast vegna þess að Evrópusambandið hélt (…) að Líbía væri hryðjuverkaríki.  Líbíustjórn bjó til upplognar ásakanir og dæmdi þetta fólk til dauða fyrir að “vísvitandi smita börn með eyðni í tilraunatilgangi”.  Manni dettur helst í hug einhver skáldskapur í James Bond við að lesa ásakanirnar.  Réttarhöldin voru sýndarréttarhöld skv. öllum sjálfsstæðum mannréttindasamtökum sem fylgdust með framgangi mála.  Eftir 8 ára fangavist og eftir að hafa tapað síðustu sýndarréttarhöldunum fyrir áfrýjunar dómstól, gafst Evrópusambandið upp og lét undan kröfum mannræningja.  Ástæðan?  Diplómatar Evrópu töldu það auðveldari og friðsamari lausn að borga lausnargjaldið.   Hurðin er því opin fyrir mannrán framið af næsta geðveikling sem þarf nýja götu eða flugvöll.

Á þeim tímum áður en friðarsinnar í Diplómahlutverkum fengu öll völd milliríkjasamskipta í sínar hendur hefði Líbía verið sprengd til undirgefni við áframhaldandi fjárkúgun.  En nú er hvaða einræðisríki frjálst að ræna fólki til að fá það sem þeim vantar ofan á þessa venjulegu neyðar- og efnahagsaðstoð frá Vestrænum þjóðum.  “Stríð byrjar þegar diplómatían endar”.  Þetta þýðir þó ekki að starf diplómata sé að semja um hve djúpt það þurfi að beygja sig áður en menn eru teknir í rassgatið af ofbeldiseggjum alþjóðavetfangsins.  Diplómata starfið gengur út á samskipti við aðrar þjóðir á grundvelli öryggis, þarfa og gilda þess samfélags sem Diplómatarnir vinna fyrir.  Ef þeir sem sitja hinumegin við borðið eru gjörsamlega óhaggandi og ógna þessum staðreyndum, þurfa ríki að hafa getu og vilja til að beyta afli.  Eða eins og Rósvelt sagði “talk softly but carry a big stick”.

Diplómatar eiga samkvæmt skilgreiningunni að vinna að samningum og viðræðum fyrir skjólstæðinga sína; ríkisborgarana.  Markmið þeirra er að ná fram kröfum samfélags sína eða sem næst þeim kröfum í þeirri baráttu sem fer fram yfir samningaborðið.  Í alvarlegum aðstæðum getur ógn hernaðaríhlutunar verið nóg til að knýja fram rökræna samninga.  Ef engar fortölur koma til, ber að nota hernaðar- eða efnahagsíhlutun til að knýja fram lausn á málinu.  Hórumangarar er annað starfssvið sem aftur á móti selja skjólstæðinga sína fyrir peninga, og er allt fallt hjá þeim svo lengi sem verðið er nægilegt.   Hórumöngurum er ekki umhugað um líf eða framtíð undirmanna sinna, enda er það ekki undirstaða viðskiptanna.  Nútíma diplómatar, í blindri trú á eigin verðleikum, hafa breytt starfslýsingu sinni og virðast sjá sig sem alþjóðlega hórumangara frekar en umboðsmenn skjólstæðinga sinna.

ThreeBlindMen-CÖnnur ástæða þessa furðulegs mannráns og lausnagjaldsborgunar er náttúrulega Frakkar, ríkið sem stóð fyrir eftirlátsseminni.  Það er kannski nákvæmara að segja að eins ástæðan er löngun Frakka til að vera heimsveldi.  Þetta er löngun sem hefur plagað Frakka allt frá miðöldum og byggir á hugmyndum um að vera arftakar Rómverska heimsveldisins.  Napóleon og nýlendustefna nítjándu aldar er hluti þessa draumóra.  Frakkar hafa alltaf litið á Miðjarðarhafið og sérstaklega norðurhluta Afríku sem sitt áhrifasvæði.  Þeir hertóku Trípólí frá Þjóðverjum og tóku þannig fyrsta skrefið inn í fyrri heimstyrjöldina vegna þessarar skoðunar.  Og núna borguðu þeir glæpsamlegt lausnargjaldi fyrir Búlgarska gísla í sama tilgangi.  Þessir hrokafullu heimsveldisdraumar plagar Evrópu, bæði þá og nú.

Amerísk diplómatík virðist byggjast upp á að skjóta fyrst og tala síðar, en Evrópsk diplómatík virðist Diplomacy Mazeganga uppá að gefast upp.  Spurningin er hvort að ekki finnist eitthvað sem situr þarna inni á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

M.ö.o það er ekki hægt að ná árangri með diplómatískum aðferðum án þess að hafa einhverja samningsstöðu. Hin evrópska "diplómatía" nútímans heitir einfaldlega að láta ræna sig.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband