2.8.2007 | 19:58
Vond skoðun 5: Trú á ekki að vera vernduð sem mannréttindi.
Af hverju er trú vernduð í öllum mannréttindalögum á meðan önnur hugmyndafræði og lífsspeki fólks eru það ekki. Hvað gerir trú svona merkilegri en aðrar hugmyndir? Lífsspeki önnur en trú byggir yfirleitt á einhverslags rökum, jú mis gáfulegum. Lífsspekin er því opin fyrir meðrökum og mótrökum. Það er því auðvelt að brjóta niður rök fyrir vondri lífspeki líkt og rök fyrir vondar skoðanir. En þegar Lífsspekin fer að snúast um gjörsamlega órökræna hluti sem ekki eru byggðir á neinum haldbærum sönnunum, þá allt í einu eru fylgjendur lífsspekinnar verndaðir með lögum. Ef þú hagar þér samkvæmt uppspunnum reglum, hjátrú, göldrum og ósýnilegum öflum þá standa mannréttindalögin með þér.
Trúarkenningar eru í raun hvorki betri né verri en aðrar kenningar: Þjóðernis Sósíalismi er t.d. kenning sem notar vissa rökvísi (Darwin kenninguna) til að sanna yfirmátt eins kynþáttar ofar öðrum. Það var síðan stutt rökfræði að komast að þeirri niðurstöðu að lægstu kynþáttunum beri að útrýma í þjóðfélaginu til kynbóta á samfélaginu í heild.
Trú Azteka í Suður Ameríku gekk út á þá skildu manna að stunda stanslausar mannfórnir til að viðhalda tilvist heimsins. Ef krefjast þyrfti einhvers af guðunum, þurfti fórn til þess. Þeim stærri sem bónin væri, þeim stærri fórnin.
Undir trúvernd í mannréttindalögum er seinni kenningin vernduð, en sú fyrri er ekki vernduð á nokkurn máta. Báðar hugmyndirnar réttláta manndráp, en önnur er vernduð í þjóðar og alþjóðarlögum, á meðan hin er það ekki. Þjóðríki mega ekki banna trúarbrögð eða frelsi fólks til að iðka þau, og það má t.d. ekki banna heimsóknir fólks byggt á trúarskoðunum þeirra. Hins vegar er hægt að banna aðrar lífsskoðanir og stöðva ferðir fólks sem fylgir þeim. Bandaríkjamenn stöðva ennþá fyrrum meðlimi Nasista og Kommúnistaflokka. Þó eru undantekningar frá því, en Sádí Arabar banna öll trúarbrögð fyrir utan Múhameðstrú, en þeir eiga olíu, svo það er allt í lagi.
Hvernig stendur á því að fjandsamleg hugmyndafræði byggð á rökum er ekki vernduð, á meðan fjandsamleg hugmyndafræði byggð á hjátrú er vernduð?
Hverslags mannréttindi eru það að vernda hugmyndir sem eru sumar andsnúnar þessum sömu mannréttindum?
Er ekki kominn tími til fyrir mannkynið að hætta að heigla órökræðnum vitleysum? Annaðhvort á að vernda alla vitleysu sem fólki dettur í hug að lifa eftir, eða að leifa samfélaginu að setja mörk á vitleysuna sem fólk hellir sér útí.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.