5.8.2007 | 13:49
Vond Skoðun 6: Þjóðernishreinsanir skapa frið
Upphaf þjóðernishreinsana getur verið margþætt, stríð og yfirtaka landsvæða sem stríð óhjákvæmilega leiðir af sér (t.d. Heimstyrjaldirnar báðar). Innflutningur á fólki (líkt og innflutningur Evrópumanna til Ameríku og Ástralíu) eða menningar- og trúarbreytingar innann þjóðfélagsins (t.d. Kristnitakan í Evrópu eða ástandið í Súdan í dag).
Öll landssvæði í heiminum hafa verið hertekin á einum eða öðrum tíma sögu sinnar. Sem afleiðing þessa hafa þjóðernishreinsanir átt sér stað á þeim landssvæðum. Þessar þjóðernishreinsanir gátu verið í mildari kantinum; t.d. með minniháttar breytingu á búsetu en meiriháttar breytingum á menningu. Eða þær gátu verið meiriháttar; þar sem íbúarnir voru allir reknir á brott og menningaráhrif þeirra á landinu eyðilögð gjörsamlega. Ekki var óalgengt að þessar hreinsanir hafi endað með útrýmingarherferðum á einhvern hátt. Reyndar eru Þjóðernishreinsanir séðar sem eitt stig útrýmingarherferða.
Íslendingar eru enginn aukvissir í þjóðernishreinsunum. Á Íslandi bjuggu Keltneskir einsetumenn sem flúðu land þegar norrænir menn settust að. Íslendingar eru einnig afkomendur norrænna karla og keltneskra kvenna. Sem leiðir óhjákvæmilega til spurningarinnar um afdrif Keltnesku karlana, er svarað finnst í genatísku mengi Hjaltlandseyja. Hjaltlandseyjar voru byggðar af Keltneskum ættflokkum áður er Norrænir menn réðust þar inn. Nútíma Hjaltlandseyjingar eru afkomendur Norrænna karla og Keltneskra kvenna í sama hlutfalli og Íslendingar. Körlunum var einfaldlega útrýmt og konur þeirra teknar til afnota af innrásamönnum: Þjóðernishreinsanir með afmarkaðri útrýmingarherferð.
Menningarlegar þjóðernishreinsanir, lægsta stig þjóðernishreinsana, sjást t.d. í Latneskri kristnivæðingu Bretlandseyja. Drúídar; leiðtogar fyrri trúarbragða og menningar, bæði veraldlegir og sálarlegir, eru drepnir eða gerðir útlægir. Samskonar hreinsanir áttu sér stað við fall Austur Rómverska Heimsveldisins, þar sem leiðtogar landsins flúðu til t.d. Ítalíu eftir fall Konstantínóbels. Menningar og trúarlegar hreinsanir eiga sér síðan enn stað á landssvæðum Múhameðstrúarmanna í dag.
Ein hetja Íslandssögunar Þorgeir Ljósvetningagoði sagði að til að halda friðinn geti hver þjóð einungis haft einn sið, mjög andfjöllmenningarleg tillaga sem án efa verður fljótlega tekin úr sögubókinni. En þessi kenning er ekki laus við tengsl við raunveruleikann. Þjóðernishreinsanir eru vissulega ekki ánægulegir atburðir. Fólk er rekið frá heimilislandi sínu og tengsl þess við landið er brotið. Fólk missir allar eigur sínar, fjölskylfur og vinir tínast og missa tengsl sína, og fólk meiðist og deyr, bæði vegna erfiðleika og vegna ofbeldis. Fólk á flótta er varnalaust gagnvart árásum, bæði utan og innanfrá.
En eru Þjóðernishreinsanir vondar til lengri tíma litið? Það verður að viðurkennast að sagan virðist ekki styðja þá kenningu.
Skoðum tvö nýleg dæmi um þetta:
Kípur var land með Grískan meirihluta (78%) og Tyrkneskan minnihluta (18%) sem var innan Ottómana heimsveldissins frá fjórtándu öld, en Bresk nýlenda eftir Fyrra Stríð. Landið hlaut Sjálfsstæði árið 1960, en árið 1974 réðist Tyrkland inn í landið og hertók Norðurhluta eyjarinnar. 82% íbúa norðurhlutans voru Grikkir, sem urðu landflótta í þjóðernishreinsunum Tyrkja. Tyrkir hófu síðan innflutning Tyrkja frá meginlandinu til að búa til búseturétt á landið. Tyrkir eru reyndar vanir þjóðernishreynsunum en þeir stunduðu þær bæði á Grikkjum og Armenum (sem reyndar lauk með útrýmingarherferð). Landflótta Grískir Kýpurbúar frá norðurhluta eyjarinnar hafa síðan þá sest að í Suður Kípur, Grikklandi og Bretlandi svo fá lönd séu nefnd. Innrás og yfirráð Tyrklands (og síðar sjálfsstæði Tyrkneska Kípur) er ekki viðurkennd af neinu öðru landi en Tyrklandi. Hins vegar hefur Kípur í raun verið frekar friðsamt síðan uppskiptingin og þjóðernishreinsanirnar áttu sér stað. Norður Kýpur girðing geng inngöngu Tyrkja í Evrópu Sambandið, en samkvæmt skoðunum meirihluta ríkisstjórna í Evrópu er það eitthvað sem þeir geta á endanum litið framhjá. Mjög ólíklegt er því að landinu verði nokkurn tíman skilað, og vandamálin sem fylgja þessari hertöku fara minnkandi sem árin líða.
10 árum áður eða 1967 hófst sex daga stríðið milli Ísraela og Bandalagsríkja Araba. Þrátt fyrir að stríðið hafi verið undirbúið og yfirlýst af Aröbum (með Egyptum í forsvari) þá töpuðu þeir stríðinu algjörlega. Egyptar töpuðu landssvæðunum í Gasa og Sínaí, Jórdan tapaði Vesturbakka Jórdanár og Sýrlendingar töpuðu Golanhæðunum. Fjöldi fólks frá þessum svæðum gerðust landflótta, en meirihlutinn varð þó eftir á þessum herteknu svæðum. Síðan þá hafa Ísraelar skilað Sínaí í friðarsamningum við Egypta, og nýlega snúið baki við Gasa.
Vesturbankinn og Golanhæðirnar eru hins vegar ennþá undir stjórn Ísraela. Aðalega vegna hernaðarlegs mikilvægis landamæra þessara landssvæða við nágrannalöndin. Ísrael höfðu því mjög litla stefnu í málum íbúanna sem urðu eftir á herteknu svæðunum. Þeir voru ekki reknir úr landi, en ekki heldur gefin full ríkisborgararéttindi. Þeim var gefin viss réttindi og stöðu innan Ísraelaríkis, en engin frekari stefna var sett. Átæðurnar eru líklega þær að Ísraelar höfðu upplifað þjóðernishreinsanir sjálfir. Meirihlutinn hafði verið gerður landrækur frá arabaríkjunum eftir fall Ótímganaveldisins, og aðrir höfðu flúið Evrópu bæði fyrir og eftir útrýmingarherferðirnar þar. Þetta skipulagsleysi og viljaleysi til harðra aðgerða leiddi af sér sjálfsstæðar aðgerðir borgaranna. Vissir hópar innan Ísrael hófu sjálfsstæðar þjóðernishreinsanir á afmörkuðum svæðum herteknu svæðanna (sem síðar urðu landnemabyggðir) á meðan aðrir hópar hóf baráttu fyrir rétti hertekna og landflótta íbúa svæðanna. Ísraelar fóru því ekki út í algjörar þjóðernishreinsanir, né yfirgáfu þeir þessi svæði algjörlega. Þessi óákveðni leiddi fljótt til stórra öryggis og pólitískra vandamála, sem jukust til muna þegar Arabaríkin hófu að notfæra sér aðstæðurnar og stöðu flóttamannana. Arabaríkin, með Arababandalagið í forystu hefur í gegnum árin viðhaldið hörmulegum aðstæðum þessa flóttafólks sem búa í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Ísraels, og á sama tíma ýtt undir ófremdarástand á herteknu svæðunum. Stuðningur við andspyrnu herteknu svæðanna, bann við innflutningi þessa fólks (sem er á engan hátt annað þjóðfélag en nágrannaríkin og voru áður ríkisborgarar þeirra), viðhald flóttamannastöðu bæði flóttamannana og afkomenda þeirra eru dæmi í þeirri herferð. Herferð sem hefur það pólitíska markmið að sverta Ísrael í augum alþjóðar.
Ef Ísrael hefði farði út í þjóðernishreinsanir strax eftir lok Sexdaga stríðsins, þá væru aðstæður án efa aðrar. Einungis Ísraelskir landnemar byggju á þessum svæðum, þar væru því engin öryggisvandamál. Landamæri við nágrannaríkin væru sett og viðhéldu því vissum friði. Spurningin er hvort sama ástand og ríkir á Kípur væri við líði í Mið-Austurlöndunum?
Dæmin um þetta eru níðmörg. Allstaðar þar sem tveir eða fleiri menningarheimar búa á sama landsvæðinu, og gildismat þeirra er öfugt er friðurinn á vogaskálum. Lítið þarf til að upplausn og ofbeldi verði ofan á. Þjóðernishreinsanir; Skipting landssvæða á milli ólíkra hópa, virðast náttúruleg lausn við þeim vandamálum, hversu illa sem mönnum býður við þeirri hugmynd. Stundum eru vondir hlutir góðir til lengri tíma litið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það að þjóðernishreinsanir leið til meiri stöðugleika til lengri tíma litið er ekki skoðun heldur staðreynd. Spurningin er hinsvegar hvort að þær teljist ásættanlegt meðal til að leysa deilur sem standa yfir núna eða hvort að það beri að hafna þeim möguleika á siðferðisforsendum og krefjast þess að í framtíðinni verði fundnar aðrar lausnir. Pistillinn er ekki mjög skýr þegar það kemur að því hvort að þér þyki það rétt að leysa einhver vandamál dagsins í dag með þjóðernishreinsunum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 00:24
Ég fór ekki út í nýuverandi ástand og lausnir á þeim, en vissulega tel ég að Þjóðernishreynsanir séu lausnin á ýmsum málum. Pistillinn var frekar umræða um hvort þjóðernishreynsanri per se séu lausn eða vandamál.
T.d. er lausnin í Ísrael líklega sú að Ísraelar komi sér upp nákvæmum heimasvæðum á Vesturbakkanum út frá varnarsjónarmiðum ríkisins og reki þaðan Palestínumenn og innlimi þau svæði. Þeir þurfa síðan að yfirgefa Palestínsku heimastjórnarsvæðin algjörlega (eigin þjóðernishreynsun).
Eina lausnin í Írak er að landið skiptist upp í smærri einingar eftir þjóðerni og trú. Því fylgir þjóðernishreynsanir á þeim svæðum þar sem þessi þjóðarbrot eru blönduð. Þetta mun gerast, en ef þetta er gert skipulega af stjórn landsins, verður án efa mun minni þjáninar en ef ofbeldisseggir koma fólki á brott með áframhaldandi borgarastyrjöld.
Með því að hafna þjóðernishreynsunum á siðferðisforsendum eins og þú segir, þá hafnar pólitíska samfélagið aðferð sem getur verið besta lausnin við vissar aðstæður.
Upprétti Apinn, 6.8.2007 kl. 08:36
Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Íraksvandamálið leysist á þennan hátt þegar Bandaríkjamenn og Bretar verða farnir. Báðar þjóðir munu þó fyllast heilagri vandlætingu þegar þetta gerist.
Veit ekki hvort að sama ráðið dugi í Palestínu. Fólkinu verður líklega pakkað inn í flóttamannabúðir til eilífðar, bæði til að auka ekki á atvinnuleysi í nágrannalöndunum og til þess að nota það í áróðurskyni. Það er reyndar vandamálið með flóttamennina sem eru til staðar núna.
Reyndar má líka segja að þeir hafi þróað með sér þjóðernistilfinningu sem færir vandamálið yfir í önnur lönd.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.