Harðlínufemínismi

Í sveitahéruðum Indlands eru konur annarsflokks borgarar sem oft þurfa að búa undir ranglæti og harðneskju karlmanna sem líta á sjálfan sig sem Guðs-útvaldar verur.  Í sumum héruðum er þetta ójafnrétti ekki langt frá því sem gengur og gerist í ríkjum Múhameðstrúarinnar.

En allavegana í einu bæjarfélagi á Indlandi hafa konurnar fengið nóg og hafa bundist samtökum um að berjast gegn þessu ástandi.  Og þegar ég segi berjast, þá meina ég ekki bara með orðum heldur einnig með stálpípum og öxum...

http://www.theage.com.au/news/world/pretty-in-pink-female-vigilantes-also-handy-with-an-axe/2007/12/14/1197568262475.html

Fyrir mína parta,  að þó mér finnist öfgar Íslenskra femínista oft fara framúr hófi, þá fer viss gleðihrollu um mig við að lesa um þessar kvundagshetjur í Indlandi, þó að aðgerðir þeirra myndu teljast mun öfgafyllri en málþóf Íslenskra skoðanasystra þeirra.  Það er síðan kannski svolítið broslegt að þessar konur skuli klæðast bleiku til að sýna samstöðu og skoðanir sínar á meðan sumir femínistar á Íslandi krefjast banns við þeim litamerkingum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband