Sögulegur Hernaðar(van)máttur Íslendinga

Enn önnur hlið í umræðu um varnarmál á Íslandi er að líta á sögulega atburði og sjá hvort þeir styðja eða letja hugmynd um að landið skuli vera algjörlega vopn- og varnarlaust.  Þessi upptalning sem hér fer á eftir er enganveginn endaleg og ef einhver getur fyllt upp í eyðurnar væri það vel þegið.

Á Íslandi hafa verið landvarnir með hléum allt frá Landnámsöld.  Íslendingar sjálfir og lénsherrar héldu upp eigin landvörnum allt fram á miðja 15du öld.  Það fyrirkomulag breyttist árið 1550.  Siðaskiptin sem komu til framkvæmda með miklum blóðsúthellingum up alla Evrópu urðu þess valdandi að Danski Konungur Íslendinga afvopnaði þjóðina til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld og hugsanlega höfnun Íslendinga á valdi konungs.  Segja má að þá hafi þjóðin raunverulega misst sjálfsstjórn enda breyttist staða Íslendinga mjög mikið eftir þetta og framkoma við þá af krúnunni og Dönum varð mun yfirdrottnari.

Þetta varnarlausa tímabil stóð fremur friðsamlegt í um 90 ár, en á því tímabili héldu Danir uppi sjóvörnum á ferðum kaupskipa og einhverjum óreglulegum nálægum sjóvörnum í kringum landið.  Þó er erfitt að segja til um hvort landið hafi verið algjörlega varnarlaust á þessum tímabili en árið 1615 börðust Íslendingar t.d. við Spánska (í raun Baskneska) skipbrotsmenn og felldu marga.  Illindi milli þessara Spánverja sem stunduðu hvalveiðar við landið, og Íslending hafði farið stig vaxandi og má hugsanlega rekja til breytinga í hugmyndum Íslendinga um eign sinni á landinu, en upp frá þessu hófst frekari krafa bæði Dana og Íslendinga um takmörkun á “vetursetu” útlendinga á landinu.  Þessi atburður myndi líklega falla frekar undir morð en eiginleg stríðsátök og Spánverjarnir hafa án efa verið lítið vopnaðir.

30 ára stríðið (1618-48) í Evrópu setti strik í reikninginn með landvarnir Íslands en Danska ríkið þurfti þá að einbeita herstyrk sínum heimavið frekar en til varnar Íslendingum.  Afleiðingin varð sú að árið 1627 voru engar landvarnir til staðar þegar Ottómanskir málaliðar réðust á landið.

Eftir mannrán, gripdeildir og dráp Ottómana kröfðust Íslendingar betri varna og voru settar upp einhverjar landvarnir víðsvegar um landið.  Þessar varnir (aðalega litlar fallbyssur en þó einhver léttur vopnabúnaður) voru mannaðar af íslenskum “heimavarnarmönnum” en stjórnað af Dönskum herforingjum.  Þessar varnir stóðu fram á byrjun 17du aldar.

Varnarmáttur Dana slaknaði aftur við það friðartímabil sem skapaðist í Evrópu á 17du öld (aðalega vegna innri átaka og erfiðleika), en byrjun 18du aldar upphófst aftur óaldarskeið sem rekja má til Frönsku byltingarinnar og hugmyndabreytinga sem áttu sér stað á “upplýsingaöldinni”.  Danski flotinn var stór á þeim tíma og Englendingar töldu að hætta yrði á að hann félli í hendur Frakka.  Afleiðingarnar voru að árið 1807 réðust Englendingar á Danska flotann í Orrustunni um Kaupmannahöfn og náðu flotanum á sitt vald.  Þetta olli því að Danir gengu í lið með Napóleon.  Atburðirnir höfðu áhrif á Ísland, enda gerðist það aftur að Danir einbeittu sér að vörnum heimafyrir og Íslendingar sátu á hakanum.  Árið 1809 hertók Danskur föðurlandssvikari Ísland ásamt Enskri áhöfn kaupskips sem hann starfaði á.  Jörundur Jörgensen lýsti síðan yfir sjálfsstæði landsins og sjálfan sig Konung.  Voru þá liðin 182 ár frá síðustu stóru hernaðarumsvifum á landinu.  Englendingar voru þó ekki als kostar óvinveittir Dönum, enda var upphafleg árásin á hendur þeim gerð frekar til að vera fyrri til, en í illhuga.  Svipuð staða átti eftir að koma upp aftur um miðja 20stu öldina.  Englendingar handtóku því Jörund og skiluðu landinu aftur á hendur Dönum.

Danir áttu erfitt með landvarnir á Íslandi allt til loka Napóleonsstyrjaldarinnar enda var krúnan eiginlega gjaldþrota eftir stríðið.  Þó höfðu þessir atburðir á Íslandi einhver áhrif á varnartilburði þeirra á Íslandi, enda var landið enn talið nokkuð verðmæt eign í augum sérstaklega ýmissa auðmanna.  Íslendingar kvörtuðu sáran yfir þessu við Dani og báðu um sérstaklega herskipavernd gegn veiðum erlendra skipa alla 19du öldina en með litlum árangri.  Það varð síðan ekki fyrr en á ofanverðri öldinni að Danir sendu reglulega varðskip til landsins.  Árið 1896 snérust deilur (Breta annarsvegar, og Íslendinga og Dana hins vegar) um fiskveiðar við landið nánast upp í alvöru átök þegar Bretar sendu herskipaflota til landsins til “æfinga” til að ógna Íslendingum og sína “vöðvana”.  Var þetta upphaf Flotaumsvifa Breta vegna valdabaráttu yfir auðlindum hafsins í kringum landið.  1897 var Bresk flotadeild í Faxaflóa sem Íslendingar töldu innan sinnar landhelgi.  Danir þurftu á verslun Breta að halda, og voru ekki tilbúnir til alvöru átaka.  Þessu lauk því með milliríkjasamningi árið 1901 þar sem Danir (fyrir hönd Íslendinga) gáfu eftir í þessum átökum.

Enn og aftur bárust hernaðarátök í Evrópu til landsins 1914 í Fyrri Heimstyrjöldinni, en Íslensk fiskiskip urðu fyrir árásum Þjóðverja á hafi úti þrátt fyrir yfirlýst hlutleysi sitt.   Danir, og þar með Íslendingar voru hlutlausir í því stríði og héldust að mestu utan þeirra átaka fyrir utan þessa afmörkuðu atburði.  Íslendingar voru þó algjörlega varnarlausir geng þessum atburðum..

Árið 1918, við lok Fyrri Heimstyrjaldarinnar, tóki Íslendingar formlega við eigin landvörnum af Dönum við Fullveldisyfirlýsingu landsins.  Íslendingar lýstu yfir ævaranlegu hlutleysi og vopnleysi við það tækifæri.  Landið var þar aftur algjörlega varnarlaust og hélst sá fullkomni friður næstu 22 árin, en árið 1940 réðist Breski Herinn á landið og hertók það allt.  Þessi aðgerð var að svipuðum forsendum og árásin á Danska flotann í Kaupmannahöfn árið 1807; til að koma í veg fyrir að óvinurinn gerði slíkt hið sama.  Vopn- og hlutleysi landsins kom þar ekki í veg fyrir að landið drægist inn í hernaðarátök.  Bandaríkjamenn tóku við hersetu landsins árið 1941 og stóð hún allt til loka stríðsins árið 1946. 

Þessir atburðir kenndu Íslendingum verðuga lexíu og urðu Íslendingar því stofnmeiðlimir í NATÓ árið 1949 og árið 1951 gerðu Íslendingar varnarsamning við Bandaríkin.

Árið 2006 luku Bandaríkjamenn eiginlegri varnarsetu á landinu og eru Íslendingar því aftur vopnlausir, en þó með tryggingu sem fellst í varnarsáttmálum við Bandaríkin annarsvegar og NATÓ hins vegar.

Spurningin sem nú þarf að svara er hvort Íslenska þjóðin sé tilbúin að taka þá áhættu að vera “vopn- og hlutlaus” og treysta á óbreytt heimsástand næstu aldirnar.  Lengsta tímabilið sem Íslendingum hefur tekist sögulega séð að halda landinu utan meiriháttar átaka er 182 ár, stysta tímabilið telst líklega í vikum ef litið er til Sturlungaaldarinnar.  Ef við viljum treysta á að slíkt sé mögulegt aftur er “ævarandi vopnleysi” svarið.  Ef við erum ekki 100% viss um að slíkt takist þurfum við að taka erfiðar ákvarðanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband