Íran og valdatafl Islam

Pólitískt landslag Mið-Austurlanda hefur tekið miklum breytingum síðustu fjögur árin.  Óvéfengjanlegur sigurvegari þeirra breytinga eru Íranir.  Þó að augljósustu breytingarnar virðist vera í Íran og Afganistan, eru þær einungis sýnishorn af mun víðtækari breytingum.  Önnur sýnishorn eru þær miklu breytingar meðal hryðjuverka og andspyrnuhópa í löndunum í kringum Ísrael.  Bæði Hamas á herteknu svæðum Araba og Hezbollah samtökin í Líbanon hafa síðustu árin verið þjálfaðar af sérsveitum Íranska hersins, fjármagnaðir og vopnbúnir af Írönum.  Þetta bar afrakstur í stríði Ísraela og Hezbollah árið 2006 þegar Ísraelar gáfust upp eftir vonlausa baráttu við vel skipulagðar varnaraðgerðir Hezbollah.  Um svipað leiti breyttu Hamas um stefnu og tóku í fyrsta skiptið þátt í opinberum stjórnmálum Palestínu sem leiddi til þess að þeir hertóku Gaza á þessu ári (2007).  Báðir þessir hópar eru þjálfaðir og útbúnir af Íran og Sýrlandi, þrátt fyrir það að þeir liggja sítthvoru megin við Shia/Sunni gjánna.  Hezbollah eru Shiar eins og Íranir og Sýrlendingar, en Hamas er Palestínskur armur Múslímska Bræðralagsins sem eru helstu fasistasamtök Sunni Múslíma. iran_ethnic_map

Ísraelar eru bundnir í pólitískar skoðanir Vesturlandabúa sem kemur meira og meira í veg fyrir að þeir geti tekið á hernaðarlegum og pólitískum andstæðingum sínum líkt og áður.  Hernaðarlegt og pólitískt tap þeirra hefur bæði grafið undan sjálfsöryggi þeirra og aukið sjálfsöryggi Múhameðstrúarmanna.

Utanríkisþjónusta Bandaríkjamanna benda á Írani sem helsta vandamálið í friðarviðleitni milli Ísraela og Palestínumanna, og er það ekki alls órétt en núverandi ástand kemur að einhverju leiti frá heimskulega einfaldri stefnu nýíhaldssinna í Bandaríkjunum. 

Opinbera þjónusta Írana er uppruninn óslitið frá tímum Persa og þekkir vel skipulagðar langtímaaðgerðir, og eru ekki óvanir að grípa tækifærin sem gefast.  Íranir hafa alltaf litið á löndin í kringum sig sem sitt eigið náttúrulega áhrifasvæði.  Tvisvar í sögu landsins hefur landið misst mátt sinn og nánast verið þurrkað út.  Fyrst við innrás Arabíska hers Múhameðs inn í landið og síðar við innrás Mongóla sem nánast eyddu allri menningu landsins.  Í báðum tilvikum tókst Írönum að rísa upp úr þeirri neyð.  Fyrst með því að taka múhameðstrúna (þó með eigin skilning) og síðan með því að snúa Mongólum til Múhameðstrúarinnar.  Núverandi ástand í Mið-Austurlöndum er því smámunir í sögu landsins.

Klerkastjórnin og stríðið við Írak veikti ríkið mikið, en eftir stríðið hófu Íranir að skipuleggja langtímamarkmið sín, að verða ráðandi aflið innan Múhameðstrúarinnar.  Segja má að þeir hafi áttað sig á hugsanlegum átökum menningarheima löngu áður en Vesturlandabúar hófu að vara við því.  Helsta markmiðið í þeirri áætlun er að vera það ríki Múhameðstrúarmanna sem eyðir Ísrael.  Slíkt myndi gera landið að óvéfengjanlegum leiðtoga menningarheimsins bæði í hjarta almennings og í huga leiðtoganna. 

Midausturlanda-stridTvær ákvarðanir Bandaríkjamanna gengu Írönum á hendur.  Árið 2003 réðust Bandaríkjamenn inn í Afganistan og Írak, lönd sem liggja næst Íran.  Þessar innrásir settu strik í reikninginn og Íranska Klerkaveldið, hrætt um öryggi sitt gegn innrás Bandaríkjamanna sendi þeim sterk skilaboð um vilja til samningaviðræðna.  Þessi skilaboð voru stórkostlegt tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að hafa áhrif á ríkisstjórn Íran og um leið frelsi og mannréttindi þegna landsins.  Því miður kom þvermóska og hugmyndafræði nýíhaldsins í veg fyrir að tækifærið yrði gripið.  Í allri sögu Mið-Austurlanda síðustu áratuga er þetta líklega heimskulegasta ákvörðun sem tekin hefur verið. 

Eftir þessa afneitun Bandaríkjanna sátu Íranir á beinunum í stuttan ríma.  En ný tækifæri gengu Írönum á hendur nánast ókeypis úr höndum Bandaríkjamanna.  Bandaríkjamenn fjarlægðu helstu óvini Írana á svæðinu, Íraska- og Afganska- sunni veldin. 

Seinni ákvörðun Bandaríkjamanna; um að stunda “ódýra” hertöku (með mjög fáum hermönnum), en um leið að leggja niður her og lögreglu þessara landa beinlínis bjó til vopnaða andspyrnu gegn hertökunni.  Atvinnulausir Hermenn og Lögreglumenn sátu heima hjá sér og voru fullkomin undirstaða vopnaðrar anstöðu.  Ekki leið á löngu þar til Bandaríkjamenn uppskáru það sem þeir sáðu.  Íranir voru náttúrulegur stuðningur fyrir Shia trúarbræður sína í Írak, en þeir um leið juku stuðning sinn við Afganska skæruliða, sérstaklega meðal ættflokka nálægt landamærunum, þó þar sé meiri vantraust til staðar.  Allar aðgerðir Bandaríkjamanna gengu þeim í hendur.  Þetta jók sjálfstraust Irana til muna og samhliða aðgerðum meðfram landamærum sínum juku þeir skipulag og styrk samtaka sinna umhverfis Ísrael.  Uppgangur Hezbollah og Hamas er hluti af þessari nýjustu sókn í valdastefnu Írana.  Sýrlendingar sem hafa litið á svæði Palestínu og Líbanon sem sín áhrifasvæði hafa reynt að taka þátt í þessari stefnu til að viðhalda valdahlutfalli sínu, en Íran er óvéfengjanlegur leiðtoginn í dag. 

Allar líkur eru á að Írak brotni upp á næstu árum í Kúrdistan, Sunni-Írak og Shia-Írak.  Það er þó ennþá spurning með hvort Shia hlutinn haldi í sjálfsstæði sitt eða bætist við landssvæði Írans.  Hvernig þessi skipting verður til mun hafa víðtæk áhrif á öll mið Austurlönd, en ef borgarastíðið í Írak leysist algjörlega úr læðingi, eru líkur á að Sádi-Arabar komi trúbræðrum sínum Sunni Írökum til hjálpar, og að stríði á milli Sádí-Arabíu og Írans verði öruggt.

Útkoma samvinnu Hamas og Írana sýnir þó að slík samvinna trúarhópana skilar árangri.  Múslímska Bræðralagið á ítök nánast í öllum löndum Sunni Múslíma og til Sunni almennings þar sem þeir eru bannaðir og er friður og jafnvel samvinna Sunni og Shia ekki ólíkleg í gegnum Bræðralagið. 

Ef friður skapast milli þessara fylkinga, eru dagar Ísraela líklega taldir.  Þegar sú flís í loppu Múhameðs er farinn geta Múhameðstrúarmenn farið að líta til annara svæða sem Íslam hefur tapað í gegnum aldirnar í eylífu stríði sínu gegn hinum trúlausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þetta er ágæt grein hjá þér en ég vil þó benda á nokkur atriði:
1. "Bæði Hamas á herteknu svæðum Araba og Hezbollah samtökin í Líbanon hafa síðustu árin verið þjálfaðar af sérsveitum Íranska hersins, fjármagnaðir og vopnbúnir af Írönum."
Þetta er fullyrðing sem aldrei hefur verið sönnuð og er allt eins líkleg til að vera tilbúin í áróðurslegum tilgangi - ég fullyrði það þó ekki. Sama á við fullyrðingu þína um Sýrlendinga. Það væri líka rétt að geta þeirrar fullyrðingar að Saddam Hussein hafi séð um fjármögnum og þjálfun þessara sem og annarra(?) samtaka.
2. "Utanríkisþjónusta Bandaríkjamanna bend[ir]a á Írani sem helsta vandamálið í friðarviðleitni milli Ísraela og Palestínumanna, og er það ekki alls órétt en núverandi ástand kemur að einhverju leiti frá heimskulega einfaldri stefnu nýíhaldssinna í Bandaríkjunum. "
Það má heldur ekki gleyma hlut Ísraelsmanna sjálfra í þessu samband, ólöglegar landnemabyggðir og viðhorf þeirra til Palestínumanna sýna svo ekki verður um villst takmarkaðan vilja þeirra til sátta.

Varðandi Sunni og Shita misbrestina þá verður aðeins að líta til þeirrar aldagömlu strategíu sem nefnist á latínu "divide et impera" þ.e. deila og drottna. Bandaríkjamenn stóðu á bak við stríð Íraka og Írana og svo lengi sem, eins og þú bendir á, muslimar eru ekki sameinaðir eru þeir auðveldir viðfangs þrátt fyrir mikinn auð. Í það heila tekið er þó rétt að benda á að það að vera múslimi þarf ekki að sameina menn frekar en það að vera kristinn. Persar og Arabar eru alls ekkert skildir og eiga fátt annað sameiginlegt en trúna á Muhammed. Það sem er að gerast er það sem Georg Orwell benti á í bók sinni 1984. Það er verið að búa til eylíft stríð með ósýnilegum óvini til að stjórna heima fyrir þ.e. á vesturlöndum. Óvinurinn er múslímskur öfgasinni sem kallaður er hryðjuverkamaður og öll ríki og einstaklingar sem styðja slíkt eru óvinir og nægir að vera, eða eins og segir í frægri ræða Bush: "Those who are not with us are against us".

Þór Ludwig Stiefel TORA, 29.12.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Upprétti Apinn

Ég skal reyna að svara þessu eins og best ég get. 

1. Stuðningur Íran við Hezbollah og Hamas er ekkert leyndarmál og hafa allir aðilar viðurkennt þá staðreynd.  Það sem er hins vegar ekki sannað er hvort Íranir styðji hryðjuverk gegn Ísrael eða Bandaríkjamönnum.  Bæði Hezbollah og Múslímska Bræðralagið (Hamas) eru stjórnmálasamtök sem Bandaríkjamenn hafa á lista yfir hryðjuverkasamtök, en því fer ekki sama með önnur ríki.  T.d. er Hezbollah talin hryðjuverkasamtök af 6 ríkjum þar með talið BNA og Bretland.  Evrópusambandið telur þau þó ekki meðal hryðjuverkarsamtaka.

2. Ég ákvað ekki að fara út í alla mismunandi hliðar málum Ísrael, því það hefði orðið of löng grein.  Ég bendi á kortið sem fylgir greininni, en þar er farið aðeins betur í þau mál.

3.  Baráttan á milli Shia og Sunni Múslíma er aldagömul og hefur ekkert með Bandaríkin að gera, eða Bretland eða Frakkland þar á undan.  Þú bendir réttilega á eins og ég kom aðeins inná í greininni að þetta hefur mun meira með baráttuna á milli "Persa" og Araba, sem er eldri en trúin.  Orðið Persar er þar kannski ekki alskostar rétt því þjóðflokkurinn og ríkið hefur gengið undir mörgum nöfnum.  Indó-Evrópumenn er kannski réttara.

4. Ég myndi einnig benda á þá trú Bandarískra Ný-Íhalssinna að lýðræði sé einhverskonar endirinn á þróun pólitískra kerfa og hægt sé að neyða lýðræði upp á fólk.

Upprétti Apinn, 29.12.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband