Sögulegur Ruslahaugur Fluttur í Smáralindina.

Borgarstjóri Kópavogs hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir við niðurrif sorphaugs sem situr við húshorn Hamraborgar og átti að fjarlægja í dag.  Mikil mótmæli Félags Verndunarsinna hafa staðið um sorphauginn síðustu vikur og hefur Borgarstjóri látið undan þrýstingi og samþykkt að stöðva framkvæmdir.

Guðmundur Kvaran Kveldúlfsson formaður Verndunarsamtakana fagnaði þessari ákvörðun Borgarstjóra.  “Þetta er ekkert venjulegt sorp heldur sögulegur Haugur og ein merkilegasta undirstaðan fyrir Andann sem ríkir hér í Miðborg Stór-Kópavogs!”  Aðspurður um sögu haugsins sagði Herra Kvaran Kveldúlfsson.  “Þessi haugur hefur verið hér síðan Jónas Jónsson frændi vinar fyrrverandi kærustu Steins Steinarr lagði grunnin af honum árið 1950 með því að leggja þar bandspotta.  Síðan þá hefur þetta verið hornsteinn í Anda miðborgarinnar.  Í gengum tíðina hefur þessi haugur vaxið og dafnað og þar eru fornleifar eins og þetta bláa Fótanuddtæki frá 1985.”  Segir Herra Kvaran Kveldúlfsson og bendir á horn þess merkilega tækis sem stingst undan gömlu teppi.”

 Verndunarsamtökin hafa bent á að efnahagsuppsveifla síðustu ára hafi haft gríðarlega neikvæð afleiðingar á sögulegar menjar borgarinnar og landsins alls.  Benda þeir í því sambandi á ofbeldisfulla hreinsunaráráttu borgaryfirvalda þar sem götur og göngustígar hafi verið sópaðir reglulega án tillits til sögulegra menja landsins.  Barátta samtakana hefur eins og flestir vita verið hvað hörðust gegn gras-slætti yfirvalda undir baráttuorðunum “Þetta gras kemur aldrei aftur!”.

Samtökin vísa á bug ásökunum um hótanir gegn fólki sem reynt hefur að mála húsin sín.  “Við höfum einfaldlega bent fólki á að það beri borgaralega skyldu til að halda við sögulegu umhverfi borgarinnar og að almenningur líti það ekki björtum augum ef einstaklingar reyni að myrða anda borgarinnar”.  Segir Kolhildur Jörgensen Gandálfsdóttir varaformaður Verndarsamtakana og formaður Neyðarnefndar samtakana.

 Borgarstjóri Kópavogs hefur skipað verkefnisstjóra til að sjá um flutning Haugsins að Smáralind þar sem áætlunin er að gera hauginn að aðal aðdráttarafli í ferðamannaáætlun Kópavogs.Verndunarsamtökin hafa lýst yfir að þau sætti sig ekki við flutning Haugsins þar sem slíkt myndi “breyta anda Kópavogs” og að það sé köllun þeirra að berjast gegn öllum slíkum “skemmdarverkum”.Nú rétt áður en þetta blað fór í prent hefur Bónus boðist til að taka yfir rekstur haugsins.  Áætlun Bónusar er að endurbyggja Hauginn í upphaflegri mynd, sópa af honum ryk og fjarlægja kókflöskur og annað plast, enda er plast á lista yfir óvini Kópavogsandans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband