Húsfriðunarnefnd brýtur gegn eðlilegri stjórnsýslu

Húsfriðunarnefnd hefur nú alvarlega brotið gegn eðlilegri stjórnsýslumeðferð gagnvart framkvæmdum ríkisborgara landsins.  Nefndin hefur nú samþykkt að mæla með því að húsin verði friðuð á elleftu stundu áður en þau eru færð eða rifin fyrir nýbyggingu Hótels sem eigandi húsana hefur ákveðið að byggja í staðinn.

Niðurstaða nefndarinnar ber þess merkis að þarna er ekki um að ræða samþykkt vegna byggingalistarlegra gæða eða sögulegra merkilegheitar húsana heldur einfaldlega vegna þess að þau eru gömul og hafa alltaf verið þarna í húsalínunni og eiga því að vera þar áfram.  Engin önnur rök eru fyrir verndun húsana.  Það er augljóst að þrýstingur vissra félagasamtaka og áhugamanna um skúra hefur ráðið meira en fagmannleg vinnubrögð.

Nú er ég nokkuð viss um að núverandi eigendur húsana eiga í viðræðum við lögfræðinga sína.  Núverandi eigendur keyptu þessi hús, á dýrasta stað borgarinnar með án efa þróun byggingarreitanna í huga.  Verðmat eignanna við kaupin hefur einnig örugglega dregið mat af þeirri staðreynd að húsin voru ekki vernduð og kjörin til niðurrifs og nýbyggingar.  Byggingin sem koma átti í staðin er þar á ofan mun verðmætari en þær byggingar sem eru á lóðinni núna.

Húsin voru ekki talin þess verð að vernda þau áður en núverandi eigendur ákváðu að fara út í það dýra ferli að þróa þessar lóðir, en nú í loka stigum þróunarferlisins ákveða nefndarmenn sem kallast eiga fagfólk, að loka fyrir þessa eðlilegu þróun með því að brennimerkja þær með verndunarmerki sínu.  Það er á engan hátt eðlilegur starfsháttur í vestrænu lýðræðis

Nú er boltinn hjá ráðerra og ef hann skrifar undir þessa ákvörðun hlýtur núverandi eigandi að hafa mikla bótakröfu tilbúna á hendur ríkinu.   Einungis einræðisríki hafa kerfi þar sem ríkið getur sett alskonar staðbundin bönn og reglur á eðlilegar athafnir borgarana hvenær sem er og einstaklingar eru réttlausir gagnvart ríkinu.  Kostnaður ríkisins vegna þessarar heimsku mun fara upp í tugi og vonandi hundruði milljóna  ef þetta fer fyrir dómstóla, sem það vonandi gerir.

Það er fyrir utan það fordæmi sem þetta gefur í húsverndun á Íslandi.  Héðan í frá er allt gamalt verndað.  Sama hve mikið drasl það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband