Torfusamtökin: Tískulögregla Ríkisins

Þeim mun meir sem að talmenn Torfusamtakana (t.d. Þórður Magnússon í Vísi) og húsverndunarsinnar ræða um mál Laugarvegar 2 og 4, þeim mun meir kemur það í ljós að málefnið snýst í raun um smekk fólks á útlitum bygginga.  Torfusamtökin eru samtök fólks sem hefur smekk fyrir timburhúsum í Skandínavískum stíl og fara fram á að öll þróun í miðborginni fylgi þeirri tísku.  Bæði á það um nýjar byggingar og endurgerð á gömlum.Skandínavíski stíllinn kemur upphaflega frá Dönskum nýlenduherrum og innfluttum Norskum einingahúsum og er ekki Íslenskur byggingastíll.  Fyrir Íslenskar byggingastíl þarf að fara til torfbæjanna eða til “svörtu kassana” sem módernistar Íslendinga hönnuðu í byrjun aldarinnar síðustu.

En Torfusamtökin þyrftu að svara því hver gerði þau að tískulögreglu ríkisins?  Var kosið um þann stíl sem Íslendingar vilja byggja umhverfi sitt í, og unnu Torfusamtökin kosningarnar?  Ég heyrði ekki af þessum kosningum og ferð því fram á eðlilegan rétt minn að fá að kjósa um þessi mál ef við viljum einhvern Reichs-architektur á Íslandi.

En það sorglegasta í þessu öllu er að Torfusamtökin virðast ekki átta sig á að það sem gerir Reykjavík einstaka borg er fjölbreytileiki bygginga í borginni.  Það að nýtt hús standi við hlið gamals húss sem stendur við hliðina á kassa frá 1960.  Þetta er það sem gerir þann anda sem ríkir í miðborginni.  Með því að búa til gervi-gamaldags umhverfi er gengið skref í að eyðileggja þetta og gera borgina að einhversslags Disney-heim.  Og Disney-heimur er ekki andríkt umhverfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er einmitt málið.  Það kom vel fram í viðtölum við formann Torfusamtakanna að honum var alveg sama þótt hjallarnir mundu fjúka, hann vildi bara ekki húsin sem búið var að teikna.

Einnig sammála þér um fjölbreytileikann. Þurfa öll húsin að vera eins? Af hverju þarf þetta allt að vera í stíl. Við aðal götuna í Manchester er t.d. aldargamlar kirkjur við hliðina á nýtísku glerhýsum og finnst mér það stórglæsilegt hvernig gamli tíminn mætir þeim nýja.


Halla Rut , 11.1.2008 kl. 15:39

2 identicon

Þaetta eru furðulegar athugasemdir að tala um að torfusamtökin starfi eftir einhverjum ríkisarkitekt.  Veit ekki betur en að samtökin séu einungis að reyna að vernda gamlar byggingar og koma í veg fyrir slys eins og morgunblaðshöllina sem ennþá er sjónmengun.  Það er ekkert fallegt við það að blanda saman steinklumpahótelum og gömlum húsum það rýrir götumyndina.  Þessi andi sem þú talar um í miðbænum er andi skipulagsleysis og án heildarmyndar.  Torfusamtökin eiga hrós skilið fyrir baráttu sína því þau horfa fram á veginn.  Yfirvöld eru grandalaus gagnvart þeim eyðileggingum á verðmætum sem blasa við ef miðbærinn verður strauaður og byggður einungis forljótum steipuklumpum sem rumpað er upp í einum grænum einungis til gróða fyrir verktaka.  Hver vil fara í miðbæ til að skoða hótelbyggingar??? Höfum við gaman af því þegar við förum erlendis til svokallaðara menningarborga?? Erum við þá að skoða skrifstofubyggingar??

pilli fluga (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Upprétti Apinn

Torfusamtökin eru ekki að berjast fyrir því að vernda gamlar byggingar, heldur að vernda byggingar sem hafa sérstakt útlit.  Flestar og merkilegustu byggingar Íslendinga eru steinsteyptar og frá 20stu öldinni.  Torfusamtökin hafa engan áhuga á að vernda slíkar byggingar, einungis þær sem eru úr timbri.  Samtökin vilja einnig koma á reglu sem skildir fólk til að hanna byggingar sínar í þessum gamla stíl sem samtökin telja fallegan.

Ef slíku yrði komið á, sem reynt hefur verið erlendis, þá mun það ekki koma í veg fyrir illa hannaðar byggingar.  Þvert á móti, ekki verða byggingarnar einungis illa hannaðar, heldur hallærislega kitch líka.  Þetta geta menn geta séð í Bretlandi t.d. 

Við og aðrir skoðum skrifstofubyggingar á engan annan hátt öðruvísi en aðrar byggingar.  Fallegar hótelbyggingar erlendis eru fjölda margar, Ritz og Charlton hótelin eru ágæt dæmi, í Reykjavík er Hótel Borg innlent dæmi.  Skrifstofubyggingar eru t.d. Westminister þinghúsið í Lundúnum og Christler byggingin í New York.  Þó einungis fá séu nefnd.  Timburhúsin í miðborgini eru ekki og hafa aldrei verið aðdráttaafl fyrir ferðamenn.  Ef þú skoðar póstkort sem seld eru á landinu þá prýða þau Alþingishúsið, Hallgrímskirkja, Ráðhús Reykjavíkur og listasafn Reykjavíkur, flest steinsteypt og frá 20stu öldinni.

Upprétti Apinn, 13.1.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband