22.1.2008 | 10:39
Ár hinna fjögurra keisara
Pisoniu plottið sem reyndi að endurreisa Rómverska lýðræðið mistókst, en Neró keisari missti þó mikið af stuðningsmönnum sem uppreysnarmenn líflétu. Þetta gerði Neró berskjaldaðan og Severius Sulpicius Galba nýtti sér tækifærið.
Ári seinna var Galba lýstur Keisari af þinginu og Neró framdi sjálfsmorð.Galba hóf þegar handa við að tryggja sæti sitt; rændi borgir sem neituðu að styðja hann og aflífaði andstæðinga sína. En Galba var ekki mjög opinn fyrir því að deila vinningum sínum og neitaði að borga hermönnum sínum það sem hann hafði lofað þeim.Afleiðingarnar voru að Hersveitirnar lýstu yfir stuðningi við Vitellius stjórnanda Germaníu. Galba varð hræddur og lýsti Licinianus sem erfingja sinn. Þetta gerði hinn metorðagjarna en réttsýna Marcus Salcius Otho afbrigðasaman. Otho mútaði lífverði Galba, en þeir voru þegar mjög óánægðir með Galba. Þegar Galba heyrði um þetta fór hann út á göturnar til að friðþægja lýðinn en það voru mistök þar sem hann var ekki vinsæll. Lífvörðurinn myrti hann.
Þingið lýsti Ortho sem Keisara en Vitellius var á leiðinni til Rómar. Ortho sendi skilaboð til Vitellius og bauð honum samstarf í formi ættleiðingar, en Vitellius neitaði. Í orrustunni um Bedriacum tapaði Ortho, og frekar en að viðhalda ofbeldisástandinu fórnaði hann sér og framdi sjálfsmorð.
Vitellius var þá lýstur Keisari af Þinginu. Vitellius hafði lítinn áhuga eða getu til stjórnarstarfa og eyddi tíma sínum í veislur og skrúðgöngur, sem leiddu til gjaldþrots ríkisins. Þegar skuldasalar fóru að krefjast borgunar lét Vitellius drepa þá. Hann hóf síðan að drepa þá sem höfðu gert hann að erfingja sínum og tók eignir þeirra til eigin nota. Hann líkt og Galba lét aflífa þá sem hann taldi andstæðinga sína.Í þessu ástandi lýstu Hersveitirnar í Egyptalandi Vespasian sem keisara. Hann tók flest austurhéröðin og réðust hersveitir hans síðan inn í Ítalíu og lagði Róm í herkví. Vitellius reyndi að vinna borgina á sína hlið og mútaði og lofaði metorðastöðu þar sem við átti. Þetta gekk lítið og Vitellius flúði og fór í felur. Hann ákvað síðan að heimsækja höll sína í síðasta skiptið en hitti þar hermenn Vespasian sem drápu hann.Vespasian tók við sem Keisari og ríkti í tíu ár.
Það hefur lítið breyst á 1940 árum. Pólitíkin er jafn hröð og skemmtileg að horfa á, hvort sem það er árið 67-8 í Róm eða árið 2007-8 í Reykjavík.
Ég tel þrjá keisara í Reykjavík, spurning hvort sagan endurtaki sig alveg?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.