Ga-ga feminismi í miðju öngþveitinu

Þegar ég hlustaði á fréttamannafund Forsætisráherra í gær gat ég ekki annað en skellt uppúr þrátt fyrir alla alvöruna sem þar var vissulega í gangi.  Hér eru aðstæður þar sem þjóðríki er að því komið að verða gjaldþrota og menn eru að klóra í bakkana í örvæntingarfullri leit af hálmstráum.  Við þessar aðstæður stendur fullorðin og sjálfráða blaðakona upp og spyr ráðherra hvort passað verði uppá að konur verði settar í ný embætti í jöfnu hlutfalli við karlmenn...!

Þessi furðulega spurning sýnir bæði geggjaða forgangsröð þessarar blessuðu blaðakonu, og um leið þá ofboðslegu blindni sem fólk verður fyrir þegar það horfir á umheiminn í gegnum "gleraugu" einfaldrar hugmyndafræði.  Raunveruleikaskinið hverfur alveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég þér innilega sammála, nema mér var ekki hlátur í hug, ég virkilega skammaðist mín fyrir þennan íslenska blaðamann.  Eins og stjórnvöld hefðu nú ekki þarfari spurningum að svara en þessu.

(IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:35

2 identicon

Sammála því að spurningin sé út úr kú. Ef maður lítur samt yfir listann þinn yfir hverjum er um að kenna, þá er þar að finna tvær konur. Gæti verið að skortur á kvenlegu innsæi í stjórnmál og atvinnulíf hafi komið okkur á þennan stað? Er ekki tími miðaldra hvítra prumpufýlubumbukalla að líða undir lok? Kv,Begga

Bergur (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband