17.10.2008 | 09:32
Reykjavíkurborg sturtar 2000 milljónum í klósettið
Mér finnst sjálfum leiðinlegt þegar einhver bendir á mig og segir "ég sagði þér það!". En í þessu ástandi í dag þá langar mig að spyrja kæra Reykvíkinga hvað þeim finnist núna um það að
Ólafur F Magnússon fyrrverandi borgarstjóri keypti tvo skúra á Laugarveginum fyrir 580 milljónir króna.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri keypti brunarústir við Lækjatorg fyrir ca. 500 milljónir króna.
Kostnaðurinn við að endurbyggja þessar eignir í "upprunalegri mynd" verða líklega um 1000 milljónir króna.
Allt vegna þess að þessum mönnum finnst timbur og bárujárn fallegra en stein eða steinsteypa. 2000 milljónir fyrir smekk tveggja manna.
Jú að vísu stóð Sjálfsstæðisflokkurinn í borginni, og Framsókn, fyrir aftan þessi kaup líka.
Það væri gott að hafa 2000 milljónir í kassa borgarinnar í dag ekki satt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.