3.11.2008 | 16:05
Þeir sem "meika það"
Hvernig á að "meika það" á Íslandi:
1. Gangtu í rétta flokkinn. Framsókn og Sjálfsstæðisflokkurinn eru besti.
2. Vertu fyndinn. Hæfileikar skipta engu máli, en ef þú getur fengið karlakór á Þorrablóti til að hlæja, þá er framtíð þinni borgið.
3. Hugsaðu stórt. Ekki taka 15 milljóna lán fyrir íbúð. Taktu 200 milljóna lán og eyddu í flottan lífsstíl og hlutabréfakaup. Ekki gleyma að setja nokkrar millur í flokkinn þinn.
4. Vertu vinur rétta fólksins. Þeir ráða þig í flott starf með feitum launum og stjarnfræðilegum starfslokasamningum. Þú ræður þau á móti í starf með feitum launum og stjarnfræðilegum starfslokasamningum.
5. Fáðu vin þinn til að kaupa verðlaust fyrirtæki á 1 milljón og selja þér á 50 milljónir. Þú selur honum helminginn af fyrirtækinu aftur á 75 milljónir og hinn helmingurinn fer á hlutafjármarkað þar sem þú selur hinn helminginn á aðrar 75 milljónir. Heldur síðan áfram að selja og kaupa sama fyrirtækið. Tekur lán út á hlut þinn í því (sjá númer 3.)
6. Komdu þér á þing og síðan í ríkisstjórn. Fullt af áhrifum, peningum, utanlandsferðum og veislum. Engin þörf á þekkingu og reynslu, og engin ábyrgð.
7. Fluttu alla peningana til útlanda en skildu eftir skuldirnar í Íslenskum fyrirtækjum. Sérstaklega erlendu skuldirnar.
8. Láttu líta út fyrir að þú sért ómissandi. Fáðu starf eða embætti með engar hæfniskröfur í gegnum flokkinn, og láttu flokksfélagana segja að þú getir ekki misst starfið það sem þú ert sá eini sem kannt það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.