4.12.2008 | 13:37
Rekið Davíð svo hann komist á þing.
Það er langt síðan ég hef heyrt jafn gáfuleg ummæli frá Davíð Oddsyni eins og þau að hann muni fara aftur í pólitík ef hann verði látinn fara úr Seðlabankanum. Það er réttmæt og góð hugsun að ætla að láta almenning ákveða framtíð sína og traust.
Það er hins vegar miður að hann skuli ekki vilja taka ábyrgð sjálfur á gerðum sínum og hætta sem Seðlabankastjóri sjálfur. Hann er í raun að segja einhverjum að reka sig.
Þingmennskan er ekki Seðlabankastaða, en það er ekki kosið um það embætti. Ef það væri kosið þá er spurning hvort hann hlyti kosningu?
Þetta eru þó mjög góð skilaboð til Ríkisstjórnarinnar. Þau mega reka Davíð, hann er búinn að plana hvað hann gerir ef hann missir vinnuna.
"Kæra ríkisstjórn,
Endilega takið nú einu sinni mark á honum Davíð og látið hann víkja. Hann verður mun hættuminni fyrir land og þjóð sem þingmaður en sem Seðlabankastjóri."
Það er síðan annað. Ef Ríkisstjórnin rekur Davíð, þá allt í einu stendur þjóðin og mótmælendur frami fyrir því að ef kosið er strax, þá kemst Davíð Oddson hugsanlega á þing, eða jafnvel í ríkisstjórn. Ef almenningur vill ekki sjá Davíð á þingi, þá geta þeir ekki krafist kosninga sem fyrst. Þetta er svona "double jeopardy" kostur. Ríkisstjórnin gæti unnið tvisvar; losna við Davíð og draga kosningar á langinn.
Annars fæ ég alltaf kjánahroll þegar Davíð Oddson fer að tala í fjölmiðlum, en ég ber enga samhyggju með honum. Þegar ég hitti gallharða Davíðista sem sjá hann í guðaljóma þá lýður mér aftur á móti eins og ég sé staddur með þroskaheftu barni sem hefur gert eitthvað af sér. Ég kenni ofboðslega í brjóstið um þá og kjánaskapinn í þeim, hef ofboðslega þörf til að brosa góðlátlega til þeirra og klappa þeim á kollinn. Þetta á ekki bara við um Davíð, ég fæ þessa tilfinningu gagnvart öllu fólki með blinda foringjahollustu. Ég veit ekki hvort ég sé einn um þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, heyrðu mig góði! Kannt þú virkilega ekki að meta kosti foringjans mikla? Ég er svo aldeilis hissa.
Jóhann G. Frímann, 4.12.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.