"Uppþot er tungumál þeirra sem ekki er hlustað á..." Martin Luther King

Íslendingar virðast skiptast í tvær fylkingar þessa dagana sem lítið hefur með "hægri" eða "vinstri" að gera, heldur hvort menn séu með eða á móti mótmælum gegn ríkisstjórninni.  Sérstaklega er mönnum í nöp við mótmælendur sem sóða út opinberar byggingar, kveikja elda eða hvað þá lenda í slagsmálum við lögregluna.  Stór hluti mótmælenda sjálfra hefur snúist gegn félögum sínum sem þeim finnst að "gangi of langt".

Ég hef upplifað almenn mótmæli erlendis, og get sagt að verstu "ofbeldisseggirnir" á Íslandi eru afskaplega  rólegt fólk miðað við það.

Til að geta litið á mótmælaaðgerðirnar með rökrænum huga þurfum við að gera okkur grein fyrri eftirfarandi:

Ísland er lýðræðisríki.  Það er að segja að; landið er í eigu og undir stjórn almennings í landinu.  Allir eiga að hafa sama rétt og aðgang að stjórn landsins.  Í slíku samhengi eiga stjórnvöld á að hlusta á allar skoðanir almennings og geta tekið ákvarðanir út frá því.

Mótmælaaðgerðir eru eðlilegur hluti lýðræðisumræðunnar, sérstaklega í ríkjum þar sem lítið eftirlit er með valdhöfum (þar sem þrískipting ríkisvaldsins er t.d. engin) þar sem það getur verið eina leiðin fyrir almenning til að láta heyra í sér.

Fjöldi mótmælenda er alltaf lítið hlutfall þeirra sem mótmælendur tala fyrir.  Það er því ekki hægt að dæma"vinsældir" skoðana á fjölda mótmælenda.

Það er grundvallarlausn í samfélagslegri upplausn lýðræðisríkja að ríkisvaldið tali við og hlusti á mótmælendur, og taki síðan rökvísar ákvarðanir um málefnið eftir þær viðræður í samráði við mótmælendur.  Ef ríkisvaldið virðist ekki hlusta á mótmælendur, þá leiðir það til háværari mótmæli.  Þeim lengra sem líður, og þeim minna sem hlustað er á mótmælendur, þeim ofbeldisfyllra verða mótmælin. 
Því miður eru Íslenskir stjórnmálamenn ekki vanir því að Íslendingar standi upp fyrir réttindum sínum.  Þeir eru vanari því að Íslendingar geri það sem þeim er sagt og gleymi fljótt öllum mistökum og valdamisnotkun í stjórn landsins.  Allir hafa þó sín mörk, og þorri þjóðarinnar er búin að finna sín.

bell_curve.gifHér ætla ég að vera mjög skýr:  Ef ríkisstjórn Íslands fer ekki að hlusta á og ræða við mótmælendur í opinni umræðu, og breyta stefnu sinni samkvæmt því, þá getur þetta leitt til mjög alvarlegra ofbeldisverka.  Hér er nefnilega staðreynd úr herfræðinni; í hvaða ákveðna mannfjölda fer viljinn til ofbeldisverka frá persónugerðum sem þurfa litla afsökun til ofbeldis upp í þá sem munu aldrei fremja ofbeldisverk.  Flestir eru einhverstaðar í miðju kúrfunar, en þeim fækkar í báða endana.
Þeim reiðari sem allur fjöldinn verður, og þeim meira sem þeim finnst ekki hlustað á sig, þeim meiri verða líkurnar á ofbeldi.  Þetta er upphaf nánast allra hryðjuverkahópa í heiminum.  Þegar reiði almennings nær ákveðnu marki, fer lítill hópur manna að vopnbúnast.

Það er því ekki mótmælendur að kenna, eða málefnum þeirra, heldur ríkisvaldinu.  Það eitt ber ábyrgð á hvernig útkoman verður á komandi mánuðum.   Fólk ætti að byrja að hafa sérstaklegar áhyggjur ef það fer að fækka verulega í fjölda mótmælenda og beinum aðgerðum fer fjölgandi.  Það mun benda til þess að almenningi finnist friðsöm mótmæli ekki skila neinu, og ofbeldi verður séð sem eina tólið sem mark er á takandi.

Ég tek það fram að sjálfur hef ég ekki stundað ofbeldisfull mótmæli, og hef staðið báðum megin mótmælaaðgerða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband