Ég mun kjósa lýðræðið á morgun

Þessar komandi kosningar eru líklega mikilvægustu kosningar Íslandssögunnar. Þær snúast í raun um framtíð lýðræðisins á Íslandi. Það hefur mikið verið rætt og ritað um ástæðu efnahagshrunsins á Íslandi. Ástand sem að litlum hluta er komið erlendis frá en að mestu leiti er innlend framleiðsla.
Ástæða þessa er einfaldlega spilling í æðstu valdssviðum landsins. Náin tengsl viðskiptalífs og stjórnmála, skipan óhæfra stjórnmálamanna í sérfræðingastörf og svo má áfram telja.
Ekkert eftirlit er með æðstu stjórnmálamönnum landsins, og á síðustu árum hefur allt vald ríkisins safnast í hendur ríkisstjórnarinnar.

Valið í þessum þingkosningum stendur því á milli tveggja hreyfinga. Gömlu flokkana annarsvegar (Sjálfsstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin, Vinstri Grænir) og flokka þeirra sem vilja breyta kerfinu og hefta þessa spillingu (Lýðræðisflokkurinn og Borgarahreyfingin).
Ég mun standa með lýðræðissinnum eins og ég mun ávalt gera. Ef ég greiddi gömlu flokkunum atkvæði mitt, þá væri það eyðsla á atkvæðinu.

Valið stendur því í raun á milli tveggja flokka. Lýðræðisflokkurinn kemur mér fyrir sjónir sem popúlista flokkur Ástþórs Magnússonar, og ég einfaldlega treysti honum ekki fyrir atkvæði mínu. Borgarahreyfingin er ekki fullkomin, enda sprottin uppúr grasrótinni, en það er líka það sem gerir flokkinn aðlaðandi. Þetta er venjulegt fólk sem vill breyta kerfinu til lýðræðisvega.

Ég mun því glaður setja X við O í þessum kosningum og hvet alla til að gera slíkt hið sama.

http://don.blog.is/blog/don/entry/859959/

Ég hef verið frekar latur við að skrifa á þessum vetfangi undanfarið enda mikilvægari hlutir sem taka tíma minn þessa dagana. Ég efast um að það breytist á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband