6.5.2009 | 12:20
ESB er pólitískt ryk í augu kjósenda
Það er alltaf jafn skemmtilegt að fylgjast með því þegar Íslenskir stjórnmálaflokkar sameinast um að slá ryki í augu kjósenda. Og alltaf tekst þeim að snúa athygli kjósenda frá aðal málinu yfir í eitthvað aukaatriði sem skiptir engu máli. Þetta er eitthvað einstakt í Íslenskri pólitík. Erlendis er stjórnarandstaðan alltaf til staðar til að halda stjórnarflokkunum við efnið og aðal atriðin.
Nýjasta málið er umsóknin um ESB sem svar við efnahagsörðuleikum þjóðarinnar. Þessir erfiðleikar komu upp út af þeirri einföldu ástæðu að viðskiptalífið og stjórnmál á Íslandi eru alltof nátengd. Þessi tengsl hafa valdið því að Íslenskir "ólígarkar" hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum og vegna lélegs eftirlits (aftur frá stjórnvöldum) kom þjóðinni í skuldasúpu sem enginn bað um. Tilvera ESB skiptir þar nákvæmlega engu máli.
En núna er aðal stjórnmálið allt í einu ESB og upptaka Evrunnar. Innganga í Evrópusambandið á að vera ein alsherjar "lausn" á öllum vandamálum landsins. Þó hefur enginn getað útskýrt hvernig það kemur í veg fyrir áframhaldandi "ólígarkastjórn" Íslenska efnahagslífsins. Jú "manískt" gengis krónunnar er löngu þekkt vandamál, en þar eru til aðrar og einfaldari lausnir eins og t.d. Michael Hudson http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ bendir á í viðtali við Hönnu Láru, á bloggi hennar.
Þar á ofan er regla númer eitt í öllum samningaviðræðum þessi:
1. Ekki fara í samningaviðræður þegar þú þarft nauðsynlega á samningunum að halda. Þú munt tapa á samningunum þar sem mótaðili þinn þar ekki á þeim að halda. Betlari getur ekki gert kröfur um eitt eða neitt.
Íslenskir viðskipta og stjórnmálaskólar virðast ekki kenna þessa reglu af einhverjum annarlegum ástæðum. Hér ætla ég að vera eins skýr og hægt er: Evrópusambandið mun ekki gefa Íslendingum allt sem þeir vilja og fá ekkert í staðinn. Samningamenn þeirra mun reyna að fá allt sem hægt er út úr landinu fyrir meðlimi sambandsins. Fiskinn fyrir Portúgala og Spánverja, Landið fyrir Þjóðverja og orkuna fyrir Breta t.d.
Ég tek fram að ég er ekki algjörlega á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða Evrunni sem slíkri. En það er ennþá stór spurning yfir því hvert sambandið sé að stefna. Sambandið er núna mjög ó lýðræðislegt og bundið af ýmsum stjórnsýsluvandamálum: Of margir ráða of litlu.
En Evrópusambandið er rangt svar við réttri spurningu, og Íslendingar eru ekki í stöðu til að geta gert ásættanlegann samning við ESB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.