Mannréttindasáttmáli Sameinuðuþjóðanna var drepinn þann 28 Mars 2008!

Þetta er stórfrétt sem nánast enginn fjölmiðill nennir, eða þorir að segja frá.  Samtökum Íslamskra Ríkja (OIC) hefur tekist að koma í gegn viðbót við mannréttindasáttmálann á fundi Human Rights Council.  Þessi "viðbót" bannar fólki að krítisera hluti eins og Sharia lögin, sem t.d. setja átómatískan dauðadóm á þá sem snúa baki við Íslömsku trúnni og dæmir konur til dauða fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands.
Þessi breyting var studd af Kína, Rússlandi og Kúbu.
Þetta styður það sem ég hef áður sagt um Sameiniðuþjóðirnar og þær breytingar sem þar hafa átt sér stað síðan samtökin voru stofnuð eftir seinni heimstyrjöldina.  Samtökin er ekki lengur samtök með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi, enda eru flestir meðlimir samtakana einræðis og alræðisríki.
Það er löngu kominn tími til að stofnuð verði alþjóðasamtök lýðræðisríkja.  Samtök sem eru einungis opin löndum sem uppfylla skilyrði lýðræðis.  Samtök sem í alvörunni hefðu lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.  Þessi samtök gætu veitt meðlimum aðhald og staðið sem ein heild í samskiptum við alræðissamtök líkt og Samtök Arabaríkja og Sameiniðuþjóðirnar.
Þú ert semsagt ekki lengur verndaður/uð af Mannréttindasáttmála Sameiniðuþjóðanna og best að passa sig að segja ekkert sem Stóri Bróðir segir að megi ekki segja.

Ósveigjanleiki í málefnaumræðu

Það virðist vera frekar regla en undantekning að fylgjendur samfélags og stjórnmálaumræðu á Íslandi taka algjörlega ósveigjanlega afstöðu í málefnum sínum.  Flugáhugamenn neita að ræða um mögulegan flutning Reykjavíkurflugvallar; háhugamenn um verndun timburhúsa vilja vernda þau öll án undantekninga; Iðnaðarsinnar vilja vatnsvæða allar ár á Íslandi án undantekninga os.frv.

painting_yourself_into_a_cornerMenn læra það í barnæsku af hverju það sé slæmt að mála sig út í horn.  Af einhverjum ástæðum virðast margi ekki hafa lært þá lexíu.


Ár hinna fjögurra keisara

Pisoniu plottið sem reyndi að endurreisa Rómverska lýðræðið mistókst, en Neró keisari missti þó mikið af stuðningsmönnum sem uppreysnarmenn líflétu.  Þetta gerði Neró berskjaldaðan og Severius Sulpicius Galba nýtti sér tækifærið.  

Ári seinna var Galba lýstur Keisari af þinginu og Neró framdi sjálfsmorð.Galba hóf þegar handa við að tryggja sæti sitt; rændi borgir sem neituðu að styðja hann og aflífaði andstæðinga sína.  En Galba var ekki mjög opinn fyrir því að deila vinningum sínum og neitaði að borga hermönnum sínum það sem hann hafði lofað þeim.Afleiðingarnar voru að Hersveitirnar lýstu yfir stuðningi við Vitellius stjórnanda Germaníu.  Galba varð hræddur og lýsti Licinianus sem erfingja sinn.  Þetta gerði hinn metorðagjarna en réttsýna Marcus Salcius Otho afbrigðasaman.  Otho mútaði lífverði Galba, en þeir voru þegar mjög óánægðir með Galba.  Þegar Galba heyrði um þetta fór hann út á göturnar til að friðþægja lýðinn en það voru mistök þar sem hann var ekki vinsæll.  Lífvörðurinn myrti hann.

Þingið lýsti Ortho sem Keisara en Vitellius var á leiðinni til Rómar.  Ortho sendi skilaboð til Vitellius og bauð honum samstarf í formi ættleiðingar, en Vitellius neitaði.  Í orrustunni um Bedriacum tapaði Ortho, og frekar en að viðhalda ofbeldisástandinu fórnaði hann sér og framdi sjálfsmorð.

Vitellius var þá lýstur Keisari af Þinginu.  Vitellius hafði lítinn áhuga eða getu til stjórnarstarfa og eyddi tíma sínum í veislur og skrúðgöngur, sem leiddu til gjaldþrots ríkisins.  Þegar skuldasalar fóru að krefjast borgunar lét Vitellius drepa þá.  Hann hóf síðan að drepa þá sem höfðu gert hann að erfingja sínum og tók eignir þeirra til eigin nota.  Hann líkt og Galba lét aflífa þá sem hann taldi andstæðinga sína.Í þessu ástandi lýstu Hersveitirnar í Egyptalandi Vespasian sem keisara.  Hann tók flest austurhéröðin og réðust hersveitir hans síðan inn í Ítalíu og lagði Róm í herkví.  Vitellius reyndi að vinna borgina á sína hlið og mútaði og lofaði metorðastöðu þar sem við átti.  Þetta gekk lítið og Vitellius flúði og fór í felur.  Hann ákvað síðan að heimsækja höll sína í síðasta skiptið en hitti þar hermenn Vespasian sem drápu hann.Vespasian tók við sem Keisari og ríkti í tíu ár. 

Það hefur lítið breyst á 1940 árum.  Pólitíkin er jafn hröð og skemmtileg að horfa á, hvort sem það er árið 67-8 í Róm eða árið 2007-8 í Reykjavík.

Ég tel þrjá keisara í Reykjavík, spurning hvort sagan endurtaki sig alveg?


Torfusamtökin: Tískulögregla Ríkisins

Þeim mun meir sem að talmenn Torfusamtakana (t.d. Þórður Magnússon í Vísi) og húsverndunarsinnar ræða um mál Laugarvegar 2 og 4, þeim mun meir kemur það í ljós að málefnið snýst í raun um smekk fólks á útlitum bygginga.  Torfusamtökin eru samtök fólks sem hefur smekk fyrir timburhúsum í Skandínavískum stíl og fara fram á að öll þróun í miðborginni fylgi þeirri tísku.  Bæði á það um nýjar byggingar og endurgerð á gömlum.Skandínavíski stíllinn kemur upphaflega frá Dönskum nýlenduherrum og innfluttum Norskum einingahúsum og er ekki Íslenskur byggingastíll.  Fyrir Íslenskar byggingastíl þarf að fara til torfbæjanna eða til “svörtu kassana” sem módernistar Íslendinga hönnuðu í byrjun aldarinnar síðustu.

En Torfusamtökin þyrftu að svara því hver gerði þau að tískulögreglu ríkisins?  Var kosið um þann stíl sem Íslendingar vilja byggja umhverfi sitt í, og unnu Torfusamtökin kosningarnar?  Ég heyrði ekki af þessum kosningum og ferð því fram á eðlilegan rétt minn að fá að kjósa um þessi mál ef við viljum einhvern Reichs-architektur á Íslandi.

En það sorglegasta í þessu öllu er að Torfusamtökin virðast ekki átta sig á að það sem gerir Reykjavík einstaka borg er fjölbreytileiki bygginga í borginni.  Það að nýtt hús standi við hlið gamals húss sem stendur við hliðina á kassa frá 1960.  Þetta er það sem gerir þann anda sem ríkir í miðborginni.  Með því að búa til gervi-gamaldags umhverfi er gengið skref í að eyðileggja þetta og gera borgina að einhversslags Disney-heim.  Og Disney-heimur er ekki andríkt umhverfi.

Húsfriðunarnefnd brýtur gegn eðlilegri stjórnsýslu

Húsfriðunarnefnd hefur nú alvarlega brotið gegn eðlilegri stjórnsýslumeðferð gagnvart framkvæmdum ríkisborgara landsins.  Nefndin hefur nú samþykkt að mæla með því að húsin verði friðuð á elleftu stundu áður en þau eru færð eða rifin fyrir nýbyggingu Hótels sem eigandi húsana hefur ákveðið að byggja í staðinn.

Niðurstaða nefndarinnar ber þess merkis að þarna er ekki um að ræða samþykkt vegna byggingalistarlegra gæða eða sögulegra merkilegheitar húsana heldur einfaldlega vegna þess að þau eru gömul og hafa alltaf verið þarna í húsalínunni og eiga því að vera þar áfram.  Engin önnur rök eru fyrir verndun húsana.  Það er augljóst að þrýstingur vissra félagasamtaka og áhugamanna um skúra hefur ráðið meira en fagmannleg vinnubrögð.

Nú er ég nokkuð viss um að núverandi eigendur húsana eiga í viðræðum við lögfræðinga sína.  Núverandi eigendur keyptu þessi hús, á dýrasta stað borgarinnar með án efa þróun byggingarreitanna í huga.  Verðmat eignanna við kaupin hefur einnig örugglega dregið mat af þeirri staðreynd að húsin voru ekki vernduð og kjörin til niðurrifs og nýbyggingar.  Byggingin sem koma átti í staðin er þar á ofan mun verðmætari en þær byggingar sem eru á lóðinni núna.

Húsin voru ekki talin þess verð að vernda þau áður en núverandi eigendur ákváðu að fara út í það dýra ferli að þróa þessar lóðir, en nú í loka stigum þróunarferlisins ákveða nefndarmenn sem kallast eiga fagfólk, að loka fyrir þessa eðlilegu þróun með því að brennimerkja þær með verndunarmerki sínu.  Það er á engan hátt eðlilegur starfsháttur í vestrænu lýðræðis

Nú er boltinn hjá ráðerra og ef hann skrifar undir þessa ákvörðun hlýtur núverandi eigandi að hafa mikla bótakröfu tilbúna á hendur ríkinu.   Einungis einræðisríki hafa kerfi þar sem ríkið getur sett alskonar staðbundin bönn og reglur á eðlilegar athafnir borgarana hvenær sem er og einstaklingar eru réttlausir gagnvart ríkinu.  Kostnaður ríkisins vegna þessarar heimsku mun fara upp í tugi og vonandi hundruði milljóna  ef þetta fer fyrir dómstóla, sem það vonandi gerir.

Það er fyrir utan það fordæmi sem þetta gefur í húsverndun á Íslandi.  Héðan í frá er allt gamalt verndað.  Sama hve mikið drasl það er.


Sögulegur Ruslahaugur Fluttur í Smáralindina.

Borgarstjóri Kópavogs hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir við niðurrif sorphaugs sem situr við húshorn Hamraborgar og átti að fjarlægja í dag.  Mikil mótmæli Félags Verndunarsinna hafa staðið um sorphauginn síðustu vikur og hefur Borgarstjóri látið undan þrýstingi og samþykkt að stöðva framkvæmdir.

Guðmundur Kvaran Kveldúlfsson formaður Verndunarsamtakana fagnaði þessari ákvörðun Borgarstjóra.  “Þetta er ekkert venjulegt sorp heldur sögulegur Haugur og ein merkilegasta undirstaðan fyrir Andann sem ríkir hér í Miðborg Stór-Kópavogs!”  Aðspurður um sögu haugsins sagði Herra Kvaran Kveldúlfsson.  “Þessi haugur hefur verið hér síðan Jónas Jónsson frændi vinar fyrrverandi kærustu Steins Steinarr lagði grunnin af honum árið 1950 með því að leggja þar bandspotta.  Síðan þá hefur þetta verið hornsteinn í Anda miðborgarinnar.  Í gengum tíðina hefur þessi haugur vaxið og dafnað og þar eru fornleifar eins og þetta bláa Fótanuddtæki frá 1985.”  Segir Herra Kvaran Kveldúlfsson og bendir á horn þess merkilega tækis sem stingst undan gömlu teppi.”

 Verndunarsamtökin hafa bent á að efnahagsuppsveifla síðustu ára hafi haft gríðarlega neikvæð afleiðingar á sögulegar menjar borgarinnar og landsins alls.  Benda þeir í því sambandi á ofbeldisfulla hreinsunaráráttu borgaryfirvalda þar sem götur og göngustígar hafi verið sópaðir reglulega án tillits til sögulegra menja landsins.  Barátta samtakana hefur eins og flestir vita verið hvað hörðust gegn gras-slætti yfirvalda undir baráttuorðunum “Þetta gras kemur aldrei aftur!”.

Samtökin vísa á bug ásökunum um hótanir gegn fólki sem reynt hefur að mála húsin sín.  “Við höfum einfaldlega bent fólki á að það beri borgaralega skyldu til að halda við sögulegu umhverfi borgarinnar og að almenningur líti það ekki björtum augum ef einstaklingar reyni að myrða anda borgarinnar”.  Segir Kolhildur Jörgensen Gandálfsdóttir varaformaður Verndarsamtakana og formaður Neyðarnefndar samtakana.

 Borgarstjóri Kópavogs hefur skipað verkefnisstjóra til að sjá um flutning Haugsins að Smáralind þar sem áætlunin er að gera hauginn að aðal aðdráttarafli í ferðamannaáætlun Kópavogs.Verndunarsamtökin hafa lýst yfir að þau sætti sig ekki við flutning Haugsins þar sem slíkt myndi “breyta anda Kópavogs” og að það sé köllun þeirra að berjast gegn öllum slíkum “skemmdarverkum”.Nú rétt áður en þetta blað fór í prent hefur Bónus boðist til að taka yfir rekstur haugsins.  Áætlun Bónusar er að endurbyggja Hauginn í upphaflegri mynd, sópa af honum ryk og fjarlægja kókflöskur og annað plast, enda er plast á lista yfir óvini Kópavogsandans.

Undir hvern ættu Varnamál að heyra?

Nú hefur ríkisstjórnin undirstrikað þá stefnu að Varnarmál skuli heyra undir Utanríkisráðuneytið.  Þetta er ákvörðun sem á sér sögulega skýringu en skilur þó ennþá eftir þá Spurningu hvort slíkt sé fullkomlega rétt ákvörðun?

Ráðuneytisskipting framkvæmdavaldsins hefur alltaf verið meira stýrt af pólitískum samningum stjórnarflokkana í hvert sinn en einhverri eiginlegri stefnu- eða stjórnskipunarhugmundum.  Eins og er eru ráðuneytin 12, það eru  Forsætisráðuneyti, Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Félags- og tryggingamálaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Heilbrigðisráðuneyti, Iðnaðarráðuneyti, Menntamálaráðuneyti., Samgönguráðuneyti, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Umhverfisráðuneyti, Utanríkisráðuneyti og Viðskiptaráðuneyti.  Margir myndu telja það eðlilegra t.d. að Iðnaðarráðuneytið sæi um Sjávarútvegs og Landbúnaðarmál, enda er sjávarútvegur og landbúnaður iðnaður.  Einnig teldu margir skrítið að kirkjumál heyri með dómsmálum, nema ætlast sé til að Guð hafi eitthvað með dómsmál að segja.  Frekar ætti slík verkefni að heyra undir Félagsmálaráðuneytið.

Í gegnum tíðina hafa Forsætis og Utanríkisráðuneytið verið vinsælustu ráðuneytin meðal verðandi ráðherra og hafa flokkar yfirleitt skipt þessum ráðuneytum á milli sín.  Það er reyndar einkennilegt að Utanríkisráðuneytið sé svona vinsælt, en ráðuneyti eins og Fjármálaráðuneytið og ráðuneyti atvinnumála hafa mun meiri pólitísk áhrif og áhrif á daglegt líf Íslendinga.  Sannleikurinn er líklegast sá að ráðuneytið hefur sögulega verið vinsælt vegna þeirra utanlandaferða og veislusóknar sem felast í starfinu, ásamt tækifærum til að hitta frægt og faldamikið fólk í útlöndum.

En svo við snúum okkur aftur að varnarmálum þá þyrfti að ígrunna vel þá ákvörðun að setja þau mál undir Utanríkisráðuneytið, hvað sem líður pólitískum skiptingum ráðuneyta. 

Varnarmál Íslendinga, hver sem þau verða í framtíðinni, mun um ófyrirsjáanlega framtíð vera nátengd og innvafin í NATÓ.  Þar á ofan munu Íslendingar halda áfram starfi sínu innan Friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna, og án efa mun landið taka þátt í friðargæslustörfum innan annara samtaka í framtíðinni.  Allt þetta kallar á mikil og þörf samskipti við erlend ríki.

Utanríkisráðuneytið stofnsetti upphaflega Varnarmálaskrifstofu árið 1985, en hlutverk hennar á þeim tíma var að stunda samskipti við Bandaríkin í gegnum varnarsamning ríkjanna og við NATÓ.  Þegar skrifstofan var stofnuð var Kaldastríðið í fullu fjöri og Bandaríkjamenn sáu um allar varnir landsins.  Varnarmálaskrifstofan var því rökrænt skilgreind sem hluti utanríkismála Íslendinga.

Aðstæður eru allt aðrar í dag, en Bandaríkin sjá ekki um varnarmál Íslendinga lengur og umsjón annara NATÓ ríkja um varnir landsins eru og verða takmarkaðar.  Íslendingar hafa því á allra síðustu árum í auknu máli farið að sjá um varnarmál sín sjálfir. 

Í dag eru varnar og hernaðarumsvif Íslendinga margtæk.  Beinar heimavarnir eru í höndum Landhelgisgæslu, lögreglu og ratsjárkerfis varnarmála.  Auk þessara beinu aðildar koma Varnarmálaskrifstofa og almannavarnir að stuðningshlutverkum varnarmála, og þar að auki falla viss landssvæði á landinu undir varnarsvæði sem áður heyrðu undir Bandaríkjaher.

Hernaðarumsvif Íslendinga erlendis eru í friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna, starfa í skrifstofum NATÓ ásamt þjálfun og æfingum innan NATÓ.  Varnarsamningur við Bandaríkin fellur einnig í sér vissa samvinnu í varnarmálum þó í takmörkuðu mæli sé.  Þessi umsvif erlendis eru á einn eða annan hátt tengd því sí aukandi varnarstafi Íslendingar framkvæma sjálfir.

En varnarmál eru á endanum algjör innanríkismál.  Hlutverk þess er að verja heimalandið frá utanaðkomandi ógn og hefur takmarkað með utanríkismál að gera.  Varnarmál eru best sett í eigin ráðuneyti, en smæð landsins gerir það að verkum að slíkt er óhugsandi.  Kjörið væri að setja varnarmál beint undir Forsætisráðuneytið, með eigin Undirráðherra, en aftur myndi það flækt málin um of.

Með þeim röku er einungis eitt ráðuneyti sem rökrænt ætti að hafa með varnarmál að gera, en það er Dómsmálaráðuneytið.  Nú þegar eru stærstu hlutar starfssviða þess ráðuneytið þegar að hluta blandað í varnarmál og með flutning kirkjumála yrði starfssvið ráðuneytisins (öryggismál) ennþá skýrt við yfirtöku á málaflokknum.

Ég set ekki spurningu við þau utanríkissamskipti sem munu óhjákvæmilega fara í gegnum Dómsmálaráðuneytið, enda er það frekar gamaldags hugsunarháttur að einungis eitt ráðuneyti megi fara með öll samskipti ríkisins við útlönd.  Við búum í sí auknu mæli við alþjóðafæðingu sem gera slíkt óhæft.  Öll ráðuneytin ættu og hafa mikil erlend samskipti hver á sínu sviði.  Slíktu ætti Utanríkisráðherra að fagna, enda mun það frekar styrkja diplómatahlutverk ráðuneytisins.  T.d. ættu viðskiptafulltrúar á vegum Viðskipta- og atvinnumálaráðuneytanna að starfa í helstu sendiskrifstofum landsins erlendis.

Varnarmál landsins munu um ófyrirsjáanlega framtíð vera bundin hlutverki sínu innanlands en um leið hafa sterk tengsl við störf og samvinnu við aðila erlendis.  Varnarmálaskrifstofa ætti að taka yfir landhelgisgæslu, sérsveit lögreglunnar, ratsjáreftirlitið, Friðargæslu Íslendinga, varnarsvæði og samskipti við NATÓ og varnarsamning Bandaríkjanna ásamt öllum öðrum störfum sem falla undir þessi öryggismál innanlands og utan.


Spurning ársins

Um hver áramót setur Vísinda-akademían Edge fram spurningu ársins fyrri framámenn heimsins á hinum ýmsu sviðum.  Í ár koma svarendur frá hinum ýmsu hornum mannlífsins; frá leikaranum Alan Aldan til vísindamannsins Richard Dawkins.  Þetta árið glíma svarendur við spurninguna um það hvað hafi breytt skoðun þeirra á lífsleiðinni:   Þegar hugsun breytir skoðunum þínum, er það kallað  hemisspekiÞegar Guð breytir hugmyndum þínum, er það kallað  trú.Þegar staðreyndir breyta hugmynum þínum, er það kallað  vísindi.Hvað hefur breytt skoðunum þínum og af hverju?Vísindi eru byggð á sönnunum.  Hvað gerist þegar upplýsingarnar breytas?  Hvernig hafa vísindauppgötvanir breytt skoðunum þínum?Þetta er skemmtileg og fjölbreytileg lestning fyrir þá sem hafa áhuga á vísindum.  Ég mæli sérstaklega með grein  Roger Highfield um vísindi sem trúarbrögð .

Ákjósanlegar landsvarnir

Eins og ég hef komið að hér áður þá er Ísland í engu frábrugðið öðrum löndum varðandi sögulega eða hugsanlega utanaðkomandi hernaðarlega hættu.  Ísland hefur þjást vegna beins eða óbeins hernaðar í gegnum alla sögu sína og heimurinn hefur ekki orðið öruggari eftir lok Kalda Stríðsins, þvert á móti.  Í dag eru meiri átök í heiminum en voru á tímum Kaldastríðsins og það eru frekar líkur á aukningu þess en minnkum.  Einangrun landsins er að sama skapi minni en nokkurn tíman fyrr bæði vegna tækniframfara í farkostum og einnig aukinnar meðvitunnar alþjóðar um landið.  Þarfir á skipulögðum vörnum fyrir landið er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr.  En spurningin er hvernig best sé að haga þeim vörnum?

Gunnfáni isl hersins 17 aldarÍ bók sinni “Um Stríð” segir Clausewitch að það til séu tvenns kyns stríðsátök og byggir munur þeirra á markmiðum þeirra.  Hið fyrra sé að nota hernaðarmátt til að nema landssvæði og hið seinna sé að lama hernaðarmátt óvinarríkisins svo að hann geti ekki barist með önnur markmið en landnám í huga.  Í fyrri stríðsátökunum endar stríðið með samningum, en í seinni átökunum sé það algjörlega sigurvegarans að fyrirskipa endalokin.  Þessi hugmyndafræðilega skipting getur gefið að einhverju leiti hugmynd um hvernig vörnum landsins ætti að haga.

Lega og stærð landsins er bæði gæfa og böl þess.  Mannfæð á landinu gerir það að verkum að það hefur ekki mikinn alþjóða mátt, sem gerir það frekar ósýnilegt.  En það gerir það einnig að verkum að landið hefur lítinn mátt til meiriháttar hernaðar.  Lega þess gerir allar innrásir erfiðar, en ekki ómögulegar, en legan gerir einnig alla hernaðarlega hjálp frá vinátturíkjum landsins ennþá erfiðari ef innrásarlið hefur náð fótfestu. Mannfæð og einangrun eykur einnig áhættu fyrir almenna borgara, sérstaklega í aðstæðum þar sem óvinir stefnir einfaldlega að fjöldamorðum.

Sögulega séð er hægt að segja að ísland hafi átt á einn eða annan hátt 4 óvinaþjóðir.  Fyrst Noreg (eða réttara sagt Noregskonung) sem ásældist völd yfir landinu.  Þar á eftir Danmörk sem drottnaði yfir því oft með hörðum höndunum, Bretland sem stóð í baráttu yfir auðlindum sjáfarins í kringum landið allt frá miðöldum þar til 1976.  Bretland hertók einnig landið árið 1940.  Síðasta óvinaland Íslands var svo Bandaríkin sem tóku yfir hernám lansins af Bretum.   Hér er talað þó ekki verið að tala um hatur milli fólk, enda allt annar hlutur.  Bretar og Bandaríkjamenn á stríðsárunum voru séð sem vinir Íslendinga, en það breytir ekki sögunni.  Allt eru þetta lönd sem við teljum nú næstu vinátturíki okkar, en hafa sögulega stundað aðgerðir sem teljast óvinveittar þjóðinni eða ríkinu.  Aðgerðir Noregs og Danmerkur teljast hrein landvinningastríð og sama má segja um aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Seinni Heimstyrjöldinni. Blóðugustu hernaðaraðgerðir urðu þó í landvinninga-styrjöldum sem geisuðu milli Íslendinga á fyrstu öldum þjóðarinnar, svo Íslendingar eiga sjálfir metið í hernaðarbrölti hér.  Blóðugustu aðgerðir af erlendu afli gegn Íslendingum voru árásir Ottómanskra sjóræningja á landið.  Þær voru óvæntar og höfðu ekki landvinninga sem markmið.  Þær árásir komu frá heimsveldi sem Íslendingar höfðu engin samskipti við, hvorki góð né ill.

Með tilvísun í Clausewitch er hægt að setja bæði sögulega og hugsanlega áhættu í samhengi.

·          Landvinningastríð:

o        Stórar hernaðaraðgerðir af lofti, landi og legi sem krefðust enn stærri hernaðarmáttar til að verjast þeim.

·          Stríð gegn mætti landsins:

o        Smærri og stuttar aðgerðir sem krefjast snöggra viðbragða léttsvopnaðs mannafla

o        Meðal stórar aðgerðir sem krefjast langvarandi aðgerða léttvopnaðs mannafla og stuttar aðgerðir loft og landhers.

 

Vegna mannfæðar hafa Íslendingar ekkert bolmagn í meiriháttar varnar- eða hernaðaraðgerðir.  En þeir hafa getu til að sjá um eigið öryggi þegar kemur að smærri, afmörkuðum, áhættum og aðgerðum.  Íslendingar gætu varist hryðjuverkaárásum eða árásum sérbúins landgönguliðs.  Íslendingar hafa aftur á móti ekkert bolmagn til að halda uppi vörnum gegn meiriháttar innrásum sem fælu í sér herskip og orrustu flugvélar.  Fyrir slíka atburði þyrftu Íslendingar á stuðningi vinátturíkja sinna að halda.

Undirbúningur hernaðaraðgerða til að  berjast á móti meiriháttar innrás í landið tekur vikur og mánuði.  Þeim stærri sem aðgerðirnar eru, þeim lengri tekur skipulag þeirra.  Af þessum ástæðum hafa herir og samtök eins og NATÓ sett á fótinn hraðsveitir.  Hersveitir sem geta mætt snöggt á átakasvæði og slegið niður átök í fæðingu, eða undirbúið innkomu stærri hers.  Slíkar sveitir þurfa tvær vikur hið minnsta frá því að átökin byrja og þar til þeir geta mætt á átakasvæðin.  Margt getur gerst á tveim vikum.  Tímasetningin byggir einnig að miklu leiti á aðgangi hersveita að aðstæðum til lendingu fyrir flugvélar og skip.  Þeim verri sem slíkar aðstæður eru, þeim lengri undirbúnings er kravist.  Það er nefnilega ekki nóg að henda liði hermanna á landið, slíkt lið þarf mikla og stöðuga sendingu á vistum og búnaði, og þurfa því fyrst og fremst varðann lendingastað fyrir slíkt.  Ef slíkur aðgangur er tryggður af landbundnu herliði eykst hraði og möguleikar vináttuþjóða að koma til hjálpar. 

Niðurstaðan er að ákjósanlegustu landvarnir Íslendinga eru minniháttar Íslenskur hernaðarmáttur ásamt þátttöku í samtökum eins og NATÓ.  Innan Íslenska hernaðarmættsins ætti að vera:

Viðvörunarstörf:  Ratsjáreftirlit, Loft- og sjávareftirlit Landhelgisgæslu, upplýsingaöflun og greiningar áhættu og varnarmáttar.

Bein Varnarstörf:  Varnarmáttur Landhelgisgæslu og landgönguliðs gegn minniháttar átökum.  Trygging öryggis almennings í átökum eða hamförum og  trygging skipa og flughafna í meiriháttar átökum eða hamförum.

Flugsveitir og floti yrðu til lítils gagns nema í meiriháttar átökum og enganveginn virði þeirra fjárfestingar sem til þyrfti til reksturs.  Tímabundin staðsetning Orrustuflugvéla á landinu er óþörf.  Óvinir geta einfaldlega mætt þegar slíkar þotur eru farnar eða notað aðrar aðferðir en flugsamgöngur til innrásar.  Einnig er mjög auðvelt að taka orrustuflugvélar úr umferð ef flugvellir þeirra eru ekki varðir af landher.  Flugvellir eru Arkílesarhæll orrustuflugvéla. Flugmenn og flugvélar eru mjög dýr hernaðarmáttur og við upphaf stríðsaðgerða myndu orrustuflugvélar í eigu erlends ríkis fara frá landi brott undir eins, enda engin ávinningur í að eyða slíkum útbúnaði í sjálfsmorðsátök.Icelandic_Army_1940-2

Liðsafli:

Varnarlið með vel þjálfuðum og vel útbúnum landgönguliðssveitum sem hægt er að efla með liðsafla varaliðs þegar á þarf að halda.  Landgönguliðið og búnaður þess þyrfti að hafa viðbúnað víða um land til að mynda djúpar varnir.  Hluti þessa ætti að vera sérþjálfuð sveit sem stundar þau störf sem sérsveit lögreglu stundar nú.  Þó meira bundin af ákvörðun ríkisstjórnar.

Landhelgisgæslan þyrfti einhvern efldan búnað en aðalega þjálfun il að geta þjónað grunn varnarþörf á hafinu ásamt því að stunda liðsflutninga og björgun og sjúkraflug á átakasvæðum.

Ratsjáreftirlitið héldi áfram með viðeigandi þjálfun. 

Öryggisþjónusta sem þyrfti ekki að stunda njósnir, heldur sérfræðistofnun sem getur metið alþjóðlegt ástand og gefið ríkisstjórninni reglulega ráðgjöf um öryggisástand og varnarþörf landsins.

Yfirstjórn Varnarnála er nauðsynleg til að geta haldið uppi samhæfingu og skipulagi landvarna í hvaða formi sem það er.  Eitthvað af störfum Almannavarna nú myndu falla undir þessa yfirstjórn.

Þjálfur og búnaður;  Stærsti hluti varnarliðs allra landa eru þeir sem aðstoða bein hernaðarstörf með þjálfun, aðhlynning, flutning og vöruskipun.  Ekkert varnarlið virkar án stuðnings.

Aðrir landbundnir varnamöguleikar;

Ef Íslendingar eru algjörlega á móti stofnun Íslenskra Landgöngusveita er einnig möguleiki á að stofna málaliða eða útlendingahersveitir t.d. í anda Frönsku Útlendingahersveitarinnar.  En það mun þó setja stóra spurningu við hollustu þeirra líkt og með hollustu allra erlendra hersveita sem landið kysi að nota til varna landsins.

Hér hef ég talið þann varnarmátt sem talist gæti ákjósanlegur á landinu.  Hver sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður í þeim efnunum er óvíst.  Þó er öruggt að hvað sem fellst í ákvörðunin mun það hafa víðtækar afleiðingar einhvern daginn í framtíðinni.


Íran og valdatafl Islam

Pólitískt landslag Mið-Austurlanda hefur tekið miklum breytingum síðustu fjögur árin.  Óvéfengjanlegur sigurvegari þeirra breytinga eru Íranir.  Þó að augljósustu breytingarnar virðist vera í Íran og Afganistan, eru þær einungis sýnishorn af mun víðtækari breytingum.  Önnur sýnishorn eru þær miklu breytingar meðal hryðjuverka og andspyrnuhópa í löndunum í kringum Ísrael.  Bæði Hamas á herteknu svæðum Araba og Hezbollah samtökin í Líbanon hafa síðustu árin verið þjálfaðar af sérsveitum Íranska hersins, fjármagnaðir og vopnbúnir af Írönum.  Þetta bar afrakstur í stríði Ísraela og Hezbollah árið 2006 þegar Ísraelar gáfust upp eftir vonlausa baráttu við vel skipulagðar varnaraðgerðir Hezbollah.  Um svipað leiti breyttu Hamas um stefnu og tóku í fyrsta skiptið þátt í opinberum stjórnmálum Palestínu sem leiddi til þess að þeir hertóku Gaza á þessu ári (2007).  Báðir þessir hópar eru þjálfaðir og útbúnir af Íran og Sýrlandi, þrátt fyrir það að þeir liggja sítthvoru megin við Shia/Sunni gjánna.  Hezbollah eru Shiar eins og Íranir og Sýrlendingar, en Hamas er Palestínskur armur Múslímska Bræðralagsins sem eru helstu fasistasamtök Sunni Múslíma. iran_ethnic_map

Ísraelar eru bundnir í pólitískar skoðanir Vesturlandabúa sem kemur meira og meira í veg fyrir að þeir geti tekið á hernaðarlegum og pólitískum andstæðingum sínum líkt og áður.  Hernaðarlegt og pólitískt tap þeirra hefur bæði grafið undan sjálfsöryggi þeirra og aukið sjálfsöryggi Múhameðstrúarmanna.

Utanríkisþjónusta Bandaríkjamanna benda á Írani sem helsta vandamálið í friðarviðleitni milli Ísraela og Palestínumanna, og er það ekki alls órétt en núverandi ástand kemur að einhverju leiti frá heimskulega einfaldri stefnu nýíhaldssinna í Bandaríkjunum. 

Opinbera þjónusta Írana er uppruninn óslitið frá tímum Persa og þekkir vel skipulagðar langtímaaðgerðir, og eru ekki óvanir að grípa tækifærin sem gefast.  Íranir hafa alltaf litið á löndin í kringum sig sem sitt eigið náttúrulega áhrifasvæði.  Tvisvar í sögu landsins hefur landið misst mátt sinn og nánast verið þurrkað út.  Fyrst við innrás Arabíska hers Múhameðs inn í landið og síðar við innrás Mongóla sem nánast eyddu allri menningu landsins.  Í báðum tilvikum tókst Írönum að rísa upp úr þeirri neyð.  Fyrst með því að taka múhameðstrúna (þó með eigin skilning) og síðan með því að snúa Mongólum til Múhameðstrúarinnar.  Núverandi ástand í Mið-Austurlöndum er því smámunir í sögu landsins.

Klerkastjórnin og stríðið við Írak veikti ríkið mikið, en eftir stríðið hófu Íranir að skipuleggja langtímamarkmið sín, að verða ráðandi aflið innan Múhameðstrúarinnar.  Segja má að þeir hafi áttað sig á hugsanlegum átökum menningarheima löngu áður en Vesturlandabúar hófu að vara við því.  Helsta markmiðið í þeirri áætlun er að vera það ríki Múhameðstrúarmanna sem eyðir Ísrael.  Slíkt myndi gera landið að óvéfengjanlegum leiðtoga menningarheimsins bæði í hjarta almennings og í huga leiðtoganna. 

Midausturlanda-stridTvær ákvarðanir Bandaríkjamanna gengu Írönum á hendur.  Árið 2003 réðust Bandaríkjamenn inn í Afganistan og Írak, lönd sem liggja næst Íran.  Þessar innrásir settu strik í reikninginn og Íranska Klerkaveldið, hrætt um öryggi sitt gegn innrás Bandaríkjamanna sendi þeim sterk skilaboð um vilja til samningaviðræðna.  Þessi skilaboð voru stórkostlegt tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að hafa áhrif á ríkisstjórn Íran og um leið frelsi og mannréttindi þegna landsins.  Því miður kom þvermóska og hugmyndafræði nýíhaldsins í veg fyrir að tækifærið yrði gripið.  Í allri sögu Mið-Austurlanda síðustu áratuga er þetta líklega heimskulegasta ákvörðun sem tekin hefur verið. 

Eftir þessa afneitun Bandaríkjanna sátu Íranir á beinunum í stuttan ríma.  En ný tækifæri gengu Írönum á hendur nánast ókeypis úr höndum Bandaríkjamanna.  Bandaríkjamenn fjarlægðu helstu óvini Írana á svæðinu, Íraska- og Afganska- sunni veldin. 

Seinni ákvörðun Bandaríkjamanna; um að stunda “ódýra” hertöku (með mjög fáum hermönnum), en um leið að leggja niður her og lögreglu þessara landa beinlínis bjó til vopnaða andspyrnu gegn hertökunni.  Atvinnulausir Hermenn og Lögreglumenn sátu heima hjá sér og voru fullkomin undirstaða vopnaðrar anstöðu.  Ekki leið á löngu þar til Bandaríkjamenn uppskáru það sem þeir sáðu.  Íranir voru náttúrulegur stuðningur fyrir Shia trúarbræður sína í Írak, en þeir um leið juku stuðning sinn við Afganska skæruliða, sérstaklega meðal ættflokka nálægt landamærunum, þó þar sé meiri vantraust til staðar.  Allar aðgerðir Bandaríkjamanna gengu þeim í hendur.  Þetta jók sjálfstraust Irana til muna og samhliða aðgerðum meðfram landamærum sínum juku þeir skipulag og styrk samtaka sinna umhverfis Ísrael.  Uppgangur Hezbollah og Hamas er hluti af þessari nýjustu sókn í valdastefnu Írana.  Sýrlendingar sem hafa litið á svæði Palestínu og Líbanon sem sín áhrifasvæði hafa reynt að taka þátt í þessari stefnu til að viðhalda valdahlutfalli sínu, en Íran er óvéfengjanlegur leiðtoginn í dag. 

Allar líkur eru á að Írak brotni upp á næstu árum í Kúrdistan, Sunni-Írak og Shia-Írak.  Það er þó ennþá spurning með hvort Shia hlutinn haldi í sjálfsstæði sitt eða bætist við landssvæði Írans.  Hvernig þessi skipting verður til mun hafa víðtæk áhrif á öll mið Austurlönd, en ef borgarastíðið í Írak leysist algjörlega úr læðingi, eru líkur á að Sádi-Arabar komi trúbræðrum sínum Sunni Írökum til hjálpar, og að stríði á milli Sádí-Arabíu og Írans verði öruggt.

Útkoma samvinnu Hamas og Írana sýnir þó að slík samvinna trúarhópana skilar árangri.  Múslímska Bræðralagið á ítök nánast í öllum löndum Sunni Múslíma og til Sunni almennings þar sem þeir eru bannaðir og er friður og jafnvel samvinna Sunni og Shia ekki ólíkleg í gegnum Bræðralagið. 

Ef friður skapast milli þessara fylkinga, eru dagar Ísraela líklega taldir.  Þegar sú flís í loppu Múhameðs er farinn geta Múhameðstrúarmenn farið að líta til annara svæða sem Íslam hefur tapað í gegnum aldirnar í eylífu stríði sínu gegn hinum trúlausu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband