13.10.2008 | 12:42
Listi yfir þá sem bera ábyrgðina
Þetta er ekki tæmandi listi yfir þá sem bera ábyrgðina á því efnahagshruni sem Íslenska þjóðin býr nú við, en spurning hvort þetta sé ekki byrjunin.
Geir H. Haarde, Forsætisráðherra
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra
Davíð Oddson, Formaður bankastjórnar og Seðlabankastjóri
Eiríkur Guðnason, Seðlabankastjóri
Ingimundur Friðriksson, Seðlabankastjóri
Halldór Blöndal, formaður Seðlabankaráðs
Jón Sigurðsson, varaformaður Seðlabankaráðs
Erna Gísladóttir, Seðlabankaráði
Ragnar Arnalds, Seðlabankaráði
Jónas Hallgrímsson, Seðlabankaráði
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Seðlabankaráði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Seðlabankaráði og Kapítalisti
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitið
Jón Ásgeir Jóhannesson, Forstjóri Baugur
Finnur Ingólfsson, Forstjóri VÍS, Kaupþing ofl.
Björgólf Thor Björgólfsson, Forstjóri Actavis ofl.
Bjarni Ármannsson, Bankastjóri
Sigurður Einarsson , Forstjóri Bakkavör
Hreiðar Már Sigurðsson, Forstjóri Bakkavör
Pálmi Haraldsson, Forstjóri Fengs ofl.
Róbert Wessman, Forstjóri Actavis
Íslenski ríkisborgarinn sem lifði um efni fram, Lántakandi bílalána ofl.
Það vantar örugglega í þennan lista og ég kannski fer rangt með störf sumra, ég tek við ábendingum um þá sem vantar og leiðréttingum á þeim sem eru á listanum. Þetta er bæði þeir einstaklingar sem bjuggu til og ríktu yfir eftirlitslausu kerfi, og þeir sem nýttu sér það í eigin þágu. Þau bera öll ábyrgð á ástandinu, þó sumir geri það meira en aðrir.
Ég óskaði þess að Íslendingar núna, í eitt skipti láti fólk bera ábyrgð á gerðum sínum. EKKI Í GUÐS ALMÁTTUGS BÆNUM KJÓSA SJÁLFSSTÆÐISFLOKKINN AFTUR. t.d. Þessi tilraun þeirra með efnahagslífið og tengsl viðskiptalífsins og stjórnmála hefur gersamlega mistekist.
10.10.2008 | 15:28
Ga-ga feminismi í miðju öngþveitinu
Þegar ég hlustaði á fréttamannafund Forsætisráherra í gær gat ég ekki annað en skellt uppúr þrátt fyrir alla alvöruna sem þar var vissulega í gangi. Hér eru aðstæður þar sem þjóðríki er að því komið að verða gjaldþrota og menn eru að klóra í bakkana í örvæntingarfullri leit af hálmstráum. Við þessar aðstæður stendur fullorðin og sjálfráða blaðakona upp og spyr ráðherra hvort passað verði uppá að konur verði settar í ný embætti í jöfnu hlutfalli við karlmenn...!
Þessi furðulega spurning sýnir bæði geggjaða forgangsröð þessarar blessuðu blaðakonu, og um leið þá ofboðslegu blindni sem fólk verður fyrir þegar það horfir á umheiminn í gegnum "gleraugu" einfaldrar hugmyndafræði. Raunveruleikaskinið hverfur alveg.
9.10.2008 | 14:36
Winston Churchill um Davíð Oddson og fylgjendur
"Never in the field of human economy have so many been screwed so much by so few."
"Iceland and David Oddson had to choose between economic collapse and independence. They chose independence, they will have economic collapse. "
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 09:18
Einangrunarstefna Flokksins
Einn grundvöllur yfirtöku ríkisins á Íslensku bönkunum er að þeir skeri á alla viðskiptastarfsemi erlendis. Þetta er stefna sem sprottin er úr skoðunum lítils arms Sjálfsstæðisflokksins. Þessi armur er sá hópur sem stendur t.d. á móti inngöngu Íslands í ESB og er um leið venjulega últra frjálslyndur, á móti ríkisafskiptum.
Í hita leiksins virðast fáir geta litið á þetta með köldu höfði og langtímasjónarmiði. Hve heillavænlegt er það að snúa alþjóðavæðingunni við og setja á bankalega einangrunarstefnu?
Mestu viðskipti Íslensku bankana eru erlendis, enda er Íslenski bankamarkaðurinn mjög lítill. Þetta hefur vissulega góðar og slæmar hliðar. Ein sú versta er þegar áhættufjárfestar taka lán í öðrum löndum á lágum kjörum og setja í Íslenska bankareikninga á ofurvöxtum, sem haldið er uppi af Seðlabankanum. En það er ekki allt slæmt í þessari alþjóðavæðingu. Þetta gefur Íslenskur fyrirtækjum einnig auðveldari leið á erlenda markaði, og hér á það við um bæði þjónustu og framleiðslufyrirtæki. Einangrunarstefnan sem sett hefur verið fram mun gera að engu alla þá vinnu sem farið hefur verið í við útrás bankana, og eyðileggur alla möguleika á þessu í framtíðinni.
Það sem verður að hafa í huga þessa dagana er að þetta er skammtíma vandi. Bankastarfsemi mun taka við sér aftur og efnahagurinn snúast við. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kreppa hefur skollið á, og ekki í fyrsta skiptið sem ríkið hefur þurft að grípa inní markaðinn.
Á áttunda áratugnum gripu Bandarísk stjórnvöld inní fjármálakerfið sem hrundi með fjárfestingum í hlutabréfum. Þessi hlutabréf seldu stjórnvöld seinna með miklum hagnaði þegar markaðurinn tók við sér aftur. Með einangrunarstefnu sinni hafa Íslensk stjórnvöld í raun komið í veg fyrir að ríkið geti hagnast á þessu ástandi til langs tíma litið. Ólíkt öðrum ríkjum munu Íslendingar þurfa að standa undir ofurskuldum í framtíðinni án nokkurra möguleika á að koma sér út úr vandanum. Allt út af óupplýstrar sjálfsstæðishugmynda fárra einstaklinga innan Sjálfsstæðisflokksins. Manna sem sköpuðu vandamálið upphaflega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 15:02
Þegar örvæntingin er yfirstaðin er komið að skulardögum
Nú er spurningin hvort að mínir ástkæru landsbræður og systur muni núna, loksins, láta Goða sína mæta skuldadögum. Er núna komið að því að menn verði látnir sæta ábyrgð á hegðun og ákvörðunartöku sinni?
Ég tel að það sé löngu kominn tími til að hreinsa til og sópa út úr Íslenskri stjórnsýslu. Hér er listinn:
1. Fjármálaeftirlitið: Það á að reka hvern einasta starfsmann í Fjármálaeftirlitinu frá þeim lægst setta til þess hæst setta, enda hefur enginn þar í bæ unnið það starf sem þeim hefur verið treyst fyrir. Ráða þarf yfirmenn frá Evrópu með hjálp Norðurlandana og ESB, ásamt nýjum undirmönnum frá Íslandi. Undirmenn sem hafa getu til að læra.
2. Reka á nú þegar yfirmenn Seðlabankans alla með tölu. Aftur þarf að ráða hámenntaða sérfræðinga í störfin, hvaðan sem þeir kæmu frá. Þar ætti einnig að setja sérfræðinga sem ráðnir eru í gegnum ESB.
3. Forsætisráðherrann og Fjármálaráðherra ættu að segja af sér á stundinni. Algjör óþarfi að fara frekar ofaní það.
4. Ríkisstjórnin á að segja af sér. Sem handhafar framkvæmdavaldsins bera þau öll ábyrgðina á hvernig efnahagsstjórnun landsins hefur gloprast af hreinni vanhæfni innlendra stjórnvalda.
5. Forseti Íslands á að segja af sér. Já, þetta virðist kannski hálf skrítin afstaða en staðreyndin er þessi: Stjórnarskrá Lýðveldisins "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt". Hann ber því endanlega ábyrgur á störfum framkvæmdarvaldsins. "Ég vissi ekki af þessu" er ekki lengur lögleg afsökun landshöfðingja í alþjóðarétti.
Síðan þarf að ganga til kosninga og þjóðin þarf að kjósa NÝTT fólk inn í þessi störf. Það er held ég endalega komið nóg af þessari gömlu flokkaskiptingu.
Nema þetta sé orðið of seint allt saman og Rússarnir búnir að taka við. Ég er þó ekki viss um að þeir geti eyðilagt þetta meira en Davíð og kó hafa gert.
6.10.2008 | 11:43
THIS IS ICELAND!!
Eftirfarandi er úr samtali þriggja fréttamanna BBC á Laugardarsmorgni þann 4 október 2008. Umræðan er um erfiðleika banka og þá sérstaklega Evrópskra fjármálastofnana. Fréttaskýrandi viðskipasviðs skýrir frá skulda ástandi Íslensku bankana og því að Íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að ábyrgast þá þar sem skuldi þriggja stærstu Íslensku bankana sé 9 sinnum þjóðartekna ríkisins. Fréttastjórarnir tveir missa andlitið yfir þessari lýsingu, Fréttastjóri:
Their debts are 9 times the GDP!!
Who allowed this to happen?!
This is madness!..
Ha ha ha!
Allir fréttamenn hlæja.
Ég beið eftir að Davíð Oddson stigi fram og sparkaði fréttamanninum ofan í djúpa holu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 13:57
Evran er næst
Bendi á ágæta grein í dagblaðinu "The Independent" og þá sérstaklega grein Derek Scotts:
"As the downturn plays itself out, Continental Europe will be next to come under pressure, and we have begun to see it over the past couple of days. I think the problems in Continental Europe will be almost as severe as in the US, although not for the same reasons. These include the cross-border banking models, and not having a lender of last resort.
It is also becoming clear that the euro is a credit-boom-creating mechanism in how it is connected to the region's interest rates.
I'm not saying it is going to break apart, but in the next six months increasingly more people will question the sustainability of the euro in the long term.
Europe's problems shouldn't rebound too badly on the UK. Although we have less room for manoeuvre as our public finances are a shambles, we are in a better position than some of the others."
Vandamál Evrópu er eins og fyrri daginn ekki of mikið miðstýring, heldur þvert á móti of lítil miðstýring. Það að halda að Evran sé einhver redding á efnahagsvanda landsins er skammsýn. Hún getur hins vegar verið langtímalausn. Ekki núna, seinna.
1.10.2008 | 11:01
Tillaga til veisluhungraðra stjórnmálamanna
Nú þegar efnahagur landsins og hins Vestræna heims er í krögum.
Nú þegar fjölskyldur landsins sjá fram á harðindi, atvinnuleysi og dýrtíð.
Nú þegar ríkisreksturinn verður með 60 Milljarða halla á næsta ári
Er ekki kominn tími til að leggja þessa rándýru og ganglausu dellu um setu í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna á hilluna? Ég veit að því fylgja flottar og margar veislur, en er þetta tíminn fyrir slíkt?
1.10.2008 | 10:17
Fólksflótti; eða fólk eltir fé.
Ég hef haldið því fram lengi að Reykjavík sé ekkert öruggari en landsbyggðin í að halda í íbúa sína. Á síðustu áratugum hafa staðið yfir fólksflutningar frá landsbyggðinni til Reykjavíkur þrátt fyrir mikla andspyrnu ríkisstjórnar og sveitafélaga. Þetta er í raun eðlileg þróun en öll ríki heimsins hafa búið við sama ástand á sama tímabili. Fólk flytur frá smærri byggðum til borga þar sem fjármunir, lífsstíll og tækifærin búa. Ísland á einungis eina byggð sem kallast gæti borgarmynd og þangað sækir fólkið. Bretland er í raun nokkuð svipuð, en þrátt fyrir mikla fjárfestingu í borgum í norður Englandi, þá streymir mannfjöldinn til Lundúna.
Reykjavík er illa skipulögð borg. Hún er í raun eitt stórt úthverfi í Amerískum stíl og lífsgæðin eru eftir því. Fólk situr í bílum daginn út og inn og lítið um raunverulegt borgarlíf eins og við þekkjum frá nágrannaþjóðum okkar. En hingað til hefur sterk efnahagsstaða borgarinnar laðað að.
Nú verður hins vegar áhugavert að sjá hvað gerist ef niðursveiflan á Íslandi verður mikil og langvarandi. Ef hún verður verri og lengri en hjá nágrannaþjóðum okkar þá eru allar líkur á að fjöldi fólks flytji til útlanda. Það er ekkert nýtt, en á síðasta tímabili niðursveiflu á Íslandi fluttu margir til t.d. norðurlandana, en komu flest heim aftur þegar betur áraði.
Það er stærðfræðihugtak sem kallast critical mass. Þetta hugtak lýsir því þegar hæg breyting kemur að einhverjum punkti og hraði breytinganna eykst margfalt. Slíkar breytingar í fólksfjölda hafa sýnt sig í t.d. Detroit í Bandaríkjunum.
Það eru að mínu mati áhugaverðir tímar framundan í Höfuðborg landsmanna.
30.9.2008 | 11:48
Hvenær verður skriðið til Evrópusambandsins?
Ég hef komið inn á það áður að menn eiga að fara í samningaviðræður þegar þeir hafa sterka stöðu og þurfa ekki á samningunum að halda. Það á aldrei að fara útí samningaviðræður þegar þú þarft lífs nauðsynlega á samningnum að halda.
Íslendingar virðast aldrei hafa lært þessa lexíu, en gott dæmi um þetta er t.d. brotthvarf varnarliðsins. Áður en það hvarf voru Íslendingar lítt áhugasamir um landvarnir, en ætluðu síðan að fara út í einhverjar samningaviðræður þegar Ameríska Varnarliðið var búið að pakka saman og á leiðinni heim. Bandaríkin þurftu ekki lengur á landinu að halda fyrir varnarmátt sinn og Íslendingar sváfu á verðinum.
Núna er það sama uppi á teninginn með Evrópusambandið. Fyrir ári síðan voru Íslendingar í mjög sterkri aðstöðu til samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið. Við þurftum ekki á þeim að halda, en þeir höfðu (og hafa enn) áhuga á að fá Íslendinga inn, þó ekki sé nema út af landfræðilegri stöðu eyjarinnar. En fyrir ári síðan höfðu Íslendingar engan áhuga á EB. Við vorum rík og héldu okkur mestu efnahagssnillinga heimsins. Engin þörf á einhverjum stöðugleika sem EB var eitthvað að monta sig með.
Nú er hinsvegar annað uppi á teningnum. Íslendingar með buxurnar niður um sig og munu á næstu mánuðum verða æ örvæntingafullar með efnahagsástandið. Umræðan um að fá inngöngu í efnahagssvæði sem býður upp á stöðugleikann sem menn fússuðu yfir hér áður mun verða meira áberandi. Vandamálið er þó að nú, og á næstunni, verða Íslendingar í mjög veikri stöðu til slíkra viðræðna. Líkurnar eru því á að allt sem stóð áður í vegi fyrir að Íslendingar leiddu hugann að EB hér áður, verður gefið upp á bátinn. Til lengri tíma mun þessi uppgjöf sem fellst í lélegum samningi byggðum á skammtímavanda hafa slæm áhrif á samfélagið.
Ég er fylgjandi því að Ísland gangi inn í EB. En nú er nákvæmlega ekki tíminn til að gera það.
Við lærum aldrei af reynslunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)