Hvenær verður skriðið til Evrópusambandsins?

Ég hef komið inn á það áður að menn eiga að fara í samningaviðræður þegar þeir hafa sterka stöðu og þurfa ekki á samningunum að halda.  Það á aldrei að fara útí samningaviðræður þegar þú þarft lífs nauðsynlega á samningnum að halda.

Íslendingar virðast aldrei hafa lært þessa lexíu, en gott dæmi um þetta er t.d. brotthvarf varnarliðsins.  Áður en það hvarf voru Íslendingar lítt áhugasamir um landvarnir, en ætluðu síðan að fara út í einhverjar samningaviðræður þegar Ameríska Varnarliðið var búið að pakka saman og á leiðinni heim.  Bandaríkin þurftu ekki lengur á landinu að halda fyrir varnarmátt sinn og Íslendingar sváfu á verðinum.

Núna er það sama uppi á teninginn með Evrópusambandið.  Fyrir ári síðan voru Íslendingar í mjög sterkri aðstöðu til samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.  Við þurftum ekki á þeim að halda, en þeir höfðu (og hafa enn) áhuga á að fá Íslendinga inn, þó ekki sé nema út af landfræðilegri stöðu eyjarinnar.  En fyrir ári síðan höfðu Íslendingar engan áhuga á EB.  Við vorum rík og héldu okkur mestu efnahagssnillinga heimsins.  Engin þörf á einhverjum stöðugleika sem EB var eitthvað að monta sig með.

Nú er hinsvegar annað uppi á teningnum.  Íslendingar með buxurnar niður um sig og munu á næstu mánuðum verða æ örvæntingafullar með efnahagsástandið.  Umræðan um að fá inngöngu í efnahagssvæði sem býður upp á stöðugleikann sem menn fússuðu yfir hér áður mun verða meira áberandi.  Vandamálið er þó að nú, og á næstunni, verða Íslendingar í mjög veikri stöðu til slíkra viðræðna.  Líkurnar eru því á að allt sem stóð áður í vegi fyrir að Íslendingar leiddu hugann að EB hér áður, verður gefið upp á bátinn.  Til lengri tíma mun þessi uppgjöf sem fellst í lélegum samningi byggðum á skammtímavanda hafa slæm áhrif á samfélagið.

Ég er fylgjandi því að Ísland gangi inn í EB.  En nú er nákvæmlega ekki tíminn til að gera það.

Við lærum aldrei af reynslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Upprétti Apinn

Það er alveg rétt hjá þér að ESB er á leið í kreppu nákvæmlega eins og allir hlutar alþjóðlega efnahagskerfisins.  ESB þáttakan snýst ekki um það að varna því að kreppa komi upp á landinu heldur myndi það lægja hinar gífulegu öldur sem Íslenska efnahagslífið gengur alltaf í gegnum.  Uppsveiflurnar og niðursveiflurnar yrðu minni, gjaldeyrinn og vaxtastigið stöðugra.

Efnahagurinn á Írlandi er í vanda, en ekkert í líkingu við hvernig ástandið var þar áður en þeir gengu inn í ESB.  Spánn á við vanda að stríða sem má rekja til ákveðinnar stefnu sem stóð þvert gegn lögum ESB.  Efnahagsuppsveifla þeirra byggðist á mikill fasteignauppbyggingu í landinu.  Fasteignir sem byggðar voru af innflytjendum (oft eftirlaunaþegum) annarstaðar að úr ESB.  Til að halda þessari uppbyggingu við settu ríki Spánar  m.a. í lög að menn sem vildu byggja máttu taka lóðir nágranna sinna eignarnámi.  Fjöldi fólks lenti í því að missa allt sitt þegar framkvæmdaraðilar hreynlega rifu hús þeirra til að koma fyrir aðkomugötu í nýtt blokkaíbúðahverfi.  ESB dæmdi lögin ólög og Spáni var fyrirskipað að breyta lögunum.  Þeir tóku lögin af en settu í staðin önnur lög, sem í raun sögðu það sama, en hétu eitthvað annað.  Útkoman varð náttúrulega sú að fólk missti trú að fasteignafjárfestingum á Spáni og markaðurinn þar hrundi.  Þett hófst meira að segja áður en Bandaríski fasteignamarkaðurinn féll.

En ég held við séum sammála um eitt, en það er að nú er ekki tími til að ganga inn í ESB.  Hvað sem verður einhverntíman seinna.

Upprétti Apinn, 1.10.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband