Þegar örvæntingin er yfirstaðin er komið að skulardögum

Nú er spurningin hvort að mínir ástkæru landsbræður og systur muni núna, loksins, láta Goða sína mæta skuldadögum.  Er núna komið að því að menn verði látnir sæta ábyrgð á hegðun og ákvörðunartöku sinni? 

Ég tel að það sé löngu kominn tími til að hreinsa til og sópa út úr Íslenskri stjórnsýslu.  Hér er listinn:

1. Fjármálaeftirlitið:  Það á að reka hvern einasta starfsmann í Fjármálaeftirlitinu frá þeim lægst setta til þess hæst setta, enda hefur enginn þar í bæ unnið það starf sem þeim hefur verið treyst fyrir.  Ráða þarf yfirmenn frá Evrópu með hjálp Norðurlandana og ESB, ásamt nýjum undirmönnum frá Íslandi.  Undirmenn sem hafa getu til að læra.

2. Reka á nú þegar yfirmenn Seðlabankans alla með tölu.  Aftur þarf að ráða hámenntaða sérfræðinga í störfin, hvaðan sem þeir kæmu frá.  Þar ætti einnig að setja sérfræðinga sem ráðnir eru í gegnum ESB.

3. Forsætisráðherrann og Fjármálaráðherra ættu að segja af sér á stundinni.  Algjör óþarfi að fara frekar ofaní það.

4. Ríkisstjórnin á að segja af sér.  Sem handhafar framkvæmdavaldsins bera þau öll ábyrgðina á hvernig efnahagsstjórnun landsins hefur gloprast af hreinni vanhæfni innlendra stjórnvalda.

5. Forseti Íslands á að segja af sér.  Já, þetta virðist kannski hálf skrítin afstaða en staðreyndin er þessi: Stjórnarskrá Lýðveldisins "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt".  Hann ber því endanlega ábyrgur á störfum framkvæmdarvaldsins.  "Ég vissi ekki af þessu" er ekki lengur lögleg afsökun landshöfðingja í alþjóðarétti.

Síðan þarf að ganga til kosninga og þjóðin þarf að kjósa NÝTT fólk inn í þessi störf.  Það er held ég endalega komið nóg af þessari gömlu flokkaskiptingu.

Nema þetta sé orðið of seint allt saman og Rússarnir búnir að taka við.  Ég er þó ekki viss um að þeir geti eyðilagt þetta meira en Davíð og kó hafa gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband