Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.12.2007 | 11:22
Lögformlegt Varnarskipulag Íslendinga
Þegar Íslendingar taka endanlega ákvörðun um að hefja eigin varnarstefnu muni landið geta með sanni kallast sjálfsstætt ríki. Varnarmálastefna þarf ekki endilega að þýða stofnun Íslensks landgönguliðs, varnarstefna felur hins vegar í sér að Íslendingar taka eigin ákvörðun og ábyrgð á vörnum sínum. Varnarstefna getur verið allt frá ákvörðun um að stunda landvarnir algjörlega að eigin rammleik til ákvörðunar um að leggja alla slíka ábyrgð á varnarmátt annara þjóða, og allt þar á milli. Traust á varnarmátt og vilja annara þjóða þýðir ekki að Íslendingar loki algjörlega augunum fyrir varnarmálum en allt krefst þetta fyrirframákveðinnar og formlegrar uppsetningar.
Það sem um er að ræða með eigin varnarstefnu er fyrst of fremst lagalegt form varnarfyrirkomulags landsins og um leið lagalegur grundvöllur hernaðar til varnar landinu og fyrir Íslands hönd erlendis.
Varnarmál fela í sér hugtakið her. Her er frekar ljótt orð í munni Íslendinga, sem fæstir hafa mikinn skilning á slíku, en hægt er að kalla það Þjóðvarðlið, Varðlið, Varnarlið, Öryggislið eða eitthvað annað, og er slíkt gert annarsstaðar. Ég mun hér kalla þetta her og skilgreini það sem liðsafli sem starfar að vörnum ríkisins gagnvar innan eða utanaðkomandi ógn eða heldur til átaka fyrir Íslenska ríkið erlendis. Hvort sem það er í hlutverki vopnaðs afls eða í stuðningshlutverki við vopnað vald. Í nútíma herjum er að mestu 1/3 hluti herja það sem kallast tennur (teeth arms) herja, það er að segja þeir sem raunverulega berjast í stríðsátökum. Nú þegar starfa Íslenskir ríkisborgarar í störfum sem teljast til varnar- og hernaðarstarfa. Þar telst t.d. Sumar skyldur Landhelgigæslunnar, Ratsjáreftirlitið og Friðargæslulið Íslendinga m.a. Spurningin sem menn þyrftu að byrja að velta fyrir sér er undir hvaða lagaramma þetta fólk starfar? Ef þetta fólk starfar innan NATÓ, Friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna eða annara Bandalaga, hvaða lög ná yfir það?
Það er mikilvægt að skilgreina hvað heitir undir varnarstörf og hvað ekki til að geta aðgreint þau störf frá almennum opinberum störfum. Ástæðan þess er að vegna þeirra aðstæðna og starfa sem ætlast er til að hermenn vinni eru herir ekki lýðræðisleg fyrirbrigði og geta athafnir þess stangast á við lög og reglur almennings.
Sem dæmi er fólki sem starfar innan herja er skylt að hlíða skipunum yfirboðara sinna innan vissra afmarkaðra reglna. Óhlýðni getur endað með fangelsisdómi. Þó er hlýðni innan þeirra marka að hermenn mega ekki hlýða skipunum sem ganga gegn settum herlögum eða alþjóða sáttmálum eins og Gefnarsáttmálunum. Yfirmenn geta skipað undirmönnum að gera hluti sem eru mjög líklegir að valda dauða eða limlesningu undirmannana án þess að hljóta refsingu fyrir slíkt. Hermenn mega meiða eða drepa óvinahermenn. Herir geta tekið óvinahermenn fanga og haldið þeim föngum án dóms og laga á meðan á stríðsrekstri stendur. Þessi dæmi og mörg fleiri hafa ekki stoð í almennum lögum lýðræðisríkja. Ég tek þó fram að ég er ekki að segja að hermenn fylgi ekki almennum lögum landsins, þvert á móti, en þeir þurfa þó að vinna í skilyrðum sem fylgja öðrum lögmálum.
Þörfin fyrir þessar reglur eru alveg jafn mikilvæg ef allur varnamáttur Íslendinga er erlendur, Íslenskur eða eitthvað þar á milli. T.d. þyrfti að skilgreina hvaða reglum og hvaða stjórn erlendir herir fylgja þegar þeir starfa á Íslandi í friðar eða ófriðartímum.
Blöndun Íslenskra og erlendra varnarstarfa krefst enn frekari skýringar á þessu. Gefum okkur það dæmi að Ísland dragist inn í hernaðarátök. Íslenskur ríkisborgari sem starfar innan ratsjárdeildar undir yfirstjórn Bandaríkjamanna slær yfirmann sinn þar sem hann reif kjaft og neitar að mæta aftur til starfa. Fer hann fyrir Bandarískan Herrétt sem líklegur yrði til að dæma hann í langan fangelsisdóm, eða er honum á engan hátt skilt að stunda vinnu sína eða fylgja skipunum erlendra yfirmanna í hernaðarástandi og fær sekt samkvæmt Íslenskur hegningarlögum?
Það fyrsta sem nokkur Varnarstefna á Íslandi þarf að gera er að setja niður skýrar reglur og lög um þessi mál. Hvað telst til Varnarmála, hvað eru hernaðarstörf og hvaða reglum stjórna þeim störfum? Ná ein lög yfir Íslendinga sem starfa að varnarmálum og önnur lög yfir erlenda hermenn? Hefur Íslenska ríkið eitthvað vald yfir erlendum herjum sem starfa að varnarmálum á Íslandi? Þetta þarf að auki að vera mjög einfallt og skýrt. Það síðasta sem menn þurfa á að halda í neyðarástandi er ruglingur á fyrirskipunum eða ábyrgð. Sú rannsókn sem nú fer fram á varnarmálum landsins þarf að byrja á að setja fram:
- Hver hefur rétt til að taka ákvarðanir og síðan gefa út fyrirskipanir til varnarliðsins og hverjar eru boðleiðirnar?
- Hvert er þar af leiðandi skipurit varnarmála á Íslandi?
- Hvaða störf teljast til varnarstarfa? Þetta þarf að vera skýrt og störf sem ekki eru varnarstörf eru þar af leiðandi utan varnarmáttar landsins og hafa ekki þjónustu eða stjórnunarhlutverk á neyðartímum?
- Hvaða lög og reglur ná yfir varnarlið á Íslandi á friðartímum annarsvegar og á átakatímum hins vegar?
- Hvað er réttur og skyldur Íslendinga sem starfa að vörnum landsins, og hvað er réttur og skyldur erlendra herja sem starfa að vörnum landsins?
Nú getur vel verið að Íslendingar hafi erft lagabókstaf Dana þegar kemur að þessum málum og að það eina sem þurfi sé að uppfæra hann. En þetta er að mínu mati mikilvægasta ákvörðunin í uppsetningu sjálfstæðrar varnastefnu, hver sem sú stefna verður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.1.2008 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 20:10
Sögulegur Hernaðar(van)máttur Íslendinga
Á Íslandi hafa verið landvarnir með hléum allt frá Landnámsöld. Íslendingar sjálfir og lénsherrar héldu upp eigin landvörnum allt fram á miðja 15du öld. Það fyrirkomulag breyttist árið 1550. Siðaskiptin sem komu til framkvæmda með miklum blóðsúthellingum up alla Evrópu urðu þess valdandi að Danski Konungur Íslendinga afvopnaði þjóðina til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld og hugsanlega höfnun Íslendinga á valdi konungs. Segja má að þá hafi þjóðin raunverulega misst sjálfsstjórn enda breyttist staða Íslendinga mjög mikið eftir þetta og framkoma við þá af krúnunni og Dönum varð mun yfirdrottnari.
Þetta varnarlausa tímabil stóð fremur friðsamlegt í um 90 ár, en á því tímabili héldu Danir uppi sjóvörnum á ferðum kaupskipa og einhverjum óreglulegum nálægum sjóvörnum í kringum landið. Þó er erfitt að segja til um hvort landið hafi verið algjörlega varnarlaust á þessum tímabili en árið 1615 börðust Íslendingar t.d. við Spánska (í raun Baskneska) skipbrotsmenn og felldu marga. Illindi milli þessara Spánverja sem stunduðu hvalveiðar við landið, og Íslending hafði farið stig vaxandi og má hugsanlega rekja til breytinga í hugmyndum Íslendinga um eign sinni á landinu, en upp frá þessu hófst frekari krafa bæði Dana og Íslendinga um takmörkun á vetursetu útlendinga á landinu. Þessi atburður myndi líklega falla frekar undir morð en eiginleg stríðsátök og Spánverjarnir hafa án efa verið lítið vopnaðir.
30 ára stríðið (1618-48) í Evrópu setti strik í reikninginn með landvarnir Íslands en Danska ríkið þurfti þá að einbeita herstyrk sínum heimavið frekar en til varnar Íslendingum. Afleiðingin varð sú að árið 1627 voru engar landvarnir til staðar þegar Ottómanskir málaliðar réðust á landið.
Eftir mannrán, gripdeildir og dráp Ottómana kröfðust Íslendingar betri varna og voru settar upp einhverjar landvarnir víðsvegar um landið. Þessar varnir (aðalega litlar fallbyssur en þó einhver léttur vopnabúnaður) voru mannaðar af íslenskum heimavarnarmönnum en stjórnað af Dönskum herforingjum. Þessar varnir stóðu fram á byrjun 17du aldar.
Varnarmáttur Dana slaknaði aftur við það friðartímabil sem skapaðist í Evrópu á 17du öld (aðalega vegna innri átaka og erfiðleika), en byrjun 18du aldar upphófst aftur óaldarskeið sem rekja má til Frönsku byltingarinnar og hugmyndabreytinga sem áttu sér stað á upplýsingaöldinni. Danski flotinn var stór á þeim tíma og Englendingar töldu að hætta yrði á að hann félli í hendur Frakka. Afleiðingarnar voru að árið 1807 réðust Englendingar á Danska flotann í Orrustunni um Kaupmannahöfn og náðu flotanum á sitt vald. Þetta olli því að Danir gengu í lið með Napóleon. Atburðirnir höfðu áhrif á Ísland, enda gerðist það aftur að Danir einbeittu sér að vörnum heimafyrir og Íslendingar sátu á hakanum. Árið 1809 hertók Danskur föðurlandssvikari Ísland ásamt Enskri áhöfn kaupskips sem hann starfaði á. Jörundur Jörgensen lýsti síðan yfir sjálfsstæði landsins og sjálfan sig Konung. Voru þá liðin 182 ár frá síðustu stóru hernaðarumsvifum á landinu. Englendingar voru þó ekki als kostar óvinveittir Dönum, enda var upphafleg árásin á hendur þeim gerð frekar til að vera fyrri til, en í illhuga. Svipuð staða átti eftir að koma upp aftur um miðja 20stu öldina. Englendingar handtóku því Jörund og skiluðu landinu aftur á hendur Dönum.
Danir áttu erfitt með landvarnir á Íslandi allt til loka Napóleonsstyrjaldarinnar enda var krúnan eiginlega gjaldþrota eftir stríðið. Þó höfðu þessir atburðir á Íslandi einhver áhrif á varnartilburði þeirra á Íslandi, enda var landið enn talið nokkuð verðmæt eign í augum sérstaklega ýmissa auðmanna. Íslendingar kvörtuðu sáran yfir þessu við Dani og báðu um sérstaklega herskipavernd gegn veiðum erlendra skipa alla 19du öldina en með litlum árangri. Það varð síðan ekki fyrr en á ofanverðri öldinni að Danir sendu reglulega varðskip til landsins. Árið 1896 snérust deilur (Breta annarsvegar, og Íslendinga og Dana hins vegar) um fiskveiðar við landið nánast upp í alvöru átök þegar Bretar sendu herskipaflota til landsins til æfinga til að ógna Íslendingum og sína vöðvana. Var þetta upphaf Flotaumsvifa Breta vegna valdabaráttu yfir auðlindum hafsins í kringum landið. 1897 var Bresk flotadeild í Faxaflóa sem Íslendingar töldu innan sinnar landhelgi. Danir þurftu á verslun Breta að halda, og voru ekki tilbúnir til alvöru átaka. Þessu lauk því með milliríkjasamningi árið 1901 þar sem Danir (fyrir hönd Íslendinga) gáfu eftir í þessum átökum.
Enn og aftur bárust hernaðarátök í Evrópu til landsins 1914 í Fyrri Heimstyrjöldinni, en Íslensk fiskiskip urðu fyrir árásum Þjóðverja á hafi úti þrátt fyrir yfirlýst hlutleysi sitt. Danir, og þar með Íslendingar voru hlutlausir í því stríði og héldust að mestu utan þeirra átaka fyrir utan þessa afmörkuðu atburði. Íslendingar voru þó algjörlega varnarlausir geng þessum atburðum..
Árið 1918, við lok Fyrri Heimstyrjaldarinnar, tóki Íslendingar formlega við eigin landvörnum af Dönum við Fullveldisyfirlýsingu landsins. Íslendingar lýstu yfir ævaranlegu hlutleysi og vopnleysi við það tækifæri. Landið var þar aftur algjörlega varnarlaust og hélst sá fullkomni friður næstu 22 árin, en árið 1940 réðist Breski Herinn á landið og hertók það allt. Þessi aðgerð var að svipuðum forsendum og árásin á Danska flotann í Kaupmannahöfn árið 1807; til að koma í veg fyrir að óvinurinn gerði slíkt hið sama. Vopn- og hlutleysi landsins kom þar ekki í veg fyrir að landið drægist inn í hernaðarátök. Bandaríkjamenn tóku við hersetu landsins árið 1941 og stóð hún allt til loka stríðsins árið 1946.
Þessir atburðir kenndu Íslendingum verðuga lexíu og urðu Íslendingar því stofnmeiðlimir í NATÓ árið 1949 og árið 1951 gerðu Íslendingar varnarsamning við Bandaríkin.
Árið 2006 luku Bandaríkjamenn eiginlegri varnarsetu á landinu og eru Íslendingar því aftur vopnlausir, en þó með tryggingu sem fellst í varnarsáttmálum við Bandaríkin annarsvegar og NATÓ hins vegar.
Spurningin sem nú þarf að svara er hvort Íslenska þjóðin sé tilbúin að taka þá áhættu að vera vopn- og hlutlaus og treysta á óbreytt heimsástand næstu aldirnar. Lengsta tímabilið sem Íslendingum hefur tekist sögulega séð að halda landinu utan meiriháttar átaka er 182 ár, stysta tímabilið telst líklega í vikum ef litið er til Sturlungaaldarinnar. Ef við viljum treysta á að slíkt sé mögulegt aftur er ævarandi vopnleysi svarið. Ef við erum ekki 100% viss um að slíkt takist þurfum við að taka erfiðar ákvarðanir.
19.12.2007 | 07:50
Hernaðarlegt áhættumat á Íslandi
Hernaðarlegt áhættumat hófst í nútíma hernaði við uppsetningu Herforingjaráða í lok 17du og byrjun 18 aldar. Fyrsti vísirinn að herforingjaráði kom upp í Frönsku byltingunni, en nútíma skipulag þeirra var þróað í Prússlandi. Eitt megin verkefni Herforingjaráða er að gera hernaðarlegt hættumat og skipuleggja viðbrögð við þeim. Í þeirri vinnu líta menn á alla mögulega áhættu, hversu ólíkleg sem hún er. T.d. er ekkert ólíklegt að þróuð hernaðarveldi heimsins séu með viðbragðaskýrslu við hernaði við sín nánustu vinarríki og allt upp í viðbrögð við innrás úr geimnum þó að slíkt sé mjög ólíklegt.
Ég nota orðið her hér fyrir orðið Millitary og set undir það alla starfssemi sem telst til varnarstarfa. Þar með tel ég Landhelgisgæsluna, Ratsjárvarnakerfið, Friðargæsluliðið og þá aðrar opinbera starfssemi sem fellur innan NATO eða annara varnarþátta svo sem Sérsveit Lögreglu.
Þessi sundurgreining er mjög mikilvæg í lýðræðissamfélagi en það ber að taka fram að í lýðræðisríkjum er kveðið skýrt um málefni sem falla undir almennings (Civilian) málefni og Hernaðar (Miliraty) málefni. Hver þau eru nákvæmlega getur verið breytilegt eftir ríkjum, en mörkin eru þó nokkuð svipuð á flestum stöðum. Herir eru ekki lýðræðisleg fyrirbrigði og ber að taka tillits til þess. Starf herja gerir það að verkum að þeir fylgja eigin lögum og reglum sem oft stangast á við lög og reglur lýðræðisríkja. Eitt mikilvægasta skref í skipulagi varnarmála er því að setja skýr lög, reglur og afmörkun á því sem fellur undir her og það sem er almenns eðlis.
Ríkisstjórnir geta notað her í almenningsmál við yfirlýsingu um neyðarástand.
Hægt er að skipta áhættumati niður eftir mismunandi þáttum, t.d. veruleika áhættunnar, stærð hennar eða tímasetningu. Ég hef valið tímasetningu þar sem magn og veruleiki áhættunnar er breytilegur. Tímasetningin felur í sér mat á aðstæðum sem fyrir eru hendi á þessum tíma, mögulegum breytingum á aðstæðum og samanburði á áhættuatriðum.
Tímasetningarnar sem ég set hér tekur mið af stofnun og þjálfunar Íslensk hers. Slík uppsetning tæki í það minnsta 10 ár þar til mælanlegur árangur væri fyrir hendi. Stutttíma áhætta miðar því við mögulega atburði sem gætu gerst innan við 10 ár, það er að segja tengjast núverandi ástandi. Meðaltíma áhætta miðast við áhættum sem skapast gæti á um 10 árum og langtíma áhætta miðast við það mögulega hættu sem komið getur upp eftir 10 ár. Þetta ber þó að vega með varúð þar sem breytingar í alþjóðamálum geta gerst á mun skemmri tíma. Þar skal líta á fall Sovétríkjanna sem dæmi.
Þó að tímasetningin sé miðuð við stofnun hers, þá er þar ekki verið að fullyrða fyrirfram um slíkt, heldur er það einungis notað sem tímaviðmið í þessum hugsunum.
Stutttíma áhætta
Stórfeldar aðgerðir skipulagðrar glæpastarfsemi
Glæpir eru vanalega taldir meðal almennings (civilian) málefna frekar en hernaðarlegs (military) málefnis. Þessu þarf að viðhalda til að halda uppi almennum réttindum og lýðræðisleri starfsemi ríkisins. Smæð Íslenska ríkisins getur þó kallað á íhlutunar hernaðarafla í meiriháttar aðgerðum glæpagengja. Dæmi um slíkar aðgerðir eru:
Stórtæk skipulögð þungvopnuð rán á afmörkuðum svæðum eða jafnvel bæjarfélögum.
Vopnaðar árásir á löggæslu í skipulögðum aðgerðum.
Mannrán eða hótanir í garð æðstu stjórnvalda ríkisins.
Ofl.
Afleiðingar NATÓ tengdra aðgerða
Íhlutanir eða aðgerðir NATÓ geta haft afleiðingar á meðlimi samtakana. Hefndarárásir á veikustu meðlimi samtakana er áhætta. Þetta tekur ekki einungis yfir hryðjuverkaárásir heldur einnig venjulegar hernaðaríhlutanir í smærri skala, landgöngu og minniháttar flotaaðgerðir. Slíkar hernaðaríhlutanir geta verið tímabundin hertaka eða árás á landssvæði eða innbyggingu á landi eða sjó. Einnig eru áhætta á tímabundinni hertöku einungis til að nota landið sem stökkpall til frekari árása á nágrannaríki landsins. Þetta á sér sögulega hlið en Ísland varð fyrir árásum Múhameðstrúarmanna frá Ottómanska heimsveldinu á 16du öld.
Átök Menningarsvæða
Staða og tengsl landsins innan viss menningarsvæðis getur leitt að sér svipaða áhættu og tengjast NATÓ án sérstakrar athafna Íslenska ríkisins. Þetta á sérstaklega nú við um þau átök menningarheima sem eiga sér stað um þessar mundir milli Vestrænnar og Íslamskrar menningar. Hryðjuverk eru þar stærsta ógnin, en þó er ekki hægt að útiloka aðrar minniháttar aðgerðir.
Önnur möguleg átök tengd þessu eru átök milli Serbneskum þjóðum gegn Vestur Evrópskum þjóðum. Heitasta uppspretta þess er við miðjarðarhaf en getur haft víðtækari afleiðingar.
Meðaltíma áhætta
Innanríkisátök
Skipulagðar ofbeldisaðgerðir sem spretta upp úr innanríkisátökum tengdum t.d. stjórnmála eða trúarskoðunum geta krafst hernaðaríhlutunar, en þó einungis við yfirlýsingu ríkisstjórnar um neyðarástand. Engar löglegar stoðir eru fyrir hendi til að nota erlend hernaðaröfl til að berjast gegn ófrendarástandi innanlands. Notkun hernaðarafls í slíkum aðstæðum krefst mikillar varkárni. Möguleikar á slíkur átökum eru litlir, sérstaklega í heilbrigðu lýðræðiskerfi þar sem þegnar njóta sama gildismats. Þó getur t.d. stórfeldur innflutningur fólks í ríki með svo lítinn íbúafjölda aukið möguleikann á slíkum átökum, sérstaklega ef um er að ræða hópa sem búa yfir andstæðu gildismati en Íslendingar hafa.
Milliríkjaátök stórvelda óviljandi þátttaka
Áhætta á að landið dragist inn í átök stórvelda vegna legu sinnar eða stöðu. Þetta á sér sögulega hlið en Breska ríkið réðist á og hertók landið árið 1942 til að tryggja varnir sínar á Altlandshafi og Bandaríkin héldu uppi hernaðarmætti á landinu í Kaldastríðinu. Þau ríki sem teljast áhættuaðilar eins og er eru:
Bandaríkin Rússland
Átök sem verða vegna hernaðarkapphlaups í Evrópu og áframhaldandi einræðistilburðum Rússa t.d.
Bandaríkin Kína
Efnahagsbarátta sem leiðir af sér hernaðarbaráttu.
Kína Rússland
Skortur á hráefni í Kína leiðir til innrásar Kína í Austur-Síberíu til landvinninga.
Milliríkjaátök stórvelda viljandi þátttaka
Þátttaka í NATÓ þýðir að Íslendingar munu taka þátt í hernaðaraðgerðum ef ráðist er á annað þátttökuríki í NATÓ. Afleiðingar geta orðið þær að óvinaþjóð sjái landið sem veikleika í varnarmætti NATÓ ríkja. Sjá að ofan. Fyrir utan NATÓ sem komið er að annarsstaðar, er ávalt áhætta á að átök berist til landsins vegna annarar þátttöku í alþjóðastofnunum eða annars stuðnings við ríki sem á hlutdeild í átökum.
Langtíma áhætta
Varnir fiskimiða
Fyrir utan eðlilega löggæslu fiskimiðana þá eru þau verðmætasta auðlind landsins. Litlir möguleikar eru til staðar að nágrannaríki landsins noti hernaðarmátt til þess að taka þau, eða hluta eignarnámi. Þessi áhætta á sér sögulega hlið en landið hefur stundað alþjóða átaksaðgerðir yfir þessari auðlind. Ekki er hægt að algjörlega taka fyrir að slíkt komi ekki upp aftur.
Aðrar auðlindir
Átök um auðlindir t.d. olíu ef slíkt finnst við landið, á landi eða hafi, gegn öðrum ríkjum er einnig möguleg þróun. Smæð ríkisins gerir það að verkum að litlir möguleikar eru á eðlilegum vörnum gegn aðgerður stærri ríkja. Aðild að NATÓ minnkar þessa áhættu þó.
Alheims farsótt
Farsótt sem drepur eða lamar stórt hlutfall ríkisþegna getur leitt af sér þjóðfélagsupplausn og/eða utanaðkomandi hernaðaráhættu.
Milliríkjaátök smærri ríkja eða samtaka þeirra
Mjög litlar líkur eru á beinum aðgerður næstu nágrannaríkja og teljast þær allar vinveittar Íslandi og hverjum öðrum eins og er. Sögulega hefur þetta ekki alltaf verið fyrir hendi og ber að hafa það í huga í langtímaspám. Möguleikar eru þó fyrir hendi til styttri tíma litið að deilur ríkja í meiri fjarlægð auki hættuástand landsins.
Mörk Evrópu og Mið-Austurlanda, t.d. Spánn og Marokkó, Tyrkland Íran/Írak, eða Tyrkland Grikkland eru fá dæmi sem geta dregið fleiri lönd inn í átök sín.
Landvinningastríð
Vísvitandi innrás ríkis eða samtaka til landvinninga á Íslandi er mjög ólíklegt í því ástandi sem ríkir í dag. Þar vegur mest þátttaka Íslands í NATÓ og efnahags og hernaðarmáttur annara ríkja innan samtakana. Möguleikar á landvinningainnrás óvinveitts ríkist verður þó að teljast möguleiki, sérstaklega ef breytingar verða í þátttöku landsins í NATÓ, eða breytinga á hernaðar- og/eða efnahagsmætti nágrannaþjóða landsins.
Geimveruárásir
Hér til að uppfylla væntingar þeirra sem ekki trúa á hernaðarleg áhættumöt.
Aðgerðir
Ef áhættuatriðin hér að ofan eru skoðuð er hægt að draga út mögulegar aðgerðir og ástand sem einföld atriði:
- Neyðaraðstoð vegna hamfara (flóð, jarðskjálftar o.fl.). Aðastæður þar sem magn hamrarana eru stærri en almannavarnir ráða við og kalla þarf eftir frekari aðstoð.
- Niðurbrot á stoðum samfélagsins og öryggi þess (farsóttir, innanríkisátök o.s.frv.). Aðstæður þar sem ríkið gæti þurft að lýsa yfir neyðarástandi og kalla til hernaðarmátt til að halda uppi grundvallar öryggi í landinu. Einfaldlega vopnuð löggæsla.
- Staðbundin hernaðarverk (hryðjuver og stórtækar glæpaaðgerðir). Vopnaðar árásir í stuttum hnitmiðuðum aðgerðum til lands, lofts eða sjávar. Getur innihaldið sprengingar eða léttvopnaðar aðgerðir.
- Innrás með skammtíma hertöku. Árás léttvopnaðs liðs t.d. sem pólitísk yfirlýsing, til að draga hernaðarmátt vinátturíkis frá öðrum svæðum, eða til að nota landið sem stökkpall í öðrum hernaðaraðgerðum gagnvart vinátturíki (t.d. uppsetning meðaldregna eldflauga)
- Innrás með langtíma hertöku eða landvinningum. Frekar ólíklegur möguleiki en aðstæður til þess gætu skapast. Innrásaraðilar geta verið allt frá léttvopnuðu landgönguliði til þungvopnaðs liðs flota, flugsveita og landgönguliðs.
18.12.2007 | 14:19
Harðlínufemínismi
Í sveitahéruðum Indlands eru konur annarsflokks borgarar sem oft þurfa að búa undir ranglæti og harðneskju karlmanna sem líta á sjálfan sig sem Guðs-útvaldar verur. Í sumum héruðum er þetta ójafnrétti ekki langt frá því sem gengur og gerist í ríkjum Múhameðstrúarinnar.
En allavegana í einu bæjarfélagi á Indlandi hafa konurnar fengið nóg og hafa bundist samtökum um að berjast gegn þessu ástandi. Og þegar ég segi berjast, þá meina ég ekki bara með orðum heldur einnig með stálpípum og öxum...
Fyrir mína parta, að þó mér finnist öfgar Íslenskra femínista oft fara framúr hófi, þá fer viss gleðihrollu um mig við að lesa um þessar kvundagshetjur í Indlandi, þó að aðgerðir þeirra myndu teljast mun öfgafyllri en málþóf Íslenskra skoðanasystra þeirra. Það er síðan kannski svolítið broslegt að þessar konur skuli klæðast bleiku til að sýna samstöðu og skoðanir sínar á meðan sumir femínistar á Íslandi krefjast banns við þeim litamerkingum...
16.12.2007 | 15:06
Femínistar í stríði
Enn og aftur er fólk lagst í skotgrafir yfir málefnaumræðu á Íslandi. Nú er það Femínismi. Fólk hefur skipst í tvær fylkingar, byssurnar hlaðnar, skotgrafir grafnar og nú skal gera út af við andstæðinginn. Hver sá sem er svo óheppinn að standa í einskinsmannslandi er fljótt skotinn líka, bara svona ef þeir skildu vera með óvininum.
Umræðan einkennist því enn aftur af tveim hópum sem reyna að hrópa hærra en hinn en gefa sér engan tíma til að hlusta á hvern annan. Enn og aftur mun því ekkert breytast.
Hvernig væri að breyta aðeins um og ræða málin af einhverri skinsemi án þess að úthýða hverju öðrum í skítkasti. Í hvorugum hópnum eru allir sammála öllu sem allir segja. Hugtakið Femínismi er ekki skilgreint eins hjá öllum, hvorki innan né utan raða femínista. Einstaklingar sem fylgja einhverri hugmyndafræði eru yfirleitt ekki á einu máli um skilgreininguna hugmyndafræðarinnar. Sumir fylgjendur Femínismans líta á hann sem eingöngu jafnréttishugsjón, að kalrar og konur gangi jafnfætis í samfélaginu. Aðrir fylgjendur Femínismans líta hins vegar á þetta sem hreina baráttu kvenna fyrir meiri rétti í samfélaginu, óháð nokkru jafnrétti við karla. Það að stimpla alla Femínista sem fylgjandi öfgafullustu sjónarmiðum stefnunar kemur í veg fyrir nokkra samræður.
Andstæðingar Femínista þurfa einnig að skilja aðstæðurnar sem liggja að baki núverandi baráttuaðferðum þeirra. Jafnréttissinnar í hinu vestræna samfélagi eiga erfitt með að vekja athygli á málefnum sínum. Ef gerð yrði skoðanakönnun um það þá myndu líklega flestir telja að jafnrétti sé sjálfssagt og í raun þegar áunnið, eða rétt um svo að verða algjörlega áunnið. En er það alveg rétt?
Launamunur kynjanna er ennþá fyrir hendi ef litið er á heild samfélagsins. En það er jafn rangt að fullyrða að það sé einungis vegna einhverrar innbyggðrar andstöðu við kvennólk og að segja að það sé einungis vegna ákvarðana sem kvenfólk tekur í lífi sínu.
Það er vissulega satt að störf þar sem konur eru í meirihluta yfirleitt lægra borguð en önnur störf. Störf sem byggjast á umönnun og samfélagsgreinum eru illa borguð en vinsæl meðal kvenna. Ef við gefum okkur að ekki verði tekin upp alræðistiburðir í atvinnulífinu og karlar og konur verði neydd í jöfn hlutföll í starfsgreinum, skilur það samt eftir eina spurningu vert er að spurja: hverju mjúku störfin (umönnun o.fl.) séu sjálfkrafa verr borguð en hörðu störfin?
Konur eru líklegri til að taka sér tíma frá starfi vegna barna sinna en karlar, og erfitt að eiga við það, staðreyndin er að mæður eru líffræðilega tengdari börnum sínum en feður. Á t.d. að neyða feður í orlof og veikindafrí? Það hefur að ég held verið gert í Svíþjóð.
En ástæðurnar eru ekki allar líffræðilegar eða bundið starfsstéttum. Ég hef persónulega komst að því að tvær mjög hæfar vinkonur mínar sem unnu sem yfirmenn í stóru fyrirtæki í Reykjavík voru á lægri launum en karlmennirnir sem unnu undir þeim. Þetta fyrirtæki notaði leynilaun og árleg starfsmannaviðtöl til að ákvarða launamat á starfsmönnum sínum frekar en raunverulegt mat á hæfni og stöðu þeirra. Ég er ekki viss um að það hafi verið hrein ákvörðun um að halda kvenfólkinu í fyrirtækinu á lægri launum en hins vegar eru karlmenn aggressívari en konur, og þetta leynilauna/viðtala fyrirkomulag hampar þeim sem eru að eðlisfari agressívari. Hver sem ástæða launamunsins er, þá er þetta verðugt umræðuefni í þjóðfélaginu og hefur alls ekki verið fullkomlega leyst.
En í nútíma heimi stórfréttamennsku eru svona málefni lítill fréttamatur. Þau eru talin frekar leiðinleg og selja lítið í fréttaiðnaðinum. Vissir femínistar hafa því valið þá leið að velja baráttuefni sem líklegri eru til að vekja athygli og um leið spinna þau upp í umræðunni. Ég leifi mér þó að efast um að margt þar sé málefninu til framdráttar. Aðdróttanir um alvarleg lögbrot án nokkurra sönnunar lítur frekar út eins og tilraun til að nota kynlíf til að selja skoðanir. Er einhver munur á fólki sem notar klám til að selja hugmyndir og þeim sem selja klám beint? Femínistar hafa réttilega bent á að kynlíf meðal barna og unglinga hefur stóraukist og sýn þeirra á kynlíf hefur breyst. Þetta er mjög alvarlegt mál sem þarf að takast á við. Femínistar eiga hrós skilið fyrir að vekja athygli á þessu máli, en að tengja þetta algjörlega og eingöngu við stöðu kvenna er hættulegt og getur gert illt verra.
Notkun vissra Femínista á afbakaðari tölfræði máli sínu til stuðnings er ekki jafn gæfusamur. Eins og Mark Twain sagði þá er til þrenns konar lygar: Lygi, Bölvuð Lygi og Tölfræði. Það verður seint málefninu til framdráttar ef trúverðugleiki þess hverfur út af tölfræði.
Sú gryfja sem sumir femínistar falla í er að setja upp kynjagleraugun og sjá allt í samfélaginu út frá kvenréttindabaráttu. Þetta er alltaf hættuleg hegðun í hvaða hugmyndafræði sem er og veldur togstreitu. Málið er nefnilega að þegar gengið er út frá því að ALLT í samfélaginu sé byggt á baráttu um einhverja hugmyndafræði er auðvelt að sjá skrattann alstaðar. Þar gildir einu hvort það eru gleraugu Femínista, Kommúnista, Kynþáttafordóma eða aðrar hugmyndir. Ef allt og allir eru dæmdir og dregnir í dilka eftir þessari fyrirframákveðnu hugmyndarfræði þá er ómögulegt að hafa opna umræðu um hlutina og málefnið sem barist er fyrir kemst ekkert áfram. Skotgrafahernaður er nefnilega þannig að aðgerðaleysi er besta hertæknin. Allir sitja í holum sínum á endanum og víglínan hreyfist ekkert.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2009 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 19:44
FRELSI
Frelsi hefur verið í umræðunni undanfarið vegna áhuga sumra þingmanna á Íslandi að hefta málfrelsi kjósenda. Ég bendi sérstaklega á vef Polites (Hans Haraldssonar) hér hægramegin.
Margir virðast halda að frelsi sé það að mega gera hvað sem maður vill. Þetta kemur mér mikið á óvart og ég velti því fyrir mér hvort það sé einhver skortur á grunn kennslu í vestrænni heimspeki í skólum landsins. Kannski auglýsingasölumenn hafi eyðilagt hugmynd almennings um Frelsi? Frelsi til að gera allt sem manni dettur í hug er ekki frelsi heldur anarkía. Ef menn mega gera það sem þá langar til, þá þýðir það að þeir mega hefta frelsi annara.
Frelsi, í vestrænni hugsun er frelsi til að gera það sem mönnun langar að gera, svo lengi sem það heftir ekki frelsi annara. Ef þú drepur mann, þá kemur þú endanlega í veg fyrir frelsi hans. Að stela frá öðrum eða meiða þá heftir frelsi þeirra til að hafa eignir sínar í friði og geta lifað lífi sínu án hræðslu við líkamsmeiðingar. Í vestrænu samfélagi er það síðan hlutverk hins opinbera að finna mörkin þar sem frelsissvipting hefst og setja reglur sem koma í veg fyrir hana
Málfrelsi er án efa mikilvægasta frelsi vestræns lýðræðis. Málfrelsið er víðasta frelsið, þar sem það á minnsta möguleikann á að hefta frelsi annara. Málfrelsið er sá staður þar sem menn skiptast á hugmyndum og skoðunum, þar sem nýjum hugmyndum er viðrar og vondar hugmyndir geldar með mótrökum. Málfrelsið er því ávalt fyrsta fórnarlamb alræðissins. Það er auðveldara að hefta allt annað frelsi þegar enginn getur mótmælt frelsissviptingunni. Allar takmarkanir málfrelsis hafa hafist til að bæta siðgæðisvitund samfélagsins. Það er síðan stutt skref í átt að alræði. Þeir sem vilja hefta almennt málfrelsi eru því hættulegustu einstaklingar lýðræðisþjóða.
Tek það fram að ég er ekki að mæla með ljúgvitnum eða persónuárásum í málfrelsinu, enda eru það ein af fáum sviður þar sem málfrelsið getur heft frelsi annara á beinan hátt.
27.10.2007 | 15:54
Veruleiki Alheimsafvopnunar
Alheimsfriður! er ekki bara æðsta ósk þáttakenda í fegurðarsamkeppnum og Hollívúdd leikara. Þetta er góð og háleit útópísk sýn um frið á jörð. Þessa dagana er þessi draumur orðinn að einhverslags veruleika hjá æ fleiri íbúum og stjórnmálamönnum Vesturlandana. En hugmyndir um hvernig því takmarki skuli nást eru ekki endilega þær farsælustu. Ein furðulegasta hugmyndin um slíkt er hugmyndin um alheims-afvopnun hjá þeim sem ég myndi kalla Alfriðarsinna.
Alfriðarsinnar kalla eftir einhæfri afvopnun Vestrænna ríkja, með þá trú að það muni leiða til þess að önnur ríki í heiminum muni afvopnast líka þegar ógnin frá Vestrænum ríkjum er ekki fyrir hendi. Því miður væri hægt að telja tímann í klukkustundum frá því að síðasta vopnið er eyðilagt þar til fyrsta nágrannaríki Vesturlandana hefur innrás.
Það er erfitt fyrir Alfriðarsinna að finna rök gegn þessari mjög svo líklegu afleiðingu afvopnunar Vesturlandana, svo æ fleiri snúast á þá skoðun að krefjast þess að öll lönd í heiminum afvopnist á sama tíma, ekki bara Vesturlöndin. Þetta yrði vægast sagt erfitt verkefni. Á Norður-Írlandi búa um 1,7 milljónir manna, og hefur afvopnun þeirra staðið í áratug, án þess að takast fullkomlega. Í heiminum búa um 6,6 milljarðar manna. Til að afvopna allan þann mannfjölda þyrfti milljónir vel vopnaðra hermanna sem leita þyrftu í hverjum kima veraldar, og afvopna þá sem steytast á móti með valdi. Myndu öll lönd og vopnaðir hópar vera til í að leggja niður vopn um leið og allir aðrir? Herjir Múhameðs? Norður-Kórea? Zimbabwe? Almenningur í BNA? Þessum hópum verður auðsjáanlega að beyta valdi til að leggja niður vopn sín. Herjir Alfriðarsinna verða því að gera innrás í þessi lönd til að afvopna mannskapinn. Spurningin er síðan hvort að Alfriðarherirnir muni að lokum leggja niður vopn sín sjálfir eða halda þeim til að koma í veg fyrir að aðrir vopnist seinna.
En þá komum við að næsta vandamáli. Þó svo að öll skotvopn og sprengjur yrðu eyðilögð í heiminum, þá myndi það ekki stöðva stríð. Menn hafa einungis barist með slík vopn í 500 ár. Í 100.000 ár á undan því börðust menn með bareflum og eggvopnum. Allt er vopn í höndunum á fólki ef þeim svo sýnist.
Vandamálið byggist því ekki á vopnunum, heldur á fólki og þeim ástæðum sem það gefur sér til ofbeldisverka. Enginn maður er fullkominn. Mannkynið býr yfir græðgi, hatri, leti, stolti, reiði, losta og öfundsíki. Við búum líka yfir ást, samheldni, samvisku, gjafmildi, gleði og hamingju. Þetta er það sem gerir okkur mannleg.
Stríð er skipulagt ofbeldi í stórum mælikvarða. Það er í raun einungis stigs munur á slíku ofbeldi og því ofbeldi sem fylgir glæpum. Árásaraðilar geta hafið ofbeldið á stærri mælikvarða í nafni einhverrar lífsskoðunar byggða á yfirmætti sínum yfir öðrum, eða bara vegna þess að þeir ásælist það sem fórnarlambið á. Ástæðurnar eru óteljanlegar, sama í hvaða mælikvarða ofbeldið er framið. Svarið hjá Alfriðarsinnum er að allt mannkynið þurfi því að mennta í hugmyndafræði alfriðarsinna til að koma í veg fyrir þær tilfinningar eða skoðanir sem veldur ofbeldinu. Það þýðir að allir jarðarbúar verða skyldaðir í endurmenntunarbúðir þar sem útrýmt er öðrum hugmyndum en hugmyndum alfriðarsinna. Þeir sem streitast á móti verður auðsýnilega að taka á sérstaklega. Sögulega hafa hópar eða ríki sem snúist hafa til ófriðar verið leiddar af einstaklingum sem stýra og oft stofnað til ófriðarins. Þessum líklegu leiðtogum verður auðséð að ná sérstaklega. Þá verður að einangra og mennta þar til þeir trúa friðarboðskap Alfriðarsinna. Þeir sem ekki taka við þessari menntun hljóta líklega endanlegri örlög.
Þetta er í raun sá heimur sem boðaður er. Alheimsríkisstjórn með alræðisvald sem notar vald sitt til að afvopna allan heiminn. Alræðisstjórn sem heilaþvær alla jarðarbúa til að trúa á sama boðskapinn og hegða sér innan fyrirframákveðins munsturs sett af yfirboðörunum. Þeir sem snúast gegn þeirri heimssýn
Ekki fallegur heimur það
Spurning hvort að ekki væri betra að hvert land hefði góðar varnir sem fældu aðrar þjóðir, einstaklinga eða hópa frá hugmyndum um innrásir og ofbeldisverk.
22.10.2007 | 10:52
Jafnrétti til menntunar
Jafnrérrisbarátta kvenna á síðustu árum er að bera mikinn árangur og er nú svo komið að í flestum Vestrænum ríkjum eru fleiri konur að útskrifast úr skólum, og sú kynslóð sem nú er að hefja störf eftir háskólanám eru konur farnar að hafa mun hærri laun en karlar þegar á heildina er litið.
http://eyjan.is/blog/2007/10/22/733-tvitugra-kvenna-en-492-karla-lauk-studentsprofi/
Þetta ójafnræði er orðið nokkuð vandamál í löndum eins og Bretlandi, og er talað um tíndu kynslóð ungra karla í þeim efnunum. Það einkennilega er að fólkið sem kallar sig jafnréttissinna segir ekki boffs.
21.10.2007 | 16:14
Vond skoðun 10: Að gera Ísland að lýðræði!
Lýðræði eða lýðveldi
Íslenska þýðingin á Republic og Democracy er að mínu mati ekki sú besta; íslensku orðin eru of lík, á meðan hugtökin eru mjög ólík.
Lýðveldi (Republic) þýðir einungis að ríkisvaldið sé í höndunum almennings (að einhverju leyti) sem velja fulltrúa sína í ríkisstjórn landsins í gegnum atkvæðagreiðslur.
Lýðræði (Democracy) er hins vegar þar sem ríkisvaldið er í jöfnum höndum almennings sem velja fulltrúa sína í gegnu atkvæðagreiðslu og fulltrúar þeirra lúta áframhaldandi aðhaldi.
Lýðveldi þarf ekki að hafa jafnan atkvæðisrétt, sem er hins vegar undirstaða lýðræðis.
Þarna er reginmunur á. T.d. getu land verið Lýðveldi, en bannað konum og stjórnarandstæðingum að kjósa eða bjóða fram til kosninga. Íran, Kína og Norður Kórea eru lýðveldi, en það þarf gott ímyndunarafl að halda því fram að þau séu lýðræðisríki.
Síðasta vonda skoðunin sem ég ætla að bera fram er sú að Ísland eigi að vera lýðræðisveldi.
Kosningaréttur
Lýðræði býður upp á jafnan kosningarétt óháð kyni, efnahag, trú, kynþætti eða búsetu. (PÚNKTUR) Allir hafa jafnan kosningarétt og atkvæði þeirra ALLRA vega að jöfnu.
Ísland uppfyllir ekki kröfuna um jafnan atkvæðisrétt. Konur mega kjósa, og sama má segja um þá sem ekki hlíta hinni Lúther Evangelísku trú. Hins vegar fer atkvæðaréttur manna á Íslandi eftir búsetu (og þar af leiðandi stjórnmálaskoðunum af einhverju leyti). Borgarbúum á Höfuðborgarsvæðinu er þar mismunað en landsbyggðafólk hefur mun meiri atkvæðavægi en borgarbúar.
Allir stjórnálaflokkar landsins eru með jöfnun kosningaréttar að stefnumáli fyrir hverjar þingkosningar. Hins vegar hefur þessi jöfnun aldrei tekist. Kjósendum er trúað fyrir því að það sé svo ofboðslega erfitt að gefa þeim hverjum eitt atkvæði. Réttindi sem þeir ættu að hafa óvévíkjanlega. Ég kýs ekki að nota orðið að jafna kosningaréttinn, þar sem þarf ekki að jafna þann rétt landsmanna að hafa eitt atkvæði hver.
Ein besta aðferðin á Íslandi er að gera allt landið að einu kjördæmi. Þá geta einstaklingar og flokkar boðið fram á landsvísu eða eftir héröðum eins og þeir kjósa. Þeir frambjóðendur með flest atkvæði fara á þing.
Önnur aðferð væri að skipta landinu í hreyfanleg kjördæmi þar sem fjöldi íbúa ákveður mörk kjördæmanna. Einfalt mál í tölvuvæddum nútímanum.
Lýðræði þarf einnig aðhald.
Kosningaréttur er þó ekki það eina sem gerir land að lýðræðisríki. Skipting valdsins sem fulltrúar kjósenda fá í sínar hendur skiptir þar einnig sköpum. Það að kjósa einræðisherra yfir sig á einhverjum ára fresti gerir ríkið ekki að lýðræði. Ástæða þessa er einföld; vald krefst aðhalds. Ef allt vald ríkisins er gefið til sömu einstaklingana, þá er mikil hætta á að valdið sé misnotað, og að réttindi ríkisborgarana minnki þar af leiðandi.
Vald spillir, algjört vald spillir algjörlega. Þetta er lögmál sem lýðræði er ekkert ónæmari fyrir en önnur stjórnarmyndun. Lýðræðiskerfi þurfa því aðhald.
Í þingbundnum konungsríkjum er aðhaldið í höndum konungs. Þing og dómsstólar landsins starfa í umboði Konungsvaldsins og þurfa að svara til þess. Konungsríki eru í raun einræðisríki með lýðræðislega undanþágu; hálflýðræðisríki
Í lýðræðisríkjum er þetta aðhald Konungs ekki til staðar. Þó svo að segja megi að aðhaldið sé falið í kosningavaldi ríkisborgarana á 4-5 ára fresti, þá sýnir sagan að slíkt er aldrei nóg. Hægt er að umturna landinu og aftaka öll lýðræðisréttindi á styttri tíma en það. Sagan sýnir að slíkt gerist oft án þess að almenningur geri sér fulla grein fyrir því þegar það á sér stað. Auðvelt er líka að snúa kosningum frá raunverulegum og málefnalegum efnum yfir í eitthvað annað, t.d. framkomu stjórnmálamanna eða minniháttar málefni.
Lausnin á aðhaldi fulltrúavaldsins var eitt megin mál lýðræðisins sem feður endurreisnarinnar leystu á sínum tíma. Lausnin fellst í að skipta upp valdssviðum landsins og gefa ótengdum fulltrúarhópum ríkisins yfirstjórn hvers valdssviðs. Þessi valdssvið eru:
Löggjafarvaldið þeir sem búa til og skrifa lögnin, þetta er yfirleitt í höndunum á þingum ríkisins
Framkvæmdarvaldið þeir sem stýra og ákvarða framkvæmdir landsins innan lagaramma þess, þetta vald er yfirleitt í höndunum á ríkisstjórn landsins.
Dómsvaldið þeir sem dæma í málum þegna ríkissins. Þetta vald er yfirleitt í höndunum á dómsstólum landsins með hæstarétt sem æðstu fulltrúa þessa valds.
Aðskilnaður þessa valdssviða er gert á mismunandi hátt: Löggjafa og Framkvæmdavaldið eru kosin í aðskyldum almennum kosningum. Löggjafavaldið er sett með þingkosningum, en framkvæmdavaldið valið með ríkisstjórnar- eða forsetakosningum. Dómsvaldið er aðeins erfiðara, þar sem viss þekking og menntun þarf að vera þar við hendi hjá kandídötum. Í Bandaríkjunum eru hæstaréttardómarar valdir af Forsetanum (sem hefur framkvæmdavaldið með í höndum), en þeir þurfa að vera staðfestir í embætti af þinginu. Bæði þessi valdssvið þurfa því að vera sammála um val dómarana.
Í Ítalíu er kýs þingið 1/3, ríkisstjórnin 1/3 og dómarar sjálfir 1/3 af dómurum Corte costituzionale della Repubblica Italiana.
Ef íslenska lýðveldiskerfið er skoðað þá sést mjög fljótlega að þessi aðskilnaður valdssviða á sér í raun ekki stað. Aðgangur almennings að stjórn landsins er einungis í gegnum kosningar til þings og er þeim aðgangi mismunað eftir búsetu fólks. Val á framkvæmdar- og dómsvaldi er síðan í höndunum á þeim hópi þingmanna sem geta myndað meirihluta á þingi. Almenningur hefur þar engan ákvörðunarrétt.
Forsetaembættið er síðan hið eina embættið sem almenningur hefur rétt og tækifæri til að velja beint, óháð búsetu, en embættið hefur hvorki framkvæmda-, dóms- né lýðræðisvald með höndum. Samkvæmt stjórnarskránni setur Forseti ríkisstjórn í embætti og ætti þar af leiðandi að vera yfir framkvæmdarvaldinu, en hefðin hefur gert það að verkum að embættið er frekar til skrauts en raunverulegt vald.
Forsetaembætti Íslands er afskaplega skrítið embætti í lýðræðisríki. Þetta kerfi á sér sögulega skýringu, en það má setja rök fyrir því að stofnun lýðveldisins í miðju stríðinu hafi verið gert í flyti. Lýðveldiskerfið var í raun bein kópía á Þingbundnu Konungsveldi þar sem Konungnum er skipt út fyrir Forseta. Ísland er því í raun Konungsríki með kosinn Konung. Slíkt er í raun ekki fjarstætt, þar sem Germönsku þjóðflokkar fornaldar höfðu slíkt kerfi kosina Konunga líkt og Tacitus segir í bók sinni um Germaníu.
Síðasta vonda skoðunin sem ég set hér fram er því þessi; Að Íslandi verði breytt í lýðræðisríki með eftirtöldum aðferðum:
- Það er grundvallar atriði að í lýðræðisríki sé einn maður með eitt atkvæði, án tillits til kyns, kynþátts, kynhegðun, efnahags, búsetu, háralits, eða gáfna. Á jafn litlu landi eins og Íslandi er þetta lítið mál.
- Aðskilnaður Framkvæmda-, löggjafar- og dómsvalds er algjörlega nauðsynleg til að hafa stjórn á hegðun stjórnmálamanna. Kjósa þarf til þings og ríkisstjórnar í aðskyldum kosningum, og halda þeim valdssviðum aðskyldum að öðru leiti. Þingmenn mega ekki sitja valdastöðu í framkvæmdavaldinu. Dómsvaldið skal valið af þinginu og þarf staðfestingu framkvæmdarvaldsins til. Þetta er kerfi sem önnur lýðræðisvöld vinna eftir og ætti ekki að vera ofar getu Íslendinga.
- Íslenska þjóðin á að hafa vald til að stofna til þjóðaratkvæða vegna einstakra mála og að geta rekið stjórnmálamenn og embættismenn sína ef slíkt á við. Fyrirmæli einfalds hluta þjóðarinnar ætti að vera nóg til að fyrirskipa kosningar um þessi einstæðu mál. Ef þetta hefði verið við lýði á síðustu árum væru Íslendingar t.d. ekki í hópi ofbeldisaðila í Írak.
Þetta eru einfaldar en stórtækar breytingar. Það er ekkert því til fyrirstöðu, hvorki í uppsetningu né framkvæmd, að þessar breytingar séu teknar upp af ríkinu, en það er ólíklegt enda vond skoðun í augum valdhafa.
Þar með endar þessi röð vondra skoðana.
24.8.2007 | 19:05
Vond skoðun 9: Að hata ekki Ameríku
Í þjóðfélagi þar sem skoðun Pólitískrar Rétthugsunar er ráðandi: það að þeir sem hafa valdið hafi alltaf rangt fyrir sér gagnvart lítilmanganum, eru Bandaríki Norður Ameríku persónugervingur illskunnar. Allt sem kemur frá Ameríku er vont og allt sem þeir gera er gert til að viðhalda eða sýna hrokafullt vald sitt. Ameríkanar eru allir feitir og vitlausir, og hafa ekkert vit á heiminum eða heimsmálunum. Þeir vita ekki einu sinn hvar Ísland er, og jafnvel ekki að það sé til.
Hér áður fyrr var þetta hatur á Bandaríkjunum kirfilega bundið við Marxíska Kommúnista í þeirri pólitísku pólskiptingu sem réði Evrópu á Kaldastríðsárunum. En í gegnum Pólitíska Rétthugsun hefur Marxismanum tekist að breiða þessa skoðun út í víðara samfélagið.
Bandaríkin eru Stórveldi, og það er ekki að ósekju að 20sta öldin er kölluð Ameríska öldin. Við upphaf aldarinnar voru Bretar stærsta heimsveldi jarðarinnar. ( Í raun voru Bretar stærsta heimsveldið sem nokkurn tímann hefur verið uppi, bæði í landsvæði, hernaðarmætti og viðskiptum). En í gegnum tvær Heimstyrjaldir misstu Bretar allt veldi sitt, en upp risu Bandaríkin sem sterkasta heimsveldi jarðarinnar. Sovétríkin í gegnum kommúnismann héldur uppi samkeppni við Bandaríkin fram undir öldinni, en sannleikurinn var þó sá að í hernaðar- og efnahagsmætti komust þeir aldrei nálægt styrk Bandaríkjanna. Eftir að Sovétríkin liðu undir lok og Kaldastríðinu lauk urðu Bandaríkin óvéfengjanlega eina stórveldið í heiminum.
Ríki verða heimsveldi vegna þess að á einn eða annan hátt hafa þau náð yfirráðum yfir stórum landsvæðum og mannfjölda. Þessi yfirráð geta verið bein líkt og útbreiðsla Rússa til Síberíu og Asíu, eða óbein líkt og áhrifassvæði Bandaríkjamanna og Sovétanna í Evrópu á sínum tíma. Þau geta líka verið einhverstaðar þarna á milli líkt og yfirráð Breta yfir Indlandi og fleiri stöðum. Yfirráðin þurfa ekki alltaf að koma til með ofbeldi heldur geta þau orðið til í gegnum diplómatíu, viðskipti eða jafnvel þjóðernis-, trúar- eða samfélag-samskennd (sjá útbreiðslu Prússa t.d.)
Það sem Heimsveldi eiga flest sameiginlegt er að vald þeirra er miðstjórnað, annaðhvort í gegnum einvald og ráðgjafa hans, eða samhnýttan og fámennan valdahring. Við slíkar aðstæður býr fólk ekki við veldi lagana, heldur duttlungum fárra ráðamanna.
Bandaríkin skera sig í raun mjög úr sem heimsveldi. Ólíkt því sem flestir halda þá á sér stað raunveruleg og langvarandi togstreita innan Bandaríkjanna um það hvort Bandaríkin eigi að nýta sér vald sitt og áhrif utan landsins, eða hvort þeir eigi að vera einangraðir og huga einungis að innanríkismálum og viðhalda öruggum landamærum. Afleiðingar þessa eru þær að Bandaríkjamenn í gegnum söguna hafa forðast langverandi landvinninga, en kjósa frekar snögga hernaðaríhlutun en nota síðan diplóma og efahagsáhrif til að hafa áhrif á stjórnir annara ríkja. Ef herir BNA og/eða vinveittir þjóðhöfðingjar liggja undir langvarandi örðugleikum hafa Bandaríkjamenn ávalt yfirgefið átakasvæðin. Bandaríkin eru lýðræðisríki og langvarandi átök utan ríkisins eru líklegri til að setja einangrunarsinna á valdastóla.
Fyrir bæði Fyrra- og Seinna Stríð réðu einangrunarsinnar ríkisstjórnum Bandaríkjanna, en það var utanaðkomandi áhrif og áróður sem fékk Bandaríkin til að taka þátt í stríðunum. Þátttaka BNA í Fyrri Heimsstyrjöldinni kom að miklu leiti frá skuld sem Bandaríkjamönnum fannst þeir eiga Frökkum að gjalda, en Frakkar börðust með Bandaríkjamönnum í Frelsisstríðinu gegn Bretum. Það var síðan endalaus áróður (aðalega) Churchills sem dró Bandaríkjamenn inn í Seinni Heimsstyrjöldina. Í dag er talið að Bandaríski forsetinn hafði haft vitneskju um árásaráætlanir Japana, en gerði ekkert í því þar sem hann vildi snúa áliti þingsins og almannaáliti til þátttöku í Stríðinu í Evrópu.
Bandaríkin eru eins og áður er sagt Lýðræðisríki, þar sem málfrelsi er verndað og valdssvið hafa virkt og viðhaldið aðhald. Framkvæmda- Dóms- og Löggjafarvaldið er aðskilið, og hefur hvert þeirra vald til að rannsaka og dæma í málum hvers annars. Stundum er lítið um þetta aðhald, enda kemur fyrir að sömu flokkarnir eru ráðandi í öllu valdssviðinu, en á fjögurra ára fresti getur það breyst. Í dag er t.d. Bandaríkjaforseti talinn nokkuð einangraður þar sem Demókrataflokkurinn er með völdin á Löggjafarþingi landsins.
Á Íslandi er ekkert slíkt aðhald til staðar fyrir utan illa notað Forsetavaldið. Það sama má segja um Bretland og flest önnur Evrópuríkin.
Bandaríkjamenn taka líka virkan þátt á andstöðu og áróðri á ríkisstjórn sína í opnum og áframhaldandi umræðum um innri og ytri stjórnmál landsins. Michael Moore er Bandaríkjamaður. Þessar pólitísku umræður eru mun frjálsari en jafnvel í Evrópu. Engar slíkar umræður eru leyfðar í ríkjum eins og Kína, Rússlandi og Arabaríkjunum. Indland kemur líklega næst þessu af upprennandi heimsveldum, en þjóðerniskennd og stéttaskipting þar kemur þó í veg fyrir opnari samskipti.
Bandaríkjamenn gera bíómyndir, bækur og sjónvarpsefni um rangar ákvarðanir í sambandi við Írak og vandamálin sem skapast hafa vegna þessa. Ég hef ekki séð Evrópskar bíómyndir um vandamálin sem sköpuðust á Balkaskaga vegna mótþróa Evrópsku ríkisstjórnana við íhlutun í Bosníustríðinu þrátt fyrir þjóðarmorðin sem þar voru stunduð. Hvað þá gagnrýni á vilja Evrópuþjóða til að borga launsnargjöld til mannræningja, ákvörðun sem hefur bæði leitt fjármögnun hryðjuverkahópa og aukið áhættuna á mannránum til muna (sjá Afganistan, Írak og Lýbíu á síðustu mánuðum og árum).
Í víðara samhengi er hægt að spyrja hvenær einhver hafi síðast séð Evrópska bíómynd um pólitík eða pólitískar stofnanir Evrópusambandsins?
Úr nóg er að taka í Bandarískum bíómyndum og sjónvarpsefni um pólitík eða pólitískar stofnanir Bandaríkjanna?
Bandaríkjamenn reyna að beita áhrifum sínum til að safna til sín hráefni frá öðrum landssvæðum, bæði málmum og olíu. Evrópubúar eru þar engir aukvissir og beita ekkert betri aðferðum. Vegna þess hve hugmyndafræði upplýsingaaldarinnar er inngreipt í Bandaríkjamenn þá reyna þeir á sama tíma að breiða út lýðræði að einhverju leiti, en einnig er stuðningur þeirra við ríkisstjórnir byggðar á hegðun þeirra og oft á almannaáliti í Bandaríkjunum. Kínverjar eru mest stækkandi innkaupandi á hráefni í heiminum í dag, og ólíkt Bandaríkjamönnum er þeim alveg sama hverslags harðstjórnir eru við líði í framleiðsluríkjunum. Ekkert gekk í að leysa Darfur útrýmingarherferð Araba á kristnum Afríkubúum í Súdan á Alþjóðavetfangi vegna stuðnings Kína við Suddanísku ríkisstjórnina. Zimbabwe er annað ríki með mikla harðstjórn sem hefur góð samskipti við og stuðning frá Kínverjum. Jú Bandaríkjamenn styðja Sádí Araba (líkt og Evrópubúar gera) en það er í gangi umræða um þá stefnu í Bandaríkjumun, umræða sem heyrist lítið í Evrópu, um Evrópsk samskipti við harðstjórnir. Hvaða kemur olía Íslendinga annars?
Bandarísk stórfyrirtæki stjórnast ekki af góðvild og kærleika heldur peningum. Sama má segja um stórfyrirtæki annara ríkja. Það stórfyrirtæki sem hefur versta orðspor mannréttinda- og umhverfisbrota samkvæmt mannréttindafélögum er fyrirtækið ELF frá Frakklandi. Eru Íslensk stórfyrirtæki stjórnuð af einhverju öðru en peningum?
Bandaríkjamenn eru vissulega ekki allir mjóir og stæltir, en ekki eru Íslendingar það heldur, né Bretar eða Þjóðverjar. Bandaríkjamenn éta rusl fæði, en það gera hinir líka. Og hvað með útbreiðslu á ómenningu sinni? Ef farið er til suðurhluta Evrópu þar sem Evrópskir túrhestar safnast saman er lítið af staðbundinni menningu eftir. Veitingastaðir bjóða uppá Þýskan snitzel og Breskar pylsur og kartöflumús. Bandaríkjamenn eru ekki þeir einu sem vilja fara til útlanda en búa eins og heima hjá sér.
Bandaríkjamenn eru ekki heimskir. Ekkert land með alheimska íbúa getur orðið jafn valdamikið og Bandaríki Norður Ameríku. Besti mælikvarði á gáfur eru líklega skrif í vísindatímarit og umsóknir um einkaleifi. Bandaríkjamenn standa þar uppúr með höfuð og herðar. Bandarískir háskólar eru alltaf í efstu sætum bestu háskóla heimsins. Bandaríkjamenn eru vissulega misjafnir, og sumir vita ekkert um umheiminn utan bæjarins sem þeir búa í, og hafa ekkert ferðast né búið erlendis. En það er fullt af slíku fólki utan Bandaríkjanna. Davíð Oddson hafði aldrei búið utan Íslands þegar hann var Forsætisráðherra og sama má segja um flesta þingmenn og ráðherra landsins. Það er til fullt af fólki á Íslandi og annarsstaðar sem hefur alla sína vitneskju um umheiminn úr sjónvarpinu. Bandaríkjamenn gengu á tunglinu, fundu upp ljósaperuna, heimilistölvuna og nettengingar. Þeir eru framsæknasta þjóðfélag veraldar og fáir komast nálægt uppfinningasemi þeirra og virðingu fyrir gáfum. Í Bandaríkjunum eru byggðir skólar fyrir gáfaða nemendur, í Evrópu eru gáfaðir nemendur settir í sama bekk og látnir læra með sama hraða og heimskustu nemendurnir.
Bandarísk menning er ekki heldur öll byggð í kringum McDonalds. Frá Bandaríkjunum komu Andy Warhold, Jackson Pollock, Louis Armstrong, Ernest Hemingway og Orson Welles til að nefna fáa. Bandaríkjamenn fundu upp Jass, blús, gospel, rokk og popp. Diskó, hip hop og bluegrass. Þegar enginn vildi byggja móðern byggingar, tóku Bandaríkjamenn við þeim opnum örmum. Arkitekt Bilbao safnsins er Bandaríkjamaður. MOMA í New York er besta nýlistasafn í heiminum.
Bandaríkjamenn gera einnig bestu bíómyndir og sjónvarpsefni í heiminum. Bretar búa til Eastenders sjónvarpsþáttinn, Bandaríkjamenn gera West Wing. Þetta á bæði við vinsældir og gæði þessa efnis. Indverjar gera fleiri myndir, en Bandaríkjamenn gera þær betur. Evrópumenn gera hvorki listfengnari eða gæðameiri myndir en Bandaríkjamenn. Öll matarmenning heimsins finnst í Bandaríkjunum. Það voru Evrópubúar sem fundu upp samlokur, pylsur, pizzur og hamborgara. Kínverjar fundu upp Tómatsósuna, Frakkar Majónes.
Bandaríkin eru leiðandi afl Vesturlandana. Menningar sem fylgir lýðræði, mannfrelsi, og stjórn lagana. Hugmyndir sem eru af skornum skammti utan Vestræns menningasvæðis. Bandaríkin, þrátt fyrir afl sitt og mátt viðhalda þessu stjórnmálakerfi upplýsingaaldarinnar og gera það vel. Vissulega gera þeir misstök, enda er þeim stjórnað af manneskjum, eins og öll önnur ríki jarðar, en þeir reyna þó að byggja ákvarðanir sínar á lýðræðislegum forsendum. Ekkert ríki er fullkomið, en Bandaríki Norður Ameríku eru lang frá því að vera eitt þeirra verri.
Og til að kanna vitneskju Íslendinga um umheiminn, án þess að leita það uppi, hvað getur þú sagt um landið Nýju Caledóníu?