Upprétti Apinn = Homo Sapiens

Upprétti apinn, drottinn Jarðarinnar og miðja alheimsins skilgreinir sjálfan sig frá öðrum dýrum jarðarinnar með hæfileikum sínum til sköpunar tækja og eiginleikum til abstrakt hugsunar.Echer Paradigm

Fyrri fullyrðingin er röng, þar sem önnur dýr nota og framleiða tæki ýmiskonar, en seinni fullyrðingin er réttari en hún er sett fram.  Upprétti Apinn hefur ekki einungis hæfileika til að nota abstrakt hugsun, allt hans líf er lifað í abstrakt heimi.

Við höldum því öll fram að við sjáum heiminn eins og hann er, og hann myndi síðan hugmyndir okkar um lögmál og leikreglur heimsins.

Sannleikurinn er hins vegar sá að allir meðlimir okkar uppréttu apategundar upplifa heiminn í gegnum sigti síns eigin fyrirfram ákveðinnar skoðunar.  Þessar fyrirfram ákveðnu skoðanir eru sú heimspeki sem einstaklingar hafa búið til eða verið gefið í gegnum samfélag og uppeldi sitt.  En allir halda að sitt sigti (paradigm) sýni heiminn eins og hann raunverulega er, hversu ólíkir sem þessir paradigmar eru. 

Þessi staðreynd á við alla; Páfinn sér heiminn í gegnum trúarheimspeki Kaþólsku kirkjunnar, Condoleeza Rice í gegnum heimspeki Kapítalískra Ný-Íhaldsins og Ögmundur Jónasson í gegnum heimspeki Marxískrar Samfélagsstefnu.

Aðrar dýrategundir hafa ekki efni á abstrakt paradíma.  Í heimi þeirra hefur raunveruleikinn of margar tennur og klær fyrir slíkann lúxus.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband