Alþjóðavæðing Kapítalismans

Kapítalíska efnahagskerfi Vesturlanda var tamið af blöndu ríkisafskipta og verkalýðshreyfinga á fyrri hluta 20stu aldarinnar.  Seinni hluti 20stu aldarinnar sá alþjóðavæðingu Kapítalismans sem á stuttum tíma sló vopnin úr höndum þessara afla.  Tollar á hráefni eru sniðgengnir með því að afla hráefna í þróunarríkjum, oft án verulegra fjárútláta til landsins utan mútugjalda.  Skattar eru sniðgengnir með því að flytja heimilisfang fyrirtækja eða eigenda til “skattfrjálsra” ríkja og verkalýðsfélög og verkfallsvopn þeirra eru slegin úr höndum þeirra með því að flytja framleiðslu til þróunarríkja með lítil eða enga verkalíðsstefnu.  Ofan á þetta kemur síðan mikil framför í vélvæðingu í framleiðslutækni, vélvæðing sem þýðir að nýja heimaland fyrirtækisins nýtur mun minni hag af fyrirtækinu en ætla mætti.

Það er þessi þróun Kapítalismans sem andstæðingar alþjóðavæðingar berjast á móti.  Samkvæmt þeim er afleiðing þessarar alþjóðavæðingar lækkun í þjóðarframleiðslu þróaðra ríkja og misnotkun á þróunarríkjum.  Þeir einu sem hagnast er efsti hluti Kapítalistakerfisins.  Afleiðingar þessa er að munur ríkra og fátækra eykst stöðugt og er Ísland þar engin undantekning.

Vandamálið við söfnun alls fjármangs efnahagsins í fáar hendur er að þar festist fjármagnið, og þar af leiðandi minnkar neyslan.  Það eru einungis svo margar þyrlur eða snekkjur sem auðmenn vilja eyða í.  Þessi haftalausi Kapítalismi eykur síðan hættuna á kreppu, ástandi sem er innbyggt í Kapítalismann.

Lítill ávinningur hefur þó verið af baráttu Andstæðinga Alþjóðavæðingar vegna lítillar samstöðu þjóðríkja og vanmáttar alþjóðastofnana.  Ein helsta von Andstæðingana hefur verið samtök þróunarríkja, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur þrýstingur frá stórfyrirtækjum lamað allar ákvarðanir og samstöðu þeirra.

Kreppa er þó aðeins hluti núverandi vanda Kapítalismans, en vélfæðingin er mun alvarlegri þróun.

Frá 17du til 19du aldar breyttist hagkerfi Vesturlandana og atvinnuþróun fluttir frá sveitum og ræktunarstörfum, til bæja og iðnaðarstarfa.  Við erum nú stödd á tímum þar sem vélvæðing er að taka algjörlega yfir iðnaðarstörf.  Þjónustustörf eru núna undirstöðu atvinnuvegur flestra Vestrænna ríkja, en líkur eru á að þau störf vélvæðist fljótlega á sama hátt.  Stærsta vandamál efnahags og pólitískrar hugmyndafræði framtíðarinnar verður því form þess hagkerfis sem tekur við  í umhverfi þar sem lítil þörf er á starfandi fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband